Alþýðublaðið - 06.01.1965, Síða 8
VIÐ höfum sennilega öll heyrt
minnst á frostaveturinn mikia
1918 — 1919 og hann kemur
ósjálfrátt upp í hugann( þegar
við nú upplifum vetur sem er
bæði kaldari og snjóþyngri en
við eigum að venjast í seinni tíð.
Vel getur svo farið að annar eins
vetur, hvað veðráttu snertir, eigi
eftir að koma yfir okkur á næstu
árum, þá vonandi fylgi honum
ekki þvílík piága, sem spánska
veikin var 1918.
Með þetta í huga hringdum við
til nokkurra þeirra þjónustúfyrir
tækja borgarinnar, sem fjalla um
líkamlega, og þá um leið and-
lega, velferð okkar Reykvíkinga,
svo sem Vatnsveituna, Hitaveit-
una og Raforkumála. krifstofuna.
Við ræddum við forstöðumenn
þessara stofnana og spurðum þá
hvernig þeir væru undir það bún-
ir, að mæta miklum frostavetri.
Svöir þeirra fara hér á eftir( en
fyirst skulum við líta á ástandið
eins og það var veturinn 1918.
Sagnir ganga um ævintýralegar
íslagnir á Faxaflóa og Breiða-
firði. Menn áttu til dæmis að hafa
farið á sleðum þvert yfir Breiða-
fjörð frá Snæfellsnesi yfir á
Barðaströnd. Sundin við Reykja-
vík voru öll á í: um og ekki skorti
nema herzlumuninn að hægt væri
að ganga beinustu leið upp á Akra
nes. Um ástandið í húsum í Reykja
vík höfum við eftirfarandi heim-
ild úr bók Ágústs Jósefssonar
fyrrv. heiibrigðisfulltrúa, „Minn-
ingar og svipmyndir úr Reykja-
vík“. Þar segir svo í kaflanum,
sem fjallar um spönsku veiklna:
„Þennan vetur áttum við hjón-
in heima í hú.i mínu nr. 34 við
Grettisgötu. í íbúðinni, sem var
í rishæðinni( voru fremur léleg
eldfæri og vegna kolaskorts urð-
um við að mestu að notast við
steinoliuofna, en þorðum þó ekki
að láta þá loga á næturnar sök-
um eldhættu. Til þess að verjast
kuldanum breiddum við ýmsar
yfirhafnir ofan á sængurfatnað-
inn til þess að halda á okkur hita.
Mæðgurnar vöfðu sjailklútum um
höfuð sér og' herðar, en við feðg-
arnir sváfum með trefil um háls-
inn og kuldahúfu á höfði. Súð og
veggir hrímuðu um nætur, en allt
rann út í slaga að deginum til
vegna hitans frá eldfærunum.
Svona var aðbúðin hjá okkur og
svona var víða ástatt í byrjun
veikinnar. Jafnvel í bezt byggðu
húsunum var kalt og ónotalegt,
vegna þess að enginn maður fékkst
til þess að kynda miðstöðvarkatl-
ana. En ömurlega~tar voru þó aff-
stæðumr hiá því fólki, sem bjó
í gömnu kjallaraíbúðunum víðs
vegar um bæinn, því þar voru
bæði veggir og gólf rennblaut og
svellaði yfir allt í mestu frostun
um“.
Þegar maffur les svona lýsingu
á hitunaraðstæðum fólks í Reykja
vík fyrir rúmum 46 árum, vepður
manni hugsað til þeimar heims-
frægu hitaveitu, sem báffum verð
ur ko’T.jn í öll hús í Rpvlo™ík.
Hitaveitustjóri, Jóhannes Zöega,
svaraffi spurningu okkar eitthvað
á þessa leið:
— Eins og ^r, erum við ekki sér
lega vel undir það búnir að mæta
miklum frostavetri. Enn »r ekki
Ágúst Jósefsson
búið að virkja allar þær holur sem
við höfum umráð yfir, vegna þess
aff dælur og annað tilheyrandi
vantar. Næsta vetur ætti málið að
líta eitthvað betur út.
Hitaveitukerfið er miðað við að
halda jöfnum og fullum innanhúss
hita i 6 stiga frosti, en það verð
ur tjaldan meira hér í Reykjavík.
í ráði er að byggja stærri geyma
og verður þá hægt að komast
yfir 12 stiga frostkast í 2—3 daga
án þess að slaka á. Nú er reiknað
með, að fyrir hver 2 stig sem hit
inn fellur úti, fal'li hiti í húsi um
1 stig með sömu kyndingu. Innan
hússhiti er nú um 22—23 stig,
þannig að i lú stiga frosti fellur
hiti í húsi niður í 20 — 21 stig.
í 14 stiga frosti niður í >18 — 19
stig o. s. frv.
Eins og nú standa sakir veldur
vanstilling á kerfinu því, að heita
vatnið hverfur á vis um svæðum
þegar álagið eykst og kemur það
jafnan niður á sömu rvæðunum.
Unnið er að því að kippa þessu í
lag, en það er ma’-gra mánaða
verk ef vel á aff vera.
Þetta sagði hitaveitustjóri. Nú
höfum við ekki í fljótu bragði köm
ist yfir heimildir fyrir ástandinu
í vatnsveitumálum 1918, en hætt
er við að það hafi ekki verið beys-
ið í frostunum. Vatnsveitustjóri,
Þóroddur Th. Sigurðsson, svaraði
spurningunni einhvern veginn
rvona:
— Þessu er erfitt að svara í
fljótu bragði. Þetta getur oltið á
því hvernig sumarið næst á und
an hefur verið. Langir frostkafl-
ar hafa yfirleitt ekki haft mikil
áhrif á vatnsmagnið í brunnunum,
en vandræði gætu helzt skapast
vegna frosinna heimæða og hús-
lagna og sírennslis af þeim sök-
um, Þá myndu allar framkvæmdir
falla niður aff mestu leyti.
Það sem helzt gæti haft áhrif
á rekstur okkar, væri ef rafmagn
ið brygðist, en við höfum engar
vararafstöðvar til að knýja dælur
okkar.
Svo mörg eru þau orð, og þá
liggur beinast við að tala við Jak-
ob Gíslason raforkumálastjóra.
Hann segir:
JÓHANNES ZOEGA, hitaveitustjóri. ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON, vatnsveitustjóri
3 6. janúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Snjór og illviðri í Rey
— Við erum alltaf viðbúnir hörff'
um vetri, en mikil frost ;er ekki
það versta, sem fyrir okkur getur
komið. Langvarandi frostúm
fylgja venjulega stillur og þá
leggur árnar og rennsli í þeim
verður hægt, en stöðugt og ttrtifi*-
analítið. Hinsvegar er vatnsskort-
urinn versti óvinur okkar og hann
getur orðið af ýmsum öðrum or-
sökum, sem of langt yrði upp að
UiKOB GÍSLASOS