Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.07.1916, Blaðsíða 14
rio SKÓLABLAÐIÐ 2. Er fræöslunefnd heimilt aS færa á reikning sem tillag frá hreppnum fæSi áöurnefnds kennara? 3. Gildir ekki hið sama í þessu efni um farskóla og eftir- litskennara ? S v ö r: 1. Nei, ekki nema með samþykki allra hlutaðeigenda. 2. Sé svo ráðið, að fæði kennara, ljós, rúm o. fl. sé lagt til ókeypis af foreldrum barnanna, þá er auðvitað óheimilt og rangt að færa það á reikning sem tillagt úr hreppssjóði. Um slíkt ætti ekki að þurfa að spyrja. En ekki vandi að geta sér til í hverjum tilgangi það væri gert. 3- Jú. Auglýsing. x. og 2. kennarastaðan við barnaskólann á Eskifirði er laus. Laun 1. kennara eru 18 kr. um vikuna, 2. kennara 12 kr. um vikuna, miðað við 5 stunda kenslu á dag. Væntanlegir umsækjendur sendi umsóknir sínar fyrir 1. ágúst n. k. til skólanefndar Eskifjarðarbarnaskóla. Áskilið er að annarhvor kennaranna sé fær um að kenna söng og leik- fimi, og verður það að sjást á umsóknunum. Sérstök borgun fyrir kenslu í þeirn námsgreinum eftir samningi. Eskifirði 15. maí 1916. Guðm. Ásbjarnarson. form. skólanefndar. 1. og 2. kennarastaða viö barnaskóla ólafsvíkur er laus. Umsóknarfrestur til 15. júlí 1916. Kenslutími frá 1. okt, til 15. apríl. Laun eftir fræðslu- lögunum. Þeir, sem óska 2. kennarastöðunnar, að veittri 1. kennarastöðu, geti þess í umsókn sinni, sem sendist til skóla- riefndar Ólafsvíkur. Guðm. Einarsson, p. t. form. skólanefndar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.