Alþýðublaðið - 06.01.1965, Side 3

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Side 3
um betri sambúð SÞ - gæzlusveitir ' 'ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. janúar 19Í5 3 bjartsýnn De Gaulle forseta Frakklands, er þeir áttu með sér í síðasta mánuði. Að fundinum loknum sagði for- maður nefndarinnar, William Ful- bright, að skýrsla ráðherrans hefði verið mjög gagnleg. „Mér fannst Rusk vera bjartsýnn”, sagði Ful- bright. „Ráðherrann gerði okkur ljóst, að De Gaulle er jákvæðari í afstöðu sinni til Bandaríkjanna en til varnarmálastefnu Atlantshafs- bandalagsins”. Rusk sagði sjálfur að fundinum loknum, að Johnson forseti myndi heimsækja ýmsar helztu höfuðborgir Evrópu, er hann heldur þangað í vor. Mun hann þar á meðal koma til Parísar. EINN EFTIR I nóvember-mánuði síðastliðnum fór fram árleg sýning í Lund- únum. Myndin sýnir verk nokkurt er mikla athygli vakti en það heit ir „Þrír út — einn inni“. Eins og lesendur sjá eru þarna höfuð fjög- urra þekktra stjórnmálamanna, þeirra Quintin Hogg, fyrrverandi vísindamálaráðherra Bretlands; Sir Alec Douglas-Home, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands; Krustjov, fyrrverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna og Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna. WWWtMMtWWMWWWtWWWWWHWMMWMWWtWWWMWWWWWWWWtWW Heimboði vel tekið af sovétmönnum til Malasíu? Moskvu, 5. janúar 1 NTB - Reuter). SOVÉZKA stjórnarmálgagnið Iz- vestija birti í dag fréttina um heimboð Johnson forseta tll hinna sovézku rikisleiðtoga. Er frétta- flutningur þessi túlkaður svo af sendiráðsstarfsmönnum í Moskvu, ÁRM GUNNARSSON lét um ára mótin af starfi sem fréttastjióri : Alþýðublaðsins og tók við starfi ; á fréttastofu útvarpsins. Árni hefúr starfað við Alþýðu I blaðið um árabil, fyrst sem blaða ;i maður, en síðustu árin sem frétta : stjóri. Færir blaðið honum beztu þakkir og kveðjur, er hann nú hverfu til nýrra starfa. að heimboðið hafi vakið áhuga æðstu manna Sovétríkjanna. Birt- ast fréttir sem þessar ekki „sjálf- krafa” í sovézku pressunni og bent er einnig á það, að heimboð Wil- son, forsætisráðherra Bretlands, til hinna sovézku ríkisleiðtoga, hafi enn ekki verið birt oplnberlega í Sovétríkjunum, þrátt fyrir það, að Kosygin forsætisráðherra hafi þeg ið boðið. í Moskvu er talið, að ríkisleið- togarnir muni svara heimboði forseta með því að bjóða honum sjálfum í heimsókn til Sov- étríkjanna áður en sovézku leið- togarnir fara til Bandaríkjanna. Fari svo verður það í fyrsta skipti sem bandarískur forseti lieimsæk- ir Sovétríkin. Að vísu var Dwight Eisenhower boðið árið 1960 en er uppvíst varð um njósn U-2 flug- vélarinnar, sem Rússar skutu nið- ur, drógu þeir heimboðið til baka. Hinir nýju valdamenn í Kreml hafa margsinnis látið i ljós, að þeir séu mjög áhugasamir um að Paturson hœttur ÞÓRSHÖFN: Erlendur Patursson hefur látið af formennsku Sjó- mannafélags Færeyja (Föröya Fiskimanii»fjelag) en við hefur tekið Peter Joensen. Sjómanna- félagið er stærsta verkalýðsfélag eýjanna og Erlendur hefur verið formaður þess síðastliðin 12 ár. Hann mun nú láta áf formennskú þess, vegna xáðherradóms síns. efla samvinnuna við Bandaríkin. Vestrænir embættismenn í Mosk- va benda hins vegar á, að Kreml- menn séu nú mjög miklum önnum kafnir við skipulagsleg störf vegna stjórnarskiptanna. Ekki er heldur vitað hvernig hin sameinaða for- ysta í Kreml mun snúast við þessu tækifæri til að hefja per6ónulegar viðræður við bandariska forsetann. Eðlilegt er, að sem forsætisráð- herra vilji Kosygin veita sovézku sendinefndinni til Washington for- Framhald á 4. gfðu Djakarta og Kualalumpur 5. jan. (NTB - Reuter) FORSETI hinna vinstrisinnuðu verkalýðssamtaka í Indónesíu, Mo- hammed Munir, sagði f dag, að ákvörðun forseta um að Indónesía segði sig úr samtökum Sameinuðu þjóðanna bæri vott dirfsku og föð- urlandsástar. — Forsætisráðherra Japan Eisaku Sato, hefur sent Sukarno, Indonesíuforseta, skeyti, þar sem hann biður hann að yfir- vega vel og rækilega ákvörðun sína um að segja Indónesíu úr sam tökum Saméinuðu þjóðanna. — Varaforsætisráðherra Malaysfu, Tun Abdul Razak, hefur stungið upp á því að SÞ-friðarsveit verði staðsett f Malaysíu. Skýrði tals- maður malaysíska utanrfkisráðu- neytisins sfðar frá því, að undir- búin væru nú tilmæli að þessu lút- andi, sem yrðu send Sameinuðu þjóðunum. Utanrikisráðherra Indónesíu, Dr. Subandrio, hefur skýrt frá því, að því er fréttastofan Antara segir, að ákvörðunin um að segja Indó- nesíu úr SÞ, sé mjög vel íhugað og skrefið verði stigið með heill og hag byltingarinnar í huga. Ráð- herrann viðurkenndi, að U Þant, aðalforstjóri SÞ, hefði snúið sér til ríkisstjórnar hans og beðið hana að athuga vel gerðir sínar í þessu máli. Subandrio sagði einnig, að árið 1965 myndi verða þýðingarmikið ár fyrir Indónesíu. Landið myndi Framh. á 4. síðu. SAS til Reykja- víkur? KAUPMANNAHÖFN; SAS hygg ur nú á flug á fleiri flugleiðum en félagið hefur flogið á til þessa. Meðal annars mun félagið hafa f hyggju að taka upp flug til Kula Lumpur og einnig til höfuðborgar Uganda. Þá hefur einnig heyrst að tU standi að hefja flug til Reykjavíkur en heldur er það tal ið ólfklegt með tilliti til þess að 85% allra fgrþega frá Reykjavík til meginlands Evrópu eru lslend ingar. Ítalía Ijóstrar upp um indverska Peking-komma Nýju Delhi, 5. jan. (NTB-Reut er). — Heimildir, sem tU þessa hafa reynst áreiffanlegar, skýrðu frá því hér f dag, að á sínum tíma hefði ítalska njósnaþjónustan komizt á snoð ir um leynifund, er kínverskir toppkommar og fuUtrúar ind- verskra Peking-komma hefðu haldið með sér f fyrra, að öll um láfcindum í Albaníu. Af hálfu Kínverja táku þátt í fund inum Chou En Lai forsætis- ráðherra og Chen Yi utanrikis ráðherra og marskálkur. B/an fundurinn hafa farið fram í Albaniu er toppkommarnir voru þar í opinberri heimsókn, aff því er heimildimar segja. ít- alska njósnaþjónustan lét þá indversku vita um fundinn og átti þar með verulegan þátt í því sem þar gerðist S síðustu viku, er indverska lögreglan handtók nokkra indverska topp komma. Sitia nú 745 þeirra í fangelsum stjórnarinnar. Það var blaðið New States man í Nýju Delhi er flutti frétt þeissa á mánudaginn. Af opinberri hálfu var þetta hvorki stafffest né því neitað í dag. Banda innanríkisráffherra Indlands sagði í útvarpsræðu í síðustu viku, að góð og gild ástæða væri tl] að ætla, að hinn Peking-sinnaðl kommún- istaflokkur í Indlandi hefði ver ið stofnsettur fyrir atbeina Kin verja, Var flokkurinn stofnaður í aprfl í fyrra, en þar með klofn aði indverski kommúnistaflokk urinn vegna hugsjónaágreinings Sovétmanna og Kínverja. Washington, 5. jan. (NTB - Reuter) DEAN Rusk utanríkisráðherra Bandarikjanna lét í dag í ljós bjart sýni um aff unnt yrffi aff bæta sam- búð Bandaríkjanna og Frakklands, aff því er skýrt var frá í Washing- ton í kvöld. Kom þetta fram í þriggja klukkutíma langri skýrslu, I er hann flutti í utanríkismála- nefnd Öldungisdeildar Þjóffþings- ins. Skýrsla ráðherrans fjallaði um utanríkismál og ástandið á alþjóða vettvangi. Fjallaði hann einkum rækilega um tvenn samtöl sín við

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.