Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 10
SKÓLABLAÐIÐ 106 barna, oftast sem umgangskennari, og lá þá aldrei á liði sínu. Mun hann tíSast hafa lagt sjálfur til bækur, og þau áhöld, sem á hverjum tíma voru tíbkanleg viS tilsögnina, og þó litla eða enga viöurkenningu fengiS fyrir og harla lítil peninga- laun. — En á sumrin hafSi hann ofan af fyrir sér meö líkams- vinnu eftir megni, og æfinlega fyrir lítJS kaup, sem von var, svo bagaSur maður. En þannig hafSi hann ofan af fyrir sér og varö aldrei upp á aðra kominn, lét meira aS segja dálitla peningalega arfleifS eftir sig, og yfir höfuð mjög virSingarvert og loflegt dæmi. Eftir kenslulok voriS 1914 fór hann suSur til Rvíkur og kom sér þar vorlangt í vinnu, fyrir eitthvaS 1 krónu á dag. Var hann mjög glaSur yfir því, meS því aS þá var erfitt aS fá vinnu. Sá, sem þetta skrifar, hitti Sigurgeir einu sinni á götum Rvíkur þetta vor, og var hann þá aS haltra í einhverjum erindum húsbónda síns, óþekkjanlegur sem kennari ókunnum mönnum. En hann var samt glaSur af þvi aS hafa vinnu, og heilsan fanst honum vera meS betra móti. Svo leiS og beiS fram í ágúst og engan grunaSi neitt. Þá kom fregnin um, aS Sigurgeir væri dáinn, aS mig minnir 4. júlí, úr lungnabólgu, og jarSaSur fyrir mánuSi síSan, og brá systrum hans hér eSlilega sáran viS, og jafnvel fleirum, sem þektu hann. HljóSalaust má því segja aS hann hafi kvatt heiminn, svo aS fáir vissu af. — Og heyrst hefur, aS erfitt hafi veriS aS fá grein gerSa fyrir liki hans í Rvík. En hljóSalaust var hann líka hér og bar krossinn sinn, og eins og aS fáir vissu af honum lifandi. Vel fann hann til meina sinna og mæSu, og oft kendi hann sárt einstæSingsskapar síns. En þá sótti hann huggun og hressing til einlægrar, al- varlegrar guSs og Kriststrúar sinnar, og hugsaSi þá og sagSi líka stundum: „Drottinn þekkir sína“. — Sigurgeir kennari varS 69 ára gamall, og minning hans mun verSa elskuS og blessuS af þeim sem þektu hann vel. Ó. V.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.