Alþýðublaðið - 10.06.1965, Síða 7
ORÐ, ORD
DEELDAí'ÉLÖG háskólastúdenta
gefa núorðið flest, ef ekki öll, út
eigin tímarit. Sumt af þessum rrt-
um hefur komið út um nokkurt
skeið, svo sem Úlfljótur, blað laga
nema, en fleiri eru þó nýleg; síð7
asta viðbótin er Orðið, misserisrit
Félags guðfraeðinema, sem er ný-
komið út fyrsta sinni. Þetta er
skemmtileg blaðaútgáfa og líklega
þarfleg í tímaritafátœktinni hér;
þar gefst stúdentum færi að fjalla
um fræði sín og önnur áhugamál
frammi fyrir almenningi, utan
skólastofu, æfa sig í fræðunum og
birta eigin hugmyndir ef einhverj
ar eru; slik blöð geta líklega Iagt
sitthvað af mörkum til samræðu
fræðimanna og leikmanna í land-
inu.
Blaði guðfræðinema er ætlað að
verða „vettvangur fyrir málefna-
legar umræður um guðfræðileg
vandamál, svo sem þau koma til
móts við okkur á 20. öld“, segir í
inngangsorðum þess. Þar fjalla
ýmsar smágreinar um félagsmál
guðfræðinema og námið sjálft, og
er lögð áherzla á fjölbreytni og
frjálslyndi guðfræðinnar: .Námið
getur. í margbreytileik sínum lað-
að til sín menn er vilja helga sér
húmanistísk fræðistörf, en lika
alhafnamenn er vilja láta til sín
taka á sviði uppeldismála og fé-
lagsmála", segir þar. Því miður
eru flestar greinar ritsins, úr
námsefni guðfræðinga, heldur ö-
forvitnilegar utandeildarfólki, en
það kann að vísu að standa til
bóta. Það sem langhelzt vekur at-
hygli í ritinu er greinar tvær um
Paul Tillieh og existenzíal-guð-
fræði hans: Paul Tillich og exi-
stenzíalisminn eftir Björn Björns-
son og Athugasemdir um predik-
un eftir Tillich eftir Sigurð Örn
Steingrímsson. Björn lendir í hálf
gerðum bögglingi að orða hug-
myndir Tillichs á sínu máli (og
hætt við að ræðulist Tillichs færi
að dofna, ef tilvitnunum hans væri
snúið á íslenzku), en af frásögn
hans verður engu að síður ljóst
að guðfræðikerfi Tillichs felur í
sér stórfellda skáldsýn nútíma-
mannsins, heims lians og guðs.
„Sannleikurinn er ekki liugmynd,
heldur veruleiki vorrar eigin til-
veru“, segir Sigurður Örn í út-
leggingu sinni af Tillich „Guð
og hans opinberun er einmitt þessi
veruleiki. SannleHcurinn er, hann
gerist, er lifaður, en hann er ekki
hugtak, kenningakerfi eða hlut-
ur . . . Guð er ekki hugmynd til
skýringar, heldur algjört skilyrði
tilveru hejmsins. Afstaða vor til
guðs er því ekki skilningur eða
skoðun, heldur sker hún úr þvíf
hvort vér viljum leita samræmis
við vort innsta eðli eða hafna því,
hvort vér viljum iifa eða deyja“.
En eftir er að sjá hver matur
kennimönnum verður úr þvílíkum
hugmyndum í daglegri, nýtilegri
boðun.
Mímir, blað Félags stúdenta í
íslenzkum fræðum, er einnig ný-
lega kominn út, L tölublað 4. ár-
gangs. Megingreinin í Mími þessu
sinni er í tilefni Maríu Farrar
eftir Helgu Kress, samanburður á
kvæði Bertolt Brechts og allkunnri
þýðingu Halldórs Laxness; þetta
er forvitnilegt viðfangsefni sem
Helga leysir samvizkusamlega af
hendi, en ritgerðin er skrifuð til
fyrri hluta prófs í íslenzkum fræð
um. Það veigamesta í grein Helgu
er beinn samanburður orði til orðs
á þýðingu og frumkvæði; slíkur
samanburður kynni svo að reyn-
ast grundvöllur frekari samjafn-
aðar höfundanna tveggja, sem
máske yrði líka til skilningsauka
á þeim, öðrum hvorum eða báð-
um. Svo langt gengur Helga ekki;
henni nægir að athuga afstöðu
þýðingarinnar til frumkvæðis;
væri þó síðara viðfangsefnið vita-
skuld miklu forvitnilegra. Athug-
un hennar er því nánast upphaf
miklu meira máls; en sá saman-
burður sem hún gerir leiðir að
vísu í ljós veigamikinn mun á við-
horfum og vinnubrögðum Brechts
og Laxness. Vinnubrögð Helgu
kunna hins vegar að leiða hana
út í óþarfa smámunasemi á stöku
stað. Hún gerir slranga kröfu um
nákvæmni þýðingar, máski óþarf-
lega stranga, og misskilur orðið
,,snara“ sem hér mundi fremur
merkja ,,þýða lauslega“ en „Þýða
í skyndi“. Þessi áherzla á þýðing-
una sem þýðingu fremur en sjálf-
stæðan texta glepur hana frá þeim
samanburði skáldlegrar afstöðu og
' 'í' .'
X- <. ■ *• •
*»• V *
l
vinnubragða, sem væri að réttu
lagi viðfangsefni hennar. Og áreið
anlega er Helga Kress of fljót á
sér að vísa á bug meintum áhrif-
um Brechts á leikritun Laxness;
það er að minnsta kosti mál sem
þarfnast gaumgæfilegrar athug-
unar.
Rvavar Sigmundsson skrifar ;
Mími alllanga grein Um litatákn
anir hjá Steini Steinarr; þar eru
talln litorð í ljóðasafni skáldsins
og lýst tíðni þeirra bók fyrir bók.
En Svavar lætur verk sitt niður
falla þar sem það fer að verða
forvitnilegt; hann leitast ekki við
að draga neinar ályktanir af taln-
ingu sinni, lýsa eða meta litanotk-
un Steins í kvæðunum; orðataln-
ing hans kemur því að litlu haldi.
Þær tilraunir sem Svavar gerir til
að meta gildi einstakra litorða :
ljóðunum virðast æði ófullkomn-
ar; og enga grein gerir hann sér
fyrir skilum vanabundins og per-
sónulegs litskilnings hjá Steini.
En fróðlegt væri að sjá þessari
athugun haldið áfram; talning sem
þessi er alténd upphaf slíks starfa.
Af öðru efni Mímis er helzt að
nefna skemmtilegar ljóðlistarat-
huganir Sverris Hólmarssonar, um
„fegurð og dauða“ í rómantískum
kveðskap og um smákvæði Hann-
esar Péturssonar Á slóðum Völs-
unga. En er ekki hæpið að segja
að hnegg Grana í kvæðislokin
hljómi „eins og hlátur eftir vel-
heppnaðan brandara?“ Hefeturinn
Grani í lokahendingunni fullnar
mynd kvæðisins, sameinar báðar
víddir þess, sem Sverrir talar um;
fyndni þess er ekki fullgerð fyrr
en hesturinn hneggjar.
Bæði þessi rit, Orðið og Mímir,
eru mjög snyrtileg að öllum frá-
gangi, einkum þó hið fyrrnefnda.
Ó. J.
Trúlofunarhringa
Sendum gegn póstkröfu
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
guUsmiður
Bankastræti 12.
QÍure
□IO
Eínangrunargler
Framleitt einungis ur
úrvalsgleri — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiðjan hf.
Skúlagötu 57 — Sími 23260.
Daglegar
FERÐIR
TIL
og þaSan er steinsnar til Edinborgar, hinnar
fornfrægu höfuðborgar Skotlands, sem nú
er nafntoguð fyrir listaháfíðina miklu ár
hvert. Leiðin liggur um skozku hálöndin,
þar sofa sólfáin vöfn f blómlegum dölum,
og hjarðir reika um lynggróin heiðalönd. —
Flugfélagið flytur yður til GlasgovA
j/j:
ICEEJ\I\fDAIFt
f I ug f é1 a g í slands
ALÞÝÐUBtAЮ - 10. júní 1065 J