Alþýðublaðið - 21.02.1965, Page 4
Handtak
Myndin er úr kvikmyndinni Ðavíð og Lísa, sem
undanfarið hefur verlð sýnd I Bæjarbíói í Hafn-
arfirði. — Hún hefur lilotið einstaklega góða
flóma, fjallar um geðveil og geðbiluð börn og unglinga. Drengurinn
á myndinni, Davið, þolir ekki að hann sé snertur. Myndin sýnir er
#4iann yfirstígur þennan afbrigðileika sinn og réttir stúlkunni, Lísu,
■‘fiöndina, en um svipað leyti hafði rofað til í hennar hugskoti líka.
Tek a3 mér hvers konar þýðingar
úr og á ensku.
Eyjólfur K. Sigurjónsson
EIÐUR GUÐNASON,
llggiltur dómtúlkur og skjal*
þýSandi.
Skipholtl 51 — Sfmi 32933.
Ragnar A. Magnússon
Flókagötu 65, 1. hæð, sími 17903
Löggiltir endurskoðendur
Pússningarsandur
Heimkeyrður pússningarsandur
og vikursandur, sigtaður eða
ósigtaður við húsdyrnar eða
kominn upp á hvaða hæð sem
er, eftir óskum kaupenda.
SANDSALAN sf. við Elliðavog.
Sími 41930.
'Þórscafé
&
Hiéibarðflvíðflerðir
OPID ALLA DAOA
(UKA LAUÚAftDAflA
OQSUNNUDACA)
FRAKL.eTU.2Z.
CáamívinaQSófan tdl
í&jSlld 3$, rvyVjnvík.
Pfanóstillingar
og viðgerðir
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON
hljóðfæraverkstæðl.
Langholtsvegl 51.
Sírni 3 60 81 milli kl. 10 og 12.
Minningarorð:
ÁSGEIR EGGERTSSON
Fæddur 5. maí 1885 — Dáinn 14. febrúar 1965
Á morgun verður til moldar
borinn Ásgeir Eggertsson frá
Skógargerði í Húsavík. Hann
var einn eftir lifandi þeirra
Skógargerðissystkina, en þau
lifðu allan sinn aldur í Húsavík
og voru þar af öllum vellátin og
vinamörg. í Húsavík dvaldist
Ásgeir einnig nálega allan sinn
mikla starfsdag, því að hann var
kominn fast að sjötugu, er hann
fiuttist til Reykjavikur og bjó
þar siðustu æviárin.
Ásgeir var einn af fyrstu nem-
endunum, sem sat að námi í
Lýðskóla Benedikts Björnsson-
ar, en sá skóll var stofnaður
haustið 1906. Reyndist hann þar.
traustur námsmaður. Hann varð
sjómaður á ungum aldri og sett-
UM HELGINA
Framhald af 5. síðu.
fræðingar hafa verið fengnir, og
bandariska verkfræðifirmað Har-
za Engineering Co. hefur gert
nákvæmar athuganir á Búrfelli
og Dettifossi. Benda þessar at-
huganir eindregið til þess, að
Búrfell væri hentugri sem næsta
virkjun og liefur athygli beinzt
að henni í vaxandi mæli.
Virkjun eins fljóts er að sjálf.
sögðu tæknilegt verk og sérfræð-
ingar á því sviði dómbærastir um
allt, sem slíku verki viðkemur.
Þó er jafnan fjöldi atriða, þar
sem meta verður, hvaða tölum á
að reikna með, og kemur jafnvel
færustu verkfræðingum oft ekki
saman um slíkt mat. Þetta hefur
nú gerzt, er Sigurður Thorodd-
sen heldur fram sinni eigin liug-
mynd um virkjun Þjórsár, en
raforkumálastjórnin og Harza
halda fram annarri lausn. Verða
ráðamenn stjórnmálaflokkanna
að ákveða, hvorum þeir treysta
betur í þessu máli, og verður
vafalaust hlustað á alla aðila og
spurt um margt, áður en sú á-
kvörðun verður tekin. Það sýnir
nokkurn mun á vinnubrögðum,
að kommúnistar hlusta aðeins á
sinn mann og taka svo afstöðu
eða tóku þeir afstöðuna áður
en þeir vissu um álit hans?
ist við nám í Stýrimannaskólan-
um árið 1918, en varð að hverfa
þaðan próflaus um vorið vegna
veikinda, en um líkt leyti and-
aðist faðir hans, Eggert í Skóg-
argerði, og varð þá Ásgeir fyrir-
vinna heimilisins og fór því
ekki til frekara náms. En svo
vel hafði hann tileinkað sér
námið, þann tíma, sem hann gat
stundað það, að um fjölda ára
kenndi hann sjómönnum undir
vélstjóra- og stýrimannapróf og
þótti glöggur og góður kennari.
Eins og fleiri Húsvikingar stund-
aði hann jöfnum höndum sjó-
mennsku og landvinnu og hvort
tveggja af trúmennsku og alúð,
enda traustur á hverju, sem
hann tók. Nokkurn þátt tók hann
í félagsmálum í Húsavík og var
livarvetna tillögugóður. Hann
var ötull samvinnumaður og einn
af ákveðnustu fylgjendum Al-
þýðuflokksins í Húsavík og löng-
um í stjórn flokksfélagsins þar.
Árið 1930 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Guðrúnu
Þorleifsdóttur og var hjónaband
þeirra með ágætum, enda bæði
hjónin sérlega vönduð til orðs
og æðis. Þau tóku sér kjördótt-
ur, Ólöfu, og var Ásgeir henni
sannur faðir og börnum hennar
blíður og umhyggjusamur afi.
Hefur fjölskyldan nú mikið
misst. En minningin um góðan
dreng mun ætíð verða til hug-
arléttis. Um leið og ég kvað þig,
HLUTAVELTA
í Breiðfirðingabúð í dag kl. 2.
Aldrei hefur annar eins aragrúi góð ra muna safnast á hlutaveltu.
Ekkerl happdrætti - Ekkert núll - Vinningur f hverjum drætti
Húsgögnin og stærri vinningarnir keyrðir heim að kostnaðarlausu.
í fyrra seldist upp á 5 tímum og miklu færri komust að en vildu.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM.
kæri frændi og vinur, færi ég
þér alúðarþaEkir allrar fjöl-
skyldu minnar fyrir innilegt sam
býli, um skeið, og órofa vin-
áttu, sem aldrei bar skugga á.
Þú varst hljóðlátur og stilltur
og í návist þinni var ætíð ljúft
að vera.
Axel Benediktsson.
Útflutningur
Framh. af bls. 1.
670 milljónum 1963. Þetta gefi
hins vegar ekki rétta mynd af á-
standinu, því 1964 hafi verið keypt
skip og flugvélar fyrir 950 millj-
ónir, þar af tvær flugvélar Loft-
lciða fyrir 435 milljónir. Fiski-
skip voru fiutt inn fyrir 391 millj-
ón. Er þetta 570 milljón króna
meiri innflutningur skipa og flug-
véla en var 1963, en það ár var
þó yfir meðallagi. Ef þetta- er
talið frá jókst innflutningur á
árinu aðeins um 8%, mun minna
en útflutningurinn.
Bankastjórinn segir, að margt
bendi til að greiðsluhallinn á
viðskiptum með vörur og þjónustu
hafi í heild verið innan við 300
milljónir, lítið eitt meiri en 1963
þrátt fyrir mikil skipa og flug-
vélakaup. Þar eð mikið af skipa
og flugvélakaupum voru lánsvið-
skipti kom greiðsluhallinn ekki
fram í gjaldeyrisstöðu bankanna,
en hún batnaði um 281 milljón
og stutt vörukaupalán lækkuðu
um 78 milljónir. Heildarlán til
langs tíma námu 880 milljónum,
og þar af voru lán einkaaðila um
740 milljónir. Útistandandi lán
opinberra aðila lækkuðu um 90
milljónir, ný lán námu 140 milljón-
um og endurgreiðslur opinberra
lána 230 milljónum.
í fréttatilkynningunni segir, að
mun hagstæðara hlutfall hafi ver-
ið milli innlána og útlána bank-
anna en á árinu 1964. Sparifjár-
aulcning varð 715 milljónir en var
1963 724 milljónir. Veltilán bank-
anna jukust um 314 milljónir en
lækkuðu um 64 milljónir 1963. —
Varð þetta til þess að staða banka
og sparisjóða gagnvart Seðlabank-
anum batnaði um 400 milljónir á
árinu. Þetta hefði svo leitt til
þess að greiðslugeta almennings,
fyrirtækja og banka hefði verið
mun meiri í árslok 1964 en 1963.
Afstaða ríkissjóðs til Seðlabank-
ans versnaði um 170 milljónir á
árinu. Á fyrra helmingi ársins var
greidd úr ríkissjóði mikil f járhags
aðstoð til útgerðarinnar, en tekj-
ur til að vega á móti komu hins
vegar ekki fyrr en seint á árinu
og þá bættust ný útgjöld á ríkis-
sjóð vegna aukinna niðurgreiðslna.
í lok fréttatilkynningarinnar
er bent á, að nýjar hættur séu
fólgnar í aukningu greiðsluget-
unnar og peningamagnsins, en
jafnframt sagt, að þær hættur
hafi enn ekki komið fram í óhóf-
legri fjárfestingaraukningu eða
innflutningsaukningu, og hið
aukna traust, sem þetta, beri vott
um, sé vafalaust.ekki sízt að þakka
bættu ástandi á vinnumarkaðnum
eftir júnísamkomulagið, og meiri
trú manna á stöðugt verðlag á
næstunni og hafi það átt sinn þátt
í þeirri vaxtalækkun, sem fram-
kvæmd var um síðastliðin áramót.
4 21. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ