Alþýðublaðið - 21.02.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1965, Blaðsíða 5
Áæflun um Búrfellsvirkjun í Þjórsá O o — nylon eða aluminíum? KORTIÐ til hægri sýnir hina fyrirhuguðu Búrfellsvirkjun í Þjórsá, eins og raforkumála- stjórnin leggur til að hún verði. Á miðju efra kortinu er Búrfell, til hægri við það Þjórsá, svört og breið, en til vinstri við fellið er Þjórsárdalur. Þar rennur Fossá og sést hinn frægi Hjálp- arfoss. 1 i Rétt ofan við Búrfell verður gerð stífla þvert yfir Þjórsá og vatni þar beint í mikið lón, sem myndast norðan við fellið. Það- an rennur vatnið í göngum gegn um Sámsstaðamúla í sjálfa raf- Stöðina og síðan út í Fossá. Virkjunarstaður þessi er 86 kílómetra frá ósum Þjórsár og fallið 120 metrar á J.3 km. vega- lengd, þar sem áin rennur með- fram Búrfelli. Ráðgert er að hafa- sex vélasamstæður í orkuver- inu, 35.000 kw. hverja. Kemur til álita að setja fyrst þrjár, sam- tals 105.000 kw., en bæta hinum þremur við síðar. Virkjunin verður svokölluð rennslisvirkjun, eins og stöðvar Sogsins raunar voru, þar til hin síðasta kom með uppistöðu og miðlun úr Þingvallavatni. ís- myndun í Þjórsá er talin helzta tálmun virkjunarinnar, en ís- myndun er meiri eða minni alls staðar í köldum löndum, en ó- venju mikil í íslenzkum jökul- ám. Virkjunin er gerð til að draga úr íshættu. Stóran hluta stíflunnar má lækka og hleypa jakaruðningi framhjá, en einnig má skola ís frá eftir Bjarnalæk. Bæði vegna ísmyndunar og hugsanlegra bilana á línu eða annarra truflana verða reistar ein eða tvær gastúrbínustöðvar til vara í nágrenni Reykjavíkur. Rannsóknir á Þjórsársvæðinu hafa staðið yfir árum saman. Sigurður Thoroddsen gerði til- lögu um virkjun norðar með meiri stíflu og lengri göngum, en hún þótti alltof dýr. Fyrir nokkrum árum var leitað til bandariska verkfræðifirmans Harza Engineering Co. í Chicago, sem er frægt fyrir vatnsvirkjan- lr um víða veröld. Harza hefur gert ítarlegar áætlanir um Búr- fellsvirkjun og raunar Dettifoss- virkjun líka. Fyrirtækið telur Búrfell hagstæðari virkjunar- Stað og öll vandamál þar, einn- ig ísmyndun, leysanleg. SMURT BRAUÐ Sími 16012 Snittur. Opiö frá kl. 9—23.30. Brauðstofan Vesiurgótu 25. Plast, RÉTT eftir páska veturinn 1960 fóru fram á Alþingi um- ræður um virkjun Dettifoss og hugsanlega stóriðju. Þá flutti Einar Olgeirsson ræðu, sem mér hefur orðið minnisstæð. Hann mælti sterklega gegn alúminí- umverksmiðju af þeirri einföldu ástæðu, að þá kynni þjóðin að komast á vald vestrænna auð- hringa. Hins vegar var Einar ekki á móti stóriðju. Hann benti á, að nú væri hægt að framleiða plast og nylon úr olíu og væri það iðnaður framtíðarinnar fyrir íslendinga. Ef við vildum ekki sækja olíuna til Svartahafs, væru Rússar að ljúka við leiðslu til Eystrasalts, og gætum við feng- ið olíur þar. Til verksmiðjunnar ætti að fá lán i Sovétríkjunum með 2-3% vöxtum, og loks ætti að selja Rússum alla fram- leiðsluna. Þessi viðhorf er hollt að hafa í huga, nú þegar umræður um stóriðju eru aftur að hefjast. — Kommúnistar munu ekki dæma eftir því, hvort íslenzka þjóðin hefur gagn af stóriðju eða hag af henni. Þeir munu eingöngu líta á málið frá pólitískum sjón- arhóii, og munu telja hlutverk sitt að hindra það, sem þeir kalla yfirráð vestrænna auðhringa yfir landinu. Barátta kommúnista er skipu- lögð á athyglisverðan hátt. Þau undur gerast, að Magnús Kjart- ansson og Adda Bára hafa fyllzt miklum áhuga á ísmyndun í Þjórsá. Magnús skrifar heilar síður í Þjóðviljann og Adda flytur tillögu í borgarstjórn. Þau bera fyrir sig verkfræði- kunnáttu Sigurðar Thoroddsen og halda fram, að ísmyndun í ánni sé ekki nægilega rannsök- uð, lausn á því vandamáli hafi enn ekki fundizt og því sé öll hin fyrirhugaða virkjun við Búr- fell glæfrafyrirtæki. Þannig er ætlunin að grafa undan því trausti, sem alþýða manna ber til vandlega úndirbúinna áætl- ana raforkumálastjórnarinnar og reyna að knýja fram frestun effa stöðvun á þessu mannvirki. — Með því að tefja virkjunina á einnig að tefja eða eyðileggja aluminiummálið og er það til- gangurinn með öllu saman. Með nútíma áróðurstækjum er auðvelt að sá fræjum vantrú- ar og tortryggni. Þetta ætla kom- múnistar að notfæra sér, og þeir hefja áróðurssókn sína snemma, áður en þingmenn og blöð stjórn- arflokkanna hafa fengið tóm til að kynna sér málið. Ekki er vitað til, að Magnús Kjartansson hafi átt viðt.öl við verkfræðinga raf- orkumálaskrifstofunnar — eða kynnt sér þeirra viðhorf. Hann þarf þess ekki. Þótt hann skrifi af vandlætingu um vísindalegar niðurstöður, hlustar hann sjálfur aðeins á einn verkfræðing, sem hann veit fyrirfram, að hefur þá skoðun á málinu, sem Flokk- urinn þarf á að halda í áróðri sínum. Það er sorglegt, að opinberar umræður um svo mikið og vandasamt mál skuli hefjast á þennan hátt og óhjákvæmilega mótast af þessari kommúnist- ísku verkfræðipólitík. Enginn hinna stjórnmálaflokkanna hefur tekið endanlega afstöðu í þessu máli. heldur hafa þeir sett menn til að kanna vandlega allar upp- lýsingar, vega þær og meta. Undanfarin 5-10 ár hafa ve(- ið gerðar umfangsmiklar virkj- unarrannsóknir, sem kostað hafa um 80 milljónir króna. — Hafa verið athuguð heil vatnasvæði, svo sem Þjórsársvæðið, Hvítár- svæðið, Jökulsársvæffið og Lax- ársvæðið. Einstakir virkjunar- staðir, sem kannaðir hafa verið, eru 52 talsins. Kostnaðaráætlun var gerð um 33 virkjanir, og loks voru valdir 8 líklegustu staðirnir fyrir suðvestur- og norðurland, þar sem raforkuskortur er fram undan. Þá hefur verið athuguð virkjun hveraorku í Krísuvik og Hengli. Loks hefur, eftir árangrj - þessara rannsókna, verið haldiSJ áfram með enn frekari athugaiv* ir á Búrfelli, Dettifossi, Hest- vatni, Efstadal, Laxá við Brúaf og Hveragerði. Ljóst er, að rafmagn frá stóm orkuveri verður mun ódýrara en frá litlu. Hins vegar er ekki ral* magnsmarkaður fyrir orku stój> virkjunar, nema jafnhliða koml til orkufrekur iðnaður. Margip- vilja og fá nýjan iðnað til aíj auka fjölbreytni atvinnuvega — og því hafa íslendingar allt fr<J Einari Benediktssyni tll naína hans Olgeirssonar leitað að leiíJ* um til að koma upp stóriðju-4*' landinu. 1 Sérfræðingum ríkisins í rai* magnsmálum virtust hinar viij* tæku rannsóknir leiða til þeirí- ar niðurstöðu að um nokkras leiðir væri að velja: 1. Smávirkjanir, Hveragerffl^ Kljáfoss í Borgarfirffi, Efsta* dalsvirkjun- í Brúará. Engitt stóriðja. 2. Búrfellsvirkjun meff alúmiiv iumverksmiðju við Straumviil sunnan Hafnarfjarðar. 3. Búrfellsvirkjun með alúmiiv< iumverksmiðju á Gáseyri við Eyjafjörð og línu norður. 4. Dettifossvirkjun og alúmirv íumverksmiðja fyrir norðan. Allir þessir möguleikar hafai verið rannsakaðir vandlega, off eru til heilar hillur af skýrsluni frá ýmsum aðilum. Erlendir séft Framhald á 4. síffu. Benedikt Gröndal skrifar um helgina ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. febrúar 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.