Skólablaðið - 01.07.1916, Page 8

Skólablaðið - 01.07.1916, Page 8
104 SKÓLABLAÐIÐ inga“ vilji „kverin“ feig a f þ v í aS þeim, sem muna dálitiö úr kverinu þyki „lúterskan" blandin hjá þeim. En gætu þeir ekki ný-guöfræSingarnir, meö sama rétti sagt viö Bjarma: Þú vilt ekki láta börnin læra kristin fræöi af biblíunni sjálfri, barnabiblíunni, af því að þú ert hræddur um aö ]>eir, sem sitja viö tæra uppsprettulindina sjálfa, kunni aö sjá mun á vatninu úr henni og því, sem í bikurunum hefur verið borið. Sigurgeir Sigurðsson kennari. Hann er horfinn úr sögunni í þessum heimi, þegjandi og hljóöalaust, likt og hann var áöur í henni. Og eg efast um, að nokkur út í frá eöa utan sveitar hans, hafi nokkura hug- mynd um, aö hann sé úr heimi þessum horfinn. Systur hans hér tvær vissu ekki um lát hans fyr en vist mánuöi eftir að hann var dáinn og grafinn, ekki þó lengra frá en í Reykjavík. Og enn hefur lát hans og greftrun ekki veriö eml>ættislega til- kint hingað. Eru þó liðin nær 2 ár síðan. Eg, eins og fleiri vinir og kunningjar Sigurgeirs sál., hef verið aö vonast og bíöa eftir fáeinum eftirmálsoröum eftir hann, a. m. k. í Skólablaðinu, en eg minnist ekki að hafa séö eitt orð þar um þenna mann látinn. Gæti eg því langbest trúað, að Skólabl. hafi litla eða enga hugmynd haft um hvarf þessa dygga og trúa fræðslumála starfsmanns, fyr en þá, ef til vil!, svo löngu síðar, að of seint hafi þótt að geta um lát hans. En með því nú að mér, og mörgum fleirum, mun í þessu efni þykja „betra seint en aldrei“, og með því að eg tel víst, að Skólabl. vilji fúslega og vinsamlega minnast þess manns, þá hripa eg nú upp hið helsta, sem eg veit sannast um mann- inn og sendi blaðinu. Sigurgeir sál. er fæddur i Saurbæ í Holtum, líkl. 1855 og er sonur hjónanna: Sigurðar Sigurðssonar prests síðast í Gutt-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.