Alþýðublaðið - 21.02.1965, Side 10
Málshöfðun
Frh. af 6. sfðtt.
að kjarnanum í umræðunum.
Þó að innan kirkjunnar og meðal
íhaldsafla finnist margir, sem
snúast gegn nútímabókmennt-
um og krefjist takmarkana á
höfundum og öðrum listamönn-
lim, hafa umræður um þetta mál
sýnt, að langsamlegur meiri-
hluti fólks tjellur ’jmálsifcnina!
gegn Salama ósanngjarna. Telja
menn, að afnema eigi eða end-
urskoða þá lagagrein, sem dóms-
málaráðherrann byggir máls-
höfðunina á, eins og svo margar
aðrar greinar í hinum 75 ára
gömlu hegningarlögum.
Og ekki hefur farið hjá því,
að mótmælin hafi haft áhrif á
ákæruvaldið. Ríkissaksóknarinn
Nils-Erek Segercrantz, sem
samdi ákæruskjalið, hefur fund-
ið annan lagaparagraf, sem legg-
ur hæst sex mánaða fangelsi
eða sektir allt að 200 mörkum
við því að hæðast að guðs heil-
Bgu orði.
Það er ríkjandi skoðun, að Sa-
lama muni fá mildan dóm, ef
undirréttur telur hann sekan —
sennilega aðeins sektir. Sjálfur
íhyggst Salama ekki verja sig,
er hann kemur fyrir rétt, og
hann hefur heldur ekki ráðið
sér lögfræðing til þess. Vörnina
læt ég eftir réttar-samvizkunni
segir hann.
Fýrir útgefandanum stendur
málið þannig, að sé hann fund-
inn sekur og dæmdur til að láta
af hendi gróða sinn af bókinni,
er ekki um neitt smáræði að
ræða. í byrjun var upplag bók-
arinnar ekki stórt, en eftir á-
rás erkibiskups, eftir aðgerðir
íhaldsþingmannanna — og ekki
sízt eftir ákvörðun dómsmálaráð-
herrans um að höfða mál gegn
höfundinum, komst bókin upp í
350.000 eintök á núll komma núll.
\ Nú er bókin uppseld, og útgef-
andin.n hefur flýtt sér að láta
þrenta aftur 50.000 eintök.
— Fyrirgefið þeim, Hannu Sa-
lama, því að þeir vita ekki, hvað
þeir géra, stóð á spjaldi, sem
róttækir unglingar báru í mót-
mælagöngu út af málinu. Rithöf-
undasambandið hefur líka mót-
mælt kröftuglega og haldið því
fram, að menningarlíf geti að-
eins þróast í andrúmslofti frels-
is og umburðarlyndis. Og prest-
ur nokkur er ef til vill sá, sem
næst hefur komizt sannleikan-
um, er hann segir: Guð þarfn-
ast þess ekki að fá æru sína
endurreista í borgardómi Hels-
inkiborgar. I
Sameining Evrópu
•
Fvamhald af síðu 7.
skeiðið var mjög vel skipulagt
og fór einkar vel fram. Ef til vill
má segja að dagskráin hafi verið
of ströng, þannig að ekki gafst
nógur tími til að þátttakendur
gætu kynnzt hvor öðrum. Fyrir-
lestrararnir voru allir nema einn
fluttir á frönsku, en þeir voru
jafnóðum túlkaðir yfir á ensku.
Að loknum hverjum fyrirlestri
var okkur gefið tækifæri til að
spyrja fyrirlesarann og var það
notað óspart.
Það sem vakti mesta aðdáun og
verður þáttakendum ógleyman-
legast var „Svissneska þjóðarsýn
ingin“ í Lausanne. Sýning þessi
hefur verið haldin með 25 ára
millibili, og er þetta þriðja skipt-
ið. Kjarni sýningarinnar er „Veg
ur Sviss“, en þar var sýnd saga
landsins frá upphafi til þessa
dags. Sýningin er mjög stór og
er sagt að þrjá daga taki að skoða
hana alla.
Athyglisverðast við námskeið
þetta er ef til vill hve hópur-
inn, sem þarna dvaldi, var sam-
heldinn, þarna voru fulltrúar
hinna ólíkustu þjóða Evrópu, en
þarna sameinuðust allir í einn
órjúfanlegan hóp. Þannig verður
þaff ef til vill í framtíðinni, að
Evrópa sameinast og námskeið
sem þetta ýta undir þá þróun.
Þörf á . . .
Framhald af 7. síðu.
e'r það vitaskuld ungum íslenzk-
um áhugamönnum um stjórnmál
þýðingarmikið að kynna sér t.d.
utanríkisstefnu Svía eða leitast
við að gera sér grein fyrir finn-
skri utanríkispólifík og áhrifum
hennar á utanríkisstefnu hinna
Norðurlandaríkjanna. Þá rikir og
mikill ókunnugleiki meðal ungs
fólks hér á landi um málefni
hinna ýmsu Norðurlandaþjóða,
i einkum þó Finna, og skal þó einn
ig játað, að hið sama gildir og
um þessar þjóðir gagnvart okk-
ur.
Norðurlandaþjóðirnar búa í
raun á einu og sama heimilinu
og eru hver annarri ótrúlega
mikið háðar. Þessu verður unga
íólkið hér á landi að gera sér
grein fyrir. Vitaskuld eigum við
ekki að láta sitja við norræn sam
skipti ein saman, auðvitað eigum
við að hafa beint samband við
meginlöndin miklu í austri og í
vestri. En sambýlismenn, sem
eiga svo mikið hver undir öðrum,
verða að þekkjast gjörla. Þess
vegna verður unga fólkið á ís-
landi að taka upp aukin kynni af
jafnöldrum sínum á hinum Norð-
urlöndunum.
SMUBSTðÐIR
Sætúni 4 • Sími 16-2-2?
BiUlna tf amnrðor tliótt og ní
•®Unni aUw «ectmdir «f animdlo
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 - Sími 11043.
AÐALFUNDUR
Byggingarsamvinnufélags'starfsmanna ríkisstofnana verð-
ur haidinn í Baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti
fimmtudaginn 25. febrúar kl. 8,30 síðdegis.
DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf.
FÉLAGSSTJÓRNIN.
Auglýsingasíminn er 14906
r
SENDIFERÐABÍLLINN
ATH:
Þau fyrirtæki og eintaklingar, sem hafa hug á að kaupa TRABANT
fólks- eða sendiferðabíl fyrir sumarið, þurfa að leggja inn pantanir
sínar sem fyrst, ef tryggja á afgreiðslu í vor. — Getum afgreitt
nú þegar nokkra station-bíla iá hagkvæmu verði, en þeir munu
hækka nokkuð með næstu sendingu. Komið og skoðið TRABANT.
Kynnið yður verð og skilmála.
SÖLUUMBOÐ: Sími 19032 — 20070
BÍLASALA GUÐMUNDAR, Bergþórugötu 3
KOSTAR AÐEINS
72.000 kr.
OG ER YFIR 50% ÓDÝRARI EN NÆSTI VERÐ-
FLOKKUR SAMBÆRILEGRA BÍLA
* KOMIÐ
* SKOÐIÐ
* KYNNIÐ
YÐUR VERÐ
OG SKILMÁLA
BÍLARNIR VERÐA
TIL SÝNIS HJÁ
BÍLASÖLU
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3.
EINKAUMBOÐ: Sími 19655
INGVAR HELGASON, Tryggvagötu 6
tl.lO 21-íebrúar 1965 — alþýðublaðið