Alþýðublaðið - 21.02.1965, Side 6

Alþýðublaðið - 21.02.1965, Side 6
ALDREI á yirkum dögum kallaði dómari einn í Pottsville í Pennsyl- vaníu dóm bann, cr hann fyrir skemmstu kvað upp yfir Joseph nokkr- um Skripnek. Sá hafði verið handtekinn fyrir að veita viðnám við handtöku og ota byssu að lögreglunni. Hann fékk 90 daga fangelsi fyrir tiltækið, en þegar hann benti dómaranum á það grátandi, að þessi dómur sviptt hann hinu ágæta starfi sínu, ákvað dómarinn, að hann skyldi afplána refsinguna með því að sitja inni frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 22 níutíu sunnudaga í röð. — ★ — >AÐ var í einu af þessum nýju smáríkjum í svörtustu Afríku. Höfð- inginn í þorpi einu þurfti að taka á móti einum af frammámönnum frá höfuðborginn' sem átti að vigja þjóðveg, sem enn var ekki búið að leggja um héxaðið. Þetta var stórviðburður í sögu héraðsins — og höfðinginn bað hinn hátíðlega fi’ammámann að skrifa nafn sitt í gullna bók. — Ég kann því miður ekki að skrifa, viðurkenndi frammámað- urinn. — En hvað heitið þér? — Bahu-Bahu. — Gott, það er tvöfalt nafn. Setjið bara tvo krossa. Gullna bókin var opnuð, framámanninum réttur parker — og hann skrifaði. Höfðinginn starði dálítið undrandi á blaðið. — En þér settuð þrjá krossa, kæri Bahu-Bahu. Já, sagði framámaðurinn og kinkaði kolli. Ég vildi gjarna hafa titilinn minn með: Doktor Bahu-Bahu. Hárprúöur brúðgumi Þessi hárprúði ungi mað- ur heitir Michael Chaplin og er 18 ára að aldri, sonur Charlie Chaplin. Hann er hér að ganga burt frá skrif stofunni í bænum Moniai- ve í Dumfries-shire í Skot- landi, þar sem hann var gef- inn saman í hjónaband við brezku leikkonuna Patricia Johns, sem er 25 ára að aldri. — Þau höfðu reynt að ganga í hjónaband i' Barcélona í janúar, — en vegna þess hve Michael var ungur, neitaði faðir. hans honum um leyfi fyrir gift- ingunni. Þá fóru þau til Skotlands, bjuggu þar á bóndabæ ein um í tvær vikur og öðluðust þar með rétt til að ganga í hjónaband samkvæmt skozk úm lögum. Sjónarvottur að athöfninni sagði á eftir: — „Það var enginn giftingar- hringur og engin ytri merki geðshræringar — ekki einu sinni koss!” WtWWWWWWWWWM Malshöfðun fyrir guðlast HANN fór til tannlæknisins sins, sem var nýbúinn að smíða í hann falskar tennur. — Nú, hvernig gengur það svo? spurði tannlæknirinn. — Ekki alltof vel. Þér sögðuð, að falskar tennur væru eins og ekta tennur. — Já, og ég fæ ekki betur séð en þær séu alveg nákvæmlega eins .... ■— Já, en ég finn til í þeim . . . f — Þarna sjáið þér. Hvað sagði ég ekki. Alveg eins og ekta „Tukthús allt að fjórum árum fyrir hvern þann, sem opinber- lega spottar guð.” Svo hljóðandi lagagrein ein í finnskum lögum, sem Alexander III. staðfesti árið 1889. Paragrafnum hefur ekki verið beitt í Finnlandi í 30 ár, en nú hefur hann verið grafinn upp til þess að beita honum gegn einum af hinum ungu rithöfund- um Finna, Hannu Salama. í bók Eins og viff skýrðum frá fyrir skemmstu færffi Elízabet Bretlandsdrottning Haile Selassie, Ab- byssiníukeisara að gjöf mikinn og góffan hest, er hún var í opinberri heimsókn í Eþíópíu fyrir skemmstu. Eitt hiff merkilegasta viff hestinn — sem gjöf tiJ handa keisara — var nafniff: Robes- pierre, nafniff á einum blóffugasta byltingarmann inum í Frakklandi á sínum tima. Þetta er hins vegar gagnmerkur hestur og einn af forfeffrum hans er hinn frægi hestur „Nimbus”, sem vann Derbyhlaupiff 1949. Hér sjást keisarinn og drottningin aff horfa á þennan góffa grip. sinni „Juhannustanssit” — Mið- sumarsdansinn — sem kom út á sl. hausti og fékk yfirleitt góða dóma hjá gagnrýnendum, lætur hann einn fordrukkinn dóna og sífullan, sem er fullur upp með fyrirlitningu á sinni eigin synd, skopstæla prédikun, þar sem hann ýjar í þá áttina, að Jesús hafi verið karakterlaus og mis- heppnuð persóna, sem ekki hafi verið hafin yfir kynóra. Við hlið höfundai’ins á ákæru- bekknum verður K. Reenpaá, forstjóri Otava bókaútgáfunnar, sem gaf bókina út. Það er erkibiskupinn af Finn- landi, Martii Simojoki, sem fyrstur gerði harða hríð að Han- nu Salama og fékk sú árás öfl- ugan stuðning af kröftugum mótmælum frá kirkjulegum og íhaldssömum aðilum. Niðurstað- an varð sú, að dómsmálaráð- herrann, J. O. Söderhjelm, upp lýsti um miðjan janúar í ríkis- deginum, að hann hefði gefið skipun um að hefja mál á hend- ur Salama. Dómsmálaráðherrann tók þessa ákvörðun eftir að nokkrir ihaldsþingmenn með Margit Borg-Sundam í broddi fylkingar höfðu spurt ráðherr- ann, hvort honum væri það ljóst, að í blóra við lögin hefðu verið gefnar út guðsspottandi bók- menntir í Finnlandi. Frú Borg- Sundam er 62 ára að aldri og meðlimur í siðvæðingarhrey|- ingunni. Jahnes Virolainen, foi’sætis- ráðherra, taldi síðan nauðsynlegt að lýsa yfir, að það hefði ekki verið ósk ríkisstjórnarinnar áð hefja mál á hendur Salama. Það væi’i dómsmálai’áðuneytið, sem hefði hafið aðgerðir algjörlega á lögfræðilegum grundvelli. — Forsætisráðherrann sagði einn- ig, að rikisstjórnin mundi taka til athugunar, hvort yfirleitt væri ástæða til að vaka yfir bók- menntum og listum með aðstoð refsilaga. Og svo er þetta atriði orðið Framhald á 10. síðu. MWWMWMMMMMMWWMIMWMMMV ÍKvikmyndaleikarinn Burt Lancaster hef- ur tjáff sig fúsan til aff koma fram í eigin per- sónu í nokkrum amerískum kvikmyndahúsum. — Þaff geri ég eingöngu af þakklæti í garff framleiffanda hinnar nýju myndar minn- ar, „The Train.” Hann var mér ákaflega góff ur á meffan á myndatökunni stóff. Hann greiddi mér góff laun og sá um, aff prósent- urnar mínar væru rétt reiknaffar út. Hann var mér eins og faffir. — En hver er hann þá þessi dásemdar framleiffandi? spurði einn þeirra, sem hlust- uffu á lofgerffina. — Burt Lancaster, svaraði Ieikarinn þurr- Iega. ammmmmmmmmmmmmmmmmhMmw £ 21. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAOIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.