Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 6
102
SKÓLABLAÐIÐ
ur margra, sem hugsa um kristindómsástand þessarar þjóðar.
Mest tjón hafa „kverin“ ef til vill unnið allra kenslubóka, af því
að þau hafa verið verst kend, mest kend utanbókar, og þulu-
lærdómurinn gert börnin leiðari á þeim en öllum öðrum kenslu-
bókum.
Þetta hneykslar nú ritstjóra B j a r m a; en Skólablaðið telur
það ekki of mælt, og vill ekkert af því taka aftur.
Vitanlega má ekki skella a 11 r i skuldinni á „kverin“. Því
að víst er það, að hverja námsgrein sem vera skal m á kenna
með lélegri eða óhentugri kenslubók, — 'eins og líka er tekið
fram í áminstri grein. En hitt er og víst, að kverin hafa — e i n s
og á þeim hefur alment verið haldið — gert
meira að því að deyða en lífga kristindómsáhugann.
Fáir mundu fremur en Sigurbjörn Á. Gíslason, út-
gefandi Bjarma, vilja kannast við að dauft sé yfir trúarlífi
íslensku þjóðarinnar. Hann verður þá líka að kannast við það,
að ,,kver“-kenslan hafi að minsta kosti ekki orkað að vekja
það andlegt líf, sem hún átti að vekja. Hverju vill hann þá um
kenna? Hann álítur að „kverin“ hafi ekki að jafnaði verið
kend öllu lakar en t. d. reikningur og danska. Þá er líklega
ekki k e n s 1 u n n i um að kenna, — að minsta kosti ekki
henni einni.
Bjarmi upplýsif um það, að útgefandinn hafi kent 2000
manns reikning, og hafi alt þetta fólk áður lært reikning, en
yfirleitt fengið mjög lélega tilsögn. Sömuleiðis sé framburðar-
kensla í dönsku eitthvað bágborin hjá mörgum kennurum, og
svo bætir hann við : Enginn hefur þó komið með það „snjall-
ræði“ gegn þessari kenslu að hætta sem fyrst a 11 r i kenslu
í reikningi, eða a 11 r i kenslu í dönsku, væri ])að þó í sam-
ræmi við þá tillögu að hætta alveg „kver“-kenslu a f þ v í að
hún hafi oft verið fátækleg.
Eitthvað er nú bogið við þessa samlíking og ályktun. Eða
hefur Skólablaðið nokkurntíma gert þá tillögu að hætta allri
kenslu í kristindómi? Vitanlega ekki. En það hefur gert þá
tillögu að hætta við eina kenslubók í kristindómi og taka upp
aðra bók, hætta við „kver“ og taka barnabiblíuna upp í stað-
inn. Ef einhver gerði þá tillögu að leggja niður kenslubók
Sigurbjarnar Á. Gíslasonar í reikningi, en taka upp aðra