Alþýðublaðið - 21.02.1965, Page 9

Alþýðublaðið - 21.02.1965, Page 9
sinnum. Hér sést hann vera að T ÓMSTUNDABÚÐIN Aðalstræti Sími 24026 Nóatúni Sími 21901. Aðalstræti Sími 24026 Ný sending Bilofix. Bilofix er þroskandi uppeldisleikfang. Bilofix fæst í margskonar pakkningum. I Bilofix fást alltaf varahlutir. Ávallt það nýjasta frá þekktustu model- íyrirtækjum heimsins. TÓMSTUNDABÚÐIN Nóatúni Sími 21901. Trúöurinn \ a ■ þeirra; ef til vill er gerfið svip- að. En Étaix er aðeins hann sjálf- ur og einna gleggst kemur það fram í nýjustu mynd hans um trúðinn Jo-Jo. Og um hvað fjallar svo sú mynd. Fyrsti hluti hennar ger- ist á tímum þöglu kvikmyndar- innar, og sá hluti er látinn vera eins og þær; yfirdrifinn hraði og litir í svörtu og hvítu. Hér kynn- ist áhorfandinn gömlum milljóna mæringi, sem leiðist þessi ó- sköp. Aðeins mynd af unnustu hans fær hann til þess áð gleðj- ast. Og allt í einu kemur texti á hvíta tjaldinu og hljóðar hann svo: „Hvar skyldi hún vera nú?” Og nú er áhorfandinn leiddur inn í fjölleikahús, þar sem gamli milljónamæringurinn er einn að ,horfa á alla dýrðina og þar sér hann loks eftir öll þessi ár unn- ustu sína_og lítinn dreng; það er sonur hans. Og hann býður þeim til sín, en þau vilja ekki þekkj- ast það, en litli drengurinn fær að leika sér í höllinni og þar gleymir hann sér, unz fíll cirk- usins kippir honum út um glugg- ann. En gamli milljónamæringur- inn gaf honum að skilnaði leik- fangið Jo-Jo. Annar þáttur myndarinnar gerist svo í byrjun kreppurnnar 1929. Milljónerinn missir auðæfi sín, verður að yfirgefa höllina og hann ekur í sínum Rolls Ro- yce til fjölleikahúss, þar sem hann tekur að vinna. Á þessum tíma er talfilman komin til sög- unnar og þessi hluti myndarinn- ar er í tali og tónum. Þriðji hluti myndarinnar ger- ist svo á tímabilinu 1939 til þessa dags. Þá er drengurinn, sem sagt var frá í upphafi, orðinn full- orðinn og farinn að leika trúð. Hann ber nafnið Jo-Jo eftir leik- fanginu, sem honum hafði verið gefið. Hann á sér aðeins eina ósk, en hún er sú, að honum auðnist að kaupa höllina, þar sem hann lék sér í sem drengur. Og hann Vinnur frá morgni til kvölds og smátt og smátt tekst honum að afla sér nægilega mikils fjár til að kaupa hana, en þá vill enginn flytjast þangað með honum. Jo- Jo heldur samt gífurlega veizlu, þar sem hann býður öllum vin- um sínum. En í miðri veizlunni grípur hann óyndi, hann læðist á braut og aftur er það cirkus- fíllinn, sem bjargar honum; á baki hans ríður Jo-Jo mót frels- inu. Étaix teiknar hverja einustu mynd áður en hún er tekin, en hann segir, að hann í-eyni að eyða eins litlum tíma í það og hann get'; mestur tími færi auð- ✓ ✓ vitað í klippinguna; hún væri að- alatvinnan. Étaix hefur lýst hressilega frönskum kvikmyndahússgestum, hann segir að kvikmyndahúsin eigi mikla sök á hvernig komið sé; kvikmyndahússgestir setjist inn í bíó, þéir geti komið hve- nær sem er og byrji þá að horfa á mynd. sem þegar er búið að sýna til hálfs. Þetta segir Étaix að sé ófremdarástand og telur, að kvikmyndahús í Frakklandi ættu strax að taka upp ákveð- inn sýningartíma. Þeir, sem séð hafa myndina um trúðinn Jq-Jo, segja, að hún sé alveg makalaus. Listilega leik- in, fyndin og tragisk í senn. — Frumsýning myndarinnar fer fram í París 19. febr. og því er spáð, að nafn trúðsins Jo-Jo, verði komið á hvers manns var- ir að ári loknu. Frönsk kvik- myndagerðarlist hefur aftur unn- ið sigur. (Þýtt og endursagt). Afgreiðslumenn óskast FLXJGFÉLAG ÍSLANDS H.F. óskar að ráða mann til framtíðarstarfa á söluskrifstofu félagsins í Reykjavík. Einnig óskast menn til sumarstarfa á söluskriftofu og við farþegaafgreiðlu í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg. Mála- kunnáíra nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að geta hafið s\arf eigi síðar en 1. maí n.k. Umsóknarblöðum, sem fást á skrifstofum félagsins, sé skilað til starfsmannahalds fyrir 1. marz n.k. wtmt/s fft /C££A A/OA//? Tilkynning frá ríkisendurskoðuninni til vörzEumanna opinberra sjóða Með lögum nr. 20, 20. maí 1964, var ríkisendurskoðun- inni falið eftirlitið með opinberum sjóðum. Vörzlumenn þeirra eru því beðnir að senda henni ársreikninga sjóða þeirra, sem þeir hafa umsjá með, pr. 31. des. 1964, undir- ritaða af reikningshaldara og með áritun endurskoðenda, ósamt greinilegu nafni og heimilisfangi sínu. Ríkisendur skoðunin, 16. febrúar 1965. Auglýsingasiminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. febrúar 1965 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.