Alþýðublaðið - 21.02.1965, Blaðsíða 8
V
3 NÝIR HÁSKÚLAR
Á NÆSTU 25 ÁRUM
ma*
hefur verið -samþykkt stofnun
þriðja háskólans í Óðinsvéum,
og áætlað er að setja upp þrjá
háskóla til Viðbótar á næstu
20-25 árum. Starfar sérstök
skipulagsnefnd fyrir æðri
menntun og eiga sæti í henni
menn og konur úr ýmsum grein-
um dansks þjóðlífs. Hefur ver-
ið fyrir ráðið lagt „að binda sig
ekki um of við menntunarform
liðinna tíma eða samtíðarinnar
og hugsa ekki eingöngu um há-
skóla, heldur einnig önnur form
æðri menntunar.
í öðrum greinum framhalds-
menntunar hafa Danir mikil á-
form, að því er ráðherrann seg-
ir frá. Norðan við Kaupmanna-
höfn er verið að reisa bygging-
ar fyrir verkfræðiháskóla, og
verður varið til þeirra 500 millj-
ónum fram til 1980 ,og líklega
öðrum 500 milljónum eftir það.
Er þetta ein stærsta fram-
kvæmd, sem hið opinbera stend-
ur að í Danmörku. Er á þennan
hátt verið að umbylta allri að-
stöðu til tæknimenntunar. Sam-
tímis er verið að stofna nýjan
tæknifræðingaskóla og bæta
skilyrði í fleiri greinum.
— Hvað er að frétta af rann-
sóknarmálum í Danmörku?
Andersen svarar með því að
minna á, að stórfé sé nú þegar
varið til ýmiss konar rannsókna,
bæði af hálfu opinberra aðila
og einkafyrirtækja. Nú er ætl-
unin að fá glöggt yfirlit yfir
rannsóknarstarfið og samræma
það eftir því sem kostur er.
Hefur verið skipað rannsóknar-
ráð, sem á að hafa forustu í
þeim efnum, beina rannsóknum
að nauðsynlegustu verkefnum
og skapa tengsl vísindamanna
og stjórnmálamanna.
Að lokum nefnir ráðherrann
áframhaldandi nám eftir að
skólagöngu lýkur og telur, að
í framtíðinni verði nauðsynlegt
að gera fólki kleift að halda á-
fram að nema á einn eða ann-
an hátt alla ævina. Hingað til
hefur í Danmörku verið lögð
mest rækt við að veita ófaglærðu
verkafólki tækifæri til að læra
og bæta þannig aðstöðu sína i
lífsbaráttunni. Nú er einnig
hugsað um faglært fólk, konur
og jafnvel háskólagengna nem-
endur og verkfræðinga. Allir
þurfa á einn eða annan hátt að
fyigjast með tímanum og halda
menntun sinni við eða auka
hana.
Þetta svið fræðslumálanna tel-
ur K. B. Andersen vera mjög
mikilvægt og spáir því, að í
framtíðinni verði lögð mun
meiri áherzla á það en hingað
til hefur verið gert.
Leikstjórinn Piérre Étaiz.
Pierre Étaix er franskur kvik-
myndagerðarmaður og leikari.
Hann er fæddur 1928 og er nú
meðal þekktustu listamanna kvik
myndarinnar í Frakklandi. Eftir
hann liggja þessar m.vndir: Rup-
ture (Slitur), Heureux anniver-
saire (Til hamingju með brúð-
kaupsdaginn), Le soupirant (Sá
andvarpandi maður), Insomnie
(Svefnleysi), Nous nirons plus au
bois, (Við förum ekki íramar út
í skóg), og loks Trúðurinn Jo-
Jo. Engin mynd eftir Pierre
Étaix hefur verið sýnd hér á
landi.
Étaix er lítið þekktur á Norð-
urlöndum utan í Danmörku, þar
sem Le soupirant Var sýnd við
ágætar undirtektir. En Étaix er
mjög kunnur í Frakklandi og er
honum líkt við Chaplin og Bus-
ter Keaton. Aftur á móti er
leikur. hans ekkert svipaður
Sirkusfíllinn bjargar Jó-jó tvisvar
bjarga honum út úr hallarveizhunti
K. B. ANDERSEN
í SKÓLAMÁLUM verðum
við að láta okkur lynda að búa
við mörg óleyst vandamál á
næstunni, sagði K. B. Andersen.
Hann kvað þetta ekki stafa af
vanrækslu liðinna kynslóða, held
ur hafði þróun hins menntaða
þjóðfélags orðið svo hröð, að
engan gat 'órað fyrir. Þjóðir
okkar liafi nú bæði vilja og
getu til stöðugra framfara á
þessu sviði, og aðeins staðnað
þjóðfélag geti „leyst” endan-
lega öll vandamál á þessu sviði.
K.B. — eins og hann er kall-
aður, — er ungur stjórnmála-
maður, leiftrandi af áhuga og
fjöri og fullur hugsjóna. Hann
var forsvarsmaður danskra jafn-
aðarmanna. Andersen er fimm-
tugur að aldri og cand. polit
að menntun. Hann starfaði um
skeið við danska útvarpið og
var eftir það skólastjóri í Hró-
arskeldu. Þingmaður hefur
hann verið síðan 1957.
K. B. Andersen er á góðri
leið með að skipa sér í sérstak-
an sess í hugum Ísíendingai
sökum þess, hvernig hann hefur
haldið á handritamálinu. Um
það ræddi hann við blaðamenn,
er hann kom til landsins til að
sitja fundi Norðurlandaráðs, en
Alþýðublaðið leitaði einnig til
hans um horfur í kennslumál-
um Danmerkur almennt.
Verkefni okkar á síðustu ár-
um hefur verið að fylgjast með
hinni hröðu þróun fræðslumál-
anna, sagði ráðherrann. Nú rík-
ir í Danmörku betri skilningur
á þörf menntunar en áður yar,
og munu fleiri hafa ráð á að
senda börn sín til framhalds-
náms. Við höfum því átt fullt í
fangi að meta kröfur tímans og
geta um leið hugsað örlítið til
framtíðarinnar.
Það er skoðun okkar, að skóla-
skyldu beri að lengja í 9 ár,
sagði K. B. Andersen ennfrem-
ur. Hins vegar erum við ekki
á sömu skoðun og hin Norður-
löndin um, hvernig framkvæma
eigi lenginguna og hvar hún
eigi að verða. Kennaraskortur
er nokkur í Danmörku og hefur
verið. Nú munu um 2.000 stöð-
ur standa auðar, en sé tekið til
ýmissa aðgerða, sem gripið hef-
ur verið til svo að kennaraliðið
nýttist sem bezt, er raunveru-
legur skortur 6-7 000. Við höf-
um nú lagt fram tillögur um
ráðstafanir til að fjölga kenn-
arastéttinni, enda er talið að
hún þurfi að tvöfaldast að mann-
afla fyrir 1980.
Um menntaskóla sagði And-
ersen, að ekki færu nema 9-
10% hvers aldursflokks þá leið
í Danmörku, og væri það minna
en á hinum Norðurlöndunum.
Hins vegar væri um aðrar leið-
ir til framhaldsmenntunar að
ræða og væru þessi mál nú öll
til íhugunar. Að vísu hefðu ver-
ið sett ný lög um menntaskóla
1958, en þau væru nú fyrst að
komast í framkvæmd fyrir alla
bekki, svo að enn væri lítil
reynsla fengin af þeim.
Andersen kvaðst telja var-
hugavert að gera menntaskól-
ana of einhliða með því að
skipta þeim í margar sérdeild-
ir, sem legðu höfuðáherzlu á
einstakar greinar. í framtíðinni
munu allir fullorðnir hafa ein-
hverja framhaldsmenntun, enda
mun erfitt að komast áfram í
þjóðfélagi vísindanna án mennt-
unar, sem byggja megi á frek-
ara sérnám. Sérstaklega þarf
að leggja áherzlu á að kenna
nemendum að afla sér sjálfir
frekari menntunar og nota þau
menntunartæki, sem standa al-
menningi opin.
í Danmörku eru nú tveir há-
skólar í Kaupmannahöfn og Ár-
ósum, en Danir eiga að jafn-
aði ekki við verkfræðiskóla,
þegar þeir tala um háskóla. Nú
Viðtal v/ð K. B. Anderseni,
fræðslumálaráðherra Dana
$ 21. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ