Alþýðublaðið - 21.02.1965, Side 7
Unga fólkið vill
sameina Evrópu
eftir Geir Gunnlaugsson stúd. polyt.
I I ™ Þjálfi er heiti á umræðuklúbbi, sem nokkrir ungir jafnaSarmenn hafa með
I I Ul Í J » * W sér. Bjóða þeir til sín ýmsum mönnum til viðræðna um innlend og er-
, • ^-Ijf lend stjórnmál. Meðan Norðurlandarráð sat á fundum hér, notuðu Þjálfar
I r * 10,1 í O menn tækifærið og buðu norska þing skörungnum Nils Hönsvald til rabb
fundar, og hafði hann frá mörgu að segja um norsk og norræn stjórnmál.
Á myndinni sjást frá vinstri Björgvin Vilmundars on varaformaður Þjálfa, Nils Hönsvald og Unnar
Stefánsson, formaður Þjálfa.
Þörf á auknum kynn-
um norrænnar æsku
UM síðastliðin mánaðamót var
ég sendur af stjórn Sambands
ungra jafnaðarmanna til að sitja
fund forystumanna æskulýðssam
taka norrænna jafnaðarmanna og
jafnframt stjórnarfund í æsku-
lýðssambandi okkar (Nordens
soeialdemokratiske ungdom). —
Fundur þessi var haldinn í Kaup
mannahöfn, stóð 4 daga og tókst
hið bezta.
Meðal þess, er rætt var á fund-
inum, var norrænt samstarf, en
það mál virtist mér bæði þá og
síðar vera talsvert ofar á baugi
hjá almenningi og stjórnmála-
mönnum þar ytra en manni virð-
ist það yfirleitt vera hér heima.
Fékk ég ekki betur séð en lagt
væri hið mesta kapp á að efla
það sem mest og á sem flestum
sviðum. Talsvert •kom mér á ó-
vart að hugmyndirnar um nor-
rænt tollabandalag og varnar-
bandalag, svo að dæmi séu tekin,
virtust lifa góðu lífi óg þó nokkr-
ar iíkur taldar til að þær yrði
unnt að framkvæma þegar öðru-
vísi yrði umhorfs í heiminum. Þá
kom einnig glögglega fram óþol
manna vegna þess að norrænt
samstarf er ekki lengra komið en
raun ber vitni og varð ég vitni
þeirra skoðana síðar, að ef til
vill kæmist norrænt samstarf
ekki í hinn æskilega farveg fyrr
en liin unga kynslóð nútímans
hefur öðlazt enn meiri ráð í lönd
um sínum. Og var sú skoðun ekki
frá ungum mönnum komin. En
höfundar hennar töldu ungu
mennina hafa einlægari hugsjón
til að bera í þessu efni, minni
fordóma og meiri kjark. En hvað
sem einlægum hugsjónum liður
er norrænu samstarfi áreiðanlega
þó nokkur takmörk sett, eins og
reyndar kom greinilega fram á
nýafstöðnum fundi Norðurlanda
ráðs í Reykjavík.
Að unga fólkið eigi sér ein-
lægari samvinnuhugsjón en hinir
eldri verður ekki séð hér á landi.
Ungt fólk á íslandi, sem áhuga
hefur fyrir utanríkismálum, hug-
leiðir ekki svo mjög norrænt
samstarf sé möguleika þess til
lausnar á ýmsum aðkallandi
vandamálum. Ungt fólk hér virð-
ist hafa mestan áhuga fyrir að
kynna sér ýmist vestrænt eða
austrænt samstarf. Unga fólkið
fer ýmist í stórar hópferðir til
Austur-Evrópu eða til Ameríku
eða Vestur-Evrópu. Hundruð
ungra manna þekkja nú til dæm-
ís nákvæmlega skrifstofubygg-
íngar Atlantshafsbandalagsins í
París og allstór hópur ungra
manna kynnti sér nýlega Moskva.
En fáir eða engir virðast hafa á-
huga fyrir að kynna sér utah-
ríkismál norrænu ríkjanna. Þó
Framhald á 10. síðu.
DAGANA 6. til 12. september
1964 vár haldið í Sviss, á vegum
svissnesku ríkisstjórnarinnar og
að tilhlutan Evrópuráðsins, nám-
skeið, er nefnist „Kynnizt Sviss“
(Getting to know Switzerland).
Til námskeiðsins var boðið ungu
fólki frá öllum aðildarríkjum
Evrópuráðsins, en ekki mættu þó
fulltrúar allra ríkjanna. Mættir
voru einn íslendingur, þrír Bret-
ar, tveir Hollendingar, tveir Belg-
ar, tveir Vestur-Þjóðverjar, einn
Spánverji, þrír ítalir, einn
Grikki, einn Tyrki og einn Kýpur
búi, auk þess var fernt frá Sviss
og Miss Paquier, s'tjórnandi nám
skeiðsins. Sunnudaginn 6. sept-
ember söfnuðust þátttakendur
saman á gistiheimili svissnesku
samvinnuhreyfingarinnar í Jon-
gny, en þar héldu þátttakendur
til allt námskeiðið. Jongny er
lítið þorp með um 350 íbúa i
hiíðinni fyrir ofan borgina Vevey,
og er um 10 mínútna akstur frá
þorpinu til borgarinnar. Mánu-
dagsmorguninn var farið til
Vevey, en þar höfðum við af-
not af fyrirlestrasal í stórhýsi
,,Nestlé“-fyrirtækisins. Var nám-
skeiðið sett og síðan flutti pró-
fessor A. Lasserre fyrirlestur um
sögu Sviss og síðan var
neska þjóðsýningin í Lansanny
skoðuð. Um kvöldið fræddi fulL
trúi Evrópuráðsins, sem þarna
var, okkur um starfsemi ráðsins.
Þriðjudaginn 8. september var
hlustað á fyrirlestur prófessors
O. Revardin um Sviss og Evrópu.
Eftir hádegið voru vínekrur heim
sóttar, síðan farið í boð borgar-
stjórnar Lausanne og um kvöldið
var farið á hljómleika. Miðviku-
daginn 9. september var heimsótt
bókafélag í Lausanne, síðan skoð
aðar myndlistarsýningar á vegd
um þjóðsýningarinnar. Hádegis-
verður var snæddur á þjóðsýn-
ingunni og hluta dagsins eytl
þar. Hlustað var á fyrirlestur Hr.
D. Gagneb um svissneska menn-
ingu. Um kvöldið var horft á
kvikmyndir um Sviss. Fimmtit-
daginn 10. september var ferðasfc
um héraðið Valaise, og var með-
al annars skoðað raforkuver,
kirkja og tvö fjallahótel. Föstiw
daginn 10- september var ferðazfc
á fyrirlestur prófessors G. Goet-
selin um þjóðarbúskap Sviss.
Hótelskólinn í Lausanne var skoð
GEIR GUNNLAUGSSON
aður, ennfremur Lausanne, cg
kvöldinu eytt með íbúum Jongny.
Laugardaginn 12. september va*
mótinu slitið. Dvölin þarna var
mjög ánægjuleg og fróðlcg. Nám-
Framhald á 10 síðu.
FUNDIR UM ALLT LAND
FYRIR nokkru síðan ákvað stjórn
Sambands ungra jafnaðarmanna
að gangast fyrir því að öll fé-
lög ungra jafnaðarmanna í land-
inu efndu til félagsfunda sam-
tímis og fjölluðu þeir allir um
sama efni. Stjórnir félaganna
tóku þessari hugmynd hið bezta
og hefur nú verið ákveðið að
fundirnir fari fram hinn 25. febrú
ar næstkomandi, en umræðuefn-
ið á öllum fundunum verður land
búnaðarmálin. Ekki er annað vit-
að en félögin verði öll með, og
þegar hafa mörg þeirra ráðið sér
frummælendur. Verður nánar
frá öllu þessu skýrt á næstu æsku
lýðssíðu, skýrt frá fundastöðum,
ræðumönnum o. s. frv.
... Takist fundir þessir vel, sem.
allar líkur benda til, hafa sanif
tökin mikinn áhuga fyrir að geríj
fundadag þennan að föstum lið ^
starfsemi sinni. Munu þá væntan
lega einn eða tveir fundadaga^
fara fram á hverjum vetri.
þetta eitt nýmæli af mörgun
sem stjórnir samtakanna hafa mS
á prjónunum til þess að lag^
starf þeirra að breyttum tímun
og efia það ura leið. j
ALÞÝöUBLAÐtÐ - 21. febrúar 1965 J■