Alþýðublaðið - 21.02.1965, Side 3

Alþýðublaðið - 21.02.1965, Side 3
MÍUtMMtMMMMMMMMMHIMMMIMMMHWmWMMMMMMMtMMMMHIItMMMHIIMMHMUHMMI iMMMMIMMMMMMMMMIMIMIMMMMIMMMMMI RÓMVERJAR Will Durant: Rómaveldi Síðara bindi. Jónas Kristj- ánsson íslenzkaði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1964. Rómverjasaga Will Durants, sem Menningarsjóður hefur nú gefið út á tveimur árum, er þáttur úr miklu söguverki, al- hliða alþýðlegri menningarsögu Vesturlanda, sem höfundurinn hefur varið hálfri ævi sinni til að skrifa. Hann hófst handa fyrir 1930, og kom fyrsta bind- ið út árið 1935.Það fjallar um Austurlönd en síðari bindi hvert af öðru um Grikki, Róm- verja, miðaldir, endurreisnar- öld og siðaskipti, upphaf upp- lýsingaraldar og öld Lúðvíks XVI. Þar er sögunni komið í áttunda bindi, sem út kom 1963. The Story of Civilization nefnist verkið í heild, og mun enn að vænta lokabindis þess. Nema höfundur telji síðari tíma of nálæga söguritara til - að hann fái fjallað um þá með hæfilegu jafnaðargeði, ★ SAGA OG FRÆÐI. Will Durant stendur nú á áttræðu, fæddur 1885 í New Jersey. Hann lagði ungur stund á tungumál, guðfræði og heim- speki og lauk doktorsprófi í þeirri grein, fékkst síðan við kennslu og ritstörf og fyrir- lestrahald. Hann var róttækur í skoðunum, mikið ef ekki an- arkisti, og starfaði um skeið að ýmsum nýstárlegum tilraun- um í kennslumálum. Hefur reynsla hans af kennslu og fyr- irlestrum fyrir alþýðu efalaust orðið honum dýrmæt þegar hann hófst handa um söguritun sína. En Durant gerðist braut- ryðjandi alþýðlegrar sögugerð- ar um fræðileg efni sem síðan hefur mikið verið tíðkuð og við miklar vinsældir víða um lönd. Fyrsta bók hans af þessu tagi var The Story of Philosophy, alþýðleg heimspekisaga, læsi- leg eins og góð skáldsaga og virðist Ijúka upp ölium leynd- ardómum heimspekinnar fyrir lesanda sfnum. Hún varð eftir því vinsæl, kom fyrst út 1926, og er vist enn verið að gefa hana út. Síðan mun Durant ekki hafa þurft að hafa áhyggj- ur út af fjárhagsefnum, og tók hann nú að leggja niður fyrir sér hina miklu mannkynssögu sfna sem hann hefur unnið að síðan. Sagt er hann hafi farið einar þrjár hnattferðir til að kynnast söguslóðum sínum af eigin raun enda nýtur frásögnin hvarvetna sjóngáfu hans ásamt með innsæi góðs sögumanns: hæfileika til að bregða upp lif- andi lýsingu sögustaða, lands- lags og atvika,' og lifandi mann- lýsingu sögufólksins. Þessi sögu mannsgáfa Durants, fræði- mannleg vinnubrögð hans og afstaða til viðfangsefnisins móta sameiginlega alla sögurit- un hans. Hann er ekki frum- legur rannsóknari; hann er listfengur og víðsýnn sögumað- ur og kann að skemmta jafn- harðan og hann fræðir. Ævin- lega skilur hann sögu sína mannlegum skilningi og honum er ævinlega hugfast samhengi nútíðar og fortíðar, sér fortíð- ina í ljósi nútíðar. ★ SAGA OG LIST. 1 Þar sem Durant ræðir um sagnfræðinga fornaldar,- Livíus, Tacítus, Plútarchos, lýsir hann, beint og óbeint, skilningi sín- um á hlutverki góðs -sögu- manns og þar með sjálfrar sög- unnar. Sögumaðurinn er ekki siðaboðari; enginn siðapostuli □).Æ □J lf\£ ætti að fást við sagnaritun. — Það er ekki hans að ala upp áheyrendur sína, nota sér for- tíðina til viðvörunar eða eftir- dæmis. Mælskulist og heim- speki eru ekki einhlítar — þótt góð saga njóti beggja. Það er skylda söguritarans, segir hann um Plútarchos, að sýna hversu eðl og athafnir söguhetjunnar spretta upp af erfðum, um- hverfi og aðstæðum, og hversu eðlið breytist með þroska, ábyrgð og andstreymi. Og þessi athugun lýsir í sem stytztu máli hans eigin við- leitni í Rómverjasögunni. Rómverjar taka við arfi Grikkja, skapa heimsveldi og lieimsmenningu sem þeir skila kristinni kirkju miðaldanna. Caesar og Kristur eru skautin í þessari miklu sögu: milli þeirra stendur allt heimsríki keisaranna. Þessi sýn sögunnar er fræðilega grundvölluð í verki Durants, en hún er borin uppi af frásagnarlist hans, dramatiskri gáfu hans. Hún verður honum umgerð sam- felldrar lýsingar á mannlífi og menningu þúsund ára, afrek- um Rómverja og ófarnaði þeirra. Sagan sem uppmáluð mynd, sem sjónleikur með upphafi, stígandi, endi: þetta er aðferð Durants í Rómaveldi. Skilning- ur með yfirsýn er einkunnar- orð sögu hans og hróður henn- ar hversu tekst að sameina þetta tvennt, skapa sögunni dramatískt jafnvægi. Frásögn hans er fjölskrúðug, litrík, lif- andi, þar er heimsveldi og há- menning Rómaríkis séð í sam- hengi hversdagslífs og daglegr- ar iðju, ölduföll sögunnar í ör- lögum lifandi fólks. Það er þessi hæfileiki Durants að gera hvert. smáatriði sögunnar ná- lægt og lifandi fyrir sjónum lesandans um leið og fylgt er fram heildarsýn, heildarskiln- ingi efnisins sem gerir sögurit Marcus Árelíus. Líkneskja á Kapitólstorgi í Róm. hans þvílíkt kostaverk sem það er. ★ FRUMKVÆÐI OG FRAMTAK. Það er sagt að Rómaveldi hafi orðið mjög vinsæl bók hér á landi; og kom þar á daginn enn sem fyrr að djúpsett eru ráð Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Segir í formála bókar- innar að hún sé gefin út að frumkvæði Jónasar, en hann hafði „kynnzt þessu lesverki skömmu eftir útkomu þess og skjótlega hrifizt af orðsnilld höfundar, frjálslyndi hans og yfirsýn.” Rómaveldi er nú gef- ið út til raunar, og verður von- andi úr framhaldi útgáfunnar þegar svo vel hefur tekizt. Ekki sizt vegna þess að verkið virðist leika í höndum þýðandans, Jón- asar Kristjánssonar, og hefur því auðnazt fágætlega vandað- ur íslenzkur búningur. Eg þekki að visu ekki Rómverja- söguna á frummálinu og kann því ekki að dæma um ná- kvæmni þýðingarinnar í smá- atriðum. En íslenzki textinn er með þeim kostum gerr að þrá- sinnis staldrar maður í lestrin- um og spyr hvort þetta sé virki- lega svona haganlega orðað á öðru máli. Víkur þar enn að því að kunnátta móðurmálsins og vald á því er þýðanda nauðsyn- leg umfram allt annað. — Út- gerð verksins hefur líka lánazt vel af hendi forlagsins þótt skipting þess í tvo hluta sé vandræðalausn. Hún rýfur sam- hengi frásagnarinnar alveg ó- eðlilega og hennar vegna fer myndaskortur verksins og hin fátæklegu kort sem því fylgja á dreif. En óneitanlega er verk- ið meðfærilegra í útgáfu með þessum hætti og auk þess hæg- ara í hendi, og er líklega mest um það vert — þó seint vinn- ist björninn allur með sama lagi. — Ó.J. MMMIHMMMMMMMMMMMIMMMMMMIMIMMMMMMMMMV Útsvðr á ísafirði hækka um MPJo Musteri Castors og Pollux í Róm. MMVMT/eVöVK iMMIMMMMMMMMIMIMMMI MMMMMMMMMMMMVtMMMMMMMMMMM ísafirði, 19. febr. — BS. FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Isafjarð'ar var samþykkt á bæjar- stjómarfundi s.l. miðvikudag. — Áætluð útsvör eru kr. 11.352.000,00 og hafa þau hækkað um 10,78% frá áætlaðri upphæð ársins 1964. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- arinnar gjaldamegin er samt. kr. 23.815.000,00. Helztu gjaldaliðirnir eru þessir: Menntamál .... Lýðtrygging og lýðhjálp .... Vega- og skipu- lagsmál .... Stjórn bæjar- mála .......... Vatnsveitan .. Heilbrigðismál kr. 5 252.000,00 — 4.279.000,00 — 3.625.000,00 — 1.786.000,00 — 1.211.000,00 — 1.191.000,00 Framhald á 15. síðu. ALÞ.YÐUBLAÐIÐ - 21. febrúár 1965' >3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.