Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 3
OOOOOOOOCKXKXKXX) INNBROT Á AKRANESI Reykjavík, 9. júní. H.D.-ÓTJ. TÍU ÞÚS. KRÓNUM í peningnm var stotiS úr söluturni á Akranesi aðfaranótt hvítasunnudags. Hafði hurðin verið spennt upp. — í gær handtók lögreglan svo mánn, sem hún grunaði um þjófnaðinn og játaði -hann stuldinn. Hann hafði lagt land undir fót eftir að hann náði í peningana, farið í ökuferð til Reykjavíkur, St.ykkishólms og Hvammstanga. Afganginum eyddi hann svo I vín Og var því næsta litið eftir af peningunum, þegar til hans náð- ist. Meöan hann var að ræða við lögregluþjónana, játaði hann á sig annan þjófnað, er framinn var í vetur leið. Þá stal hann um 4000 krónum í pcningum, og nokkru af orlofs og sparimerkjum. Að öðru leyti var fremur rólegt á skaganum um hvítasunnuna. Sýslumaðurinn í Borgarnesi kvaddi að vísu út mikið lið til þess að vera viðbúinn ef óeirðir hæfust, en sá flokkur átti náðuga helgi. STJÓRNARFUNDUR N. B. D. (Nordisk -byggedag) er þessa dag- ana haldinn hér á landi. N. B. D. eru víðtækustu sambönd þeirra, er með byggingarmál fara á Norð urlöndum, .Efnt • er til sameigin- legra móta eða -ráðstefnu þriðja Unglingum kennd stangaveiði í SUMAR, eins og undanfarin ár, starfar stangaveiðiklúbbur ungl inga, 12—15 ára, á vegum Æsku lýðsráðanna í Reykjavík og Kópa vogi, en þau hafa m.a. til umráða gegn vægu gjaldi, 2 daga í viku við Elliðavatn, en efna auk þess til ódýrra veiðiferða á aðra staði í nágrenni borgarinnar. Fyrsti fundur klúbbsins verður á morgun, föstudag kl. 8 e.h. að Fríkirkjuvegi 11. Kunnáttumaður annast fræðslu í meðferð veiðitækja og kastæfing ar verða í garðinum- Nýir meðlimir eru velkomnir og eru beðnir að hafa stangir sín ar meðferðis. Á eftir verða kvik myndir sýndar. Bjórverkfallið leysist senn KAUPMANNAHÖFN, 9. júní. (NTB-RB). — í dag virtist vera að draga að lokum danska bjór- verkfallsins, sem staðið hefur í 5Vö viku. Síðustu samningaviðræð- ur hófust síðdegis, og reynt verð- ur að komast að samningum, sem lagðir verða fyrir félagsfundi eftir eina viku. eða fjórða hvert ár til skiptis i hverju landanna um sig. Næsta allsherjarmót samtak- anna verður í Gautaborg í septem- bermánuði næstk. Á fundi þeim, sem hér er nú haldinn, og er síðasti stjórnarfund- ur fyrir mótið í haust, eru mættir auk stjórnar íslandsdeildar 11 stjórnarmeðlimir frá Norðurlönd- um. Frá Danmörku: Kgl. bygnings inspektör Svenn Eske Kristensen (form.), Axel Skalts ráðuneytis- stjóri, Sören Rasmussen verkfræð ingur og Kai Cristensen arkitekt. Frá Finnlandi: professor Beato Kelopuu (form.), og-Jonas Ceder- creutz arkitekt. Frá Noregi: Karl Erikstad verkfr., forstj. norsku byggingarþjónustunnar og Jan Reymert verkfræðingur. Frá Sví- þjóð: professor Lennart Rönn- mark, rektor tækniháskólans í Gautaborg (form.), prófessor Jan Wallinder og Ingvar Karlén verk- Framhald á 14. siðu. Franskt herskip til Reykjavikur Reykjavík — EG. Franska herskipið Commandant Bourdais kemur í heimsókn tij Reykjavikur á morgun, föstudag inn 11. júní og fer héðan á ný 14. þessa mánaðar- Commandant Bourdais er 2000 tonna skip, einkum ætiað gegn kafbátum í liernaði, en hefir lengi aðs*oðað fiskiskip Frakka £ norð urhöfum, og frá því í febrúar og fram í október ár hvert er skip ið á miðum franskra togara í Bar entshafi, við Nýfundnaland og við Grænland. Flytur skipið póst til Frh á 14. siðu. 77 keppendur frá 5 þjóðum Frá Síangaveiðimótinu VI- ALÞJOÐA stangaveiðimótið , haldið í Keflavík dagana 5. 6- og 7. júní 1965. Keppendur voru alls 77 frá 5 þjóðum. 12 bátar voru notaðir 15 til 40 tonn- Alls veidd ist á mótinu 14:086,6 kg. 1.4086 tonn. Hæsta sveit yfir þrjá dagana en í hverri sveit eru fjórir kepp endur( var sveit af Keflavíkurflug velli undir stjórn Mr- Stanley Roff, með samtals 1078,9 kg. Me tan afla einstaklinga fékk Lárus Árnason, Akranesi, 371,3 kg. Næstur var Jónas Halldórsson, Reykjavík, með 361,5 kg. og 3. var Egill Snorrason, veiddi 349.2 kg. Af konum veiddi mest S+einunn Roff Keflavík 291,5 kg, næst varð Svana Tryggvadóttir, Reykjavík með 265,'8 kg. og þriðja Margrét Helgadóttir, Keflavík með 193,5 I Englandi 10 talsins. Stanley Roff kg. Keflavík veiddi stærsta þorskinn Fles'a fiska veiddi Eiríkur Ey sem vóg 14 kg. Ásgeir Óskarsson fjörð, Keflavík alls 254. — Flest stærstu ýsuna 4.5 kg. Birgir J. ar tegundir fiska veiddi H- Pulton | Framliald á 14. síðu. Lá við stórslysi ísafirði — BS. — GO- Litlu munaði að alvarlegt slys yrffi á Bolungarvíkurveginum í fyrrakvö'.'d, er fólksbíll varff fyrir gTjóthríff úr fjailinu og skemmd is* svo aff hún er talin gjörónýt BíIIinn er eign Sveinbiamar Vet urliðasonar vegavinnuverkstjóra og var hann í henni ásamt öffrum manni á Ieiff til ísaf jarffar. Grjóthrunið tætti sundur hægri hlið bílsins, svipti af afturhurð inni ásamt umbúnaði, afturrúðan molaðist, þakið er eitt rifrildi og undrvagninn stórskemmdur. Menn imir sluppu með smáskrámur, sem er ó:kiljanlegt ef tillit er tekiff til þess hvernig bíllinn er útleik inn- Ödýr skemmtiferð ALÞÝÐUFlOKKSFÉLÖGIN efna tii skemmtiferffar sunnu- daginn 13. júní. Lagt verffur af stað kl. 8,30 aff morgni. Ekið verður um Hvalfjörff, yfir Dragháls og til Borgarness. — Þar verffur snæddur hádegisverður í Hótel Borgarnes. — Síðan verð'-r farið í Reykholt og skoffaðir helztu staðir þar í nágrenn- inu, komið verffur aff Hraunfossum, Húsafelli og síffan fariff annað hvort um Kaldadal eða Uxahryggi til Þingval|p. Leiff- sögumaður verffur Björn Th. Björnsson iistfræðingur. — Verff- inu er mjög í hóf stillt, 200 — 250 kr. á mann eftir þátttöku. Maturinn í Borgarnesi mun kosta um kr. 100 kr. — Tilkynniff þátttöku fyrr en seinna í skrifstofu Alþýffuflokksins, Hverfis- götu 8—10, Ingólfsstrætismegin, sími 15020, „ Mvndin er af Hraunfossum, sem skoðaðir verffa í ferffinni. / ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.