Alþýðublaðið - 21.02.1965, Blaðsíða 2
Kltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — KítstjómarfuU-
mil : ElSur GuOnason. — sunar: 14900-14903 — Augiysingasimt: 14906.
Gtgetand': AiÞýSufioklcurinn.
ASsetur: AlpýOuhúsiS viS Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiöja AlþýSu-
blaSsins. — Askrlftargjald ki. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintakiS.
MENNTASKÓLARNIR
j MENNTASKÓLAMÁLIN hafa verið á dag-
skrá undanfarið og hefur sömuleiðis verið rætt
ítarlega um Háskóla íslands og framtíðarefling
hans. Vel er, að fræðslumálrn skuli nú vera ofar-
lega á baugi, þvi allir munu sammála um, að á
þeim vettvangi sé átaka þörf, ef við eigum að
fylgja eftir grannþjóðum okkar.
i
Því hefur verið haldið fram, að við sætum að-
gerðalitlir og hefðumst ekki að meðan Danir og
Norðmenn hafa uppi ráðagerðir um byggingu
þriggja nýrra háskóla hvorir um sig. Þetta er ekki
rétt. Gerð hefur verið áætlun um stóreflingu Há-
skólans, f jölgun námsgreina, fjölgun prófessora og
aukningu vísindarannsókna. Um þessar mundir
stendur yfir gagngerð endurskoðun á námsefni
menntaskólanna og er þess að vænta, að að henni
lokinni verði gerðar veigamiklar breytingar þar á,
meðal annars með fjölgun námsgreina og auknu
valfrelsi í námi. Þá hefur verið ákveðið að stækka
Menntaskólann á Laugarvatni um helming.
Menntaskólinn í Reykjavík er Iöngu orðinn of
lítill fyrir þá starfsemi, sem þar fer fram. Veru-
leg úrbót fékkst þó á síðastliðnu hausti, er tekið
var í notkun nýtt hús með sérkennslustofum. Batn-
aði þá öll aðstaða kennara og nemenda til muna.
. Undirbúningur byggingar nýs menntaskóla í
Reykjavík stendur yfir og mun bygging hans að
sjálfsögðu hefjast, er nauðsynlegum undirbúnings
störfum er lokið og lagaheimild fengin.
Fyrirsjáanlegt er að sá skóli verður skamm-
góður 'vermir og verður því áður en langt um líður
að hefja byggingu þriðja menntaskólans í Reykja-
vík eða nágrenni. Öllum ber saman um, að í vænd-
um sé stórf jölgun nemenda á menntaskólastigi og
ríkir skilningur hjá ráðamönnum menntamála á
að gera verði ráðstafanir til að mæta þeirri þróun.
Mjög hefur verið rætt um byggingu mennta-
skóla á ísafirði og á Austurlandi. Sem heiman-
gönguskólar kæmu þeir aðeins fáum að gagni, en
sem heimavistarskólar gætu þeir þjónað sínum
landshlutum vel og raunar landinu öllu um leið,
enda rísa slíkir skólar vafalaust eystra og vestra
áður en mörg ár líða.
Þjóðfélag 'vorra tíma er tækniþjóðfélag, þar
sem menntun er arðbærasta fjárfesting einstakl-
inga jafnt sem opinberra aðila. Tæknin krefst auk-
innar sérhæfingar og aukin sérhæfing fæst aðeins
með aukinni menntun. Ekki má þó einblína svo á
tæknimenntun að efling hennar verði á kostnað
annarra gr eina, heldur verður að þræða hið gullna
meðalhóf i þessum efnum sem öðrum.
£ 21. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Gömlu
lögin
Þau Svala Nielscn og Guðmundur Guðjóns
lögin“ í þæitinum „Hvað er svo glatt . . . ?“
Moravek leikur á harmonikuna. Þetta eru
Ammendrup.
son eru þarna á myndinni að syngja „gömln
er kemur í Ríkisútvarpinu í kvöld. Jaa
lögin frá 1919. Stjórnandi þáttarins er Tage
4
EinangrunargTer
Framleitt einungis úr
úrvalsgleri. - 5 ára ábyrgð.
Pantiff túnanlega.
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57 — Siml 23200.
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar
vega vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í
lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra
fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 4.
ársfjórðungs 1964, svo og söluskatt eldri tíma, stöðvaður,
þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöld-
um, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði.
Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full
skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
20. febrúár 1965.
Sigurjón Sigurðsson.
Kvæðasafn
Einars Benediktssonar
gefið út í tilefni aldarafmælis
skáldsins
er virðuleg tækifærisgjöf.
Útgáfufélagið Bragi
Bræðraborgarstíg 7
Sími 21557.
V