Alþýðublaðið - 10.06.1965, Side 10

Alþýðublaðið - 10.06.1965, Side 10
' BIFREIÐAVERKSTÆÐI - BIFREIÐASTJÓRAR BILAVARAHLUTIR Höfum opnað nýja verzlun á Laugavegi 168 Meira vöruúrval en nokkru sinni fyrr í flest allar tegundir bifreiða. Góð bílastæði — Mikið vöruúrval. LEITID TIL OKKAR VIÐ HÖFUM VARAHLUTINA Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27. — Laugav egi 168. Súnar 12413 — 22675 — 21965. í heyranda hEjó$i Framhald úr opnu. vinímleysingi í New York eða sveitarómagi í Iowa. Ameríka dyl- ur skort og neyð í sambýli við auð. og gróða- Sú hörmung kenn ist A svipstundu, ef að er gáð. Þess vegna skera stjórnarvöldin í Washington upp herör gegn fá- tækt, vankunnáttu og úrræða- leyái í ríkasta og voldugasta landi heimsins. Þeim mun ljóst, að frelsi án sósíalisma sé álíka var- hugavert og sósíalismi án frelsis. Hér heyrist sósíalismi raunar aldr- ei nefndur, enda kvað Ameríku- mönnum standa sama ógn af hon um og yfirvofandi kommúnisma. Því verður að blanda þeim hann gegn vilja og vitund. En baráttan fyrir atvinnu, menntun og öryggi er eigi að síður sósíalismi jafn- aðarstefnunnar, sem hefur gert lítil, dreifbýl og hrjóstrug lönd að fyrirmynd samtíðarinnar. Furðu- vélarnar og rafreiknarnir eru sann- arlega undratæki, en þeim verður að stjórna með velferð og ham- ingju fólksins í huga en ekki til ætlunarsemi ágjarnra auðjöfra, sem vilja mala allt í gróttakvörn- um. Maður sannfærist bezt um nauðsyn jafnaðarstefnunnar í heimsveldi misnotaðra allsnægta. Bandaríkjamenn fara smám saman að dæmi Norðurlandaþjóð- anna, þótt fámennar séu og fjar- lægar, nú eins og á kreppuárun- um. Og þeim mun takast að leysa vanda fjöldaframleiðslunnar og sjálfvirkninnar með því að láta véiina þjóna manninum og sam- félagið einstaklingnum. Þannig gefst kostur þess, að sérhver fái notið hæfileika sinna og vaxið af nytsömum verkefnum. Myndi ekki það einstaklingfframtak vitur- legra og farsælla en heimsk og ómennsk keppni, þar sem allir tapa nema svokallaður sigurveg- ari líðandi stundar? Á morgun er hann ef til vill úr sögu, gleymdur eða dauður — og hefur ekkert gagn haft af verðlaunapeningnum. Gnýr borgarinnar minnir á brimhljóð við klettótta strönd, þar sem úthafið hnígur og rís, rís og hnígur. Samt er þetta helgidagur, en Ameríkumenn unna sér naum- ast hvíldar. Hvað liggur þeim á, hvert flýta þeir sér? Spurning- unum skýtur upp í huga aðkomu- mannsins eins og kafgresi milli steina, en þeir eru ekki hér, að- eins hörð og traust steypa, sem hleðst hátt og vítt. Og fyrr en varir er gesturinn kominn heim áður en ferðin fellur, sér land sitt með fjöllum þess og fljótum, byggðum og bæjum, körlum og konum og börnum í starfi og leik, þroskandi baráttu og hressandi gleði íslenzks þjóðlífs. Hann er miklu betur settur en hertoginn af Windsor, útlaginn með millj- ónir dollara i götóttum vösum. Hvort annað sé í fréttum héð- an? Varla nema ef vcra skyldi, að leikkonan Judy Garland er skilin við þriðja mann sinn, Sid Luft. Hann var orðinn henni vondur! f Helgi Sæmundsson. , 10 10- júní 1965 - ALÞÝÐUBIAÐIÐ ' Laugardalsvöllur. í kvöld kl. 20.30 keppa: VaJur : Keflavík Mótanefnd. NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið að Sölvhólsgötu 14, hér í borg, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík föstudaginn 18. júní 1965, kl. 1,30 e.'h. Seldar verða hjólsög og bandsög, taldar eign Birkis h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta, fer fram á m.b. Ottó RE 337, eigand: Aðalsteinn Guðmundsson, við skipið, þar sem það er á Skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar & Co. h.f. við Bakkastig, hér í borg, mánudaginn 14. júní 1965, kl. 2Vz síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Úðun trjágarða. Viovorun Að gefnu tilefni skal þetta tekið fram: í auglýsingu heil- brigðismálaráðuneytisins nr. 97/18. júní 1962 um sérstak- ar varúðarráðstafanir í sambandi við notkun eiturefna við úðun trjágarða segir í 1. gr.: „Allir þeir, er nota eitruð efni til úðunar á trjágörðum, skulu gæta fyllstu varúðar í meðferð slíkra efna. Skal þeim skylt að festa upp á áberandi stað við hvern garð, sem úðaður er, prentaðar leiðbeiningar með nauðsynleg- um varúðarreglum. Jafnframt skal öllum íbúum viðkom andi húss gert viðvart áður en úðun hefst, svo og íbúum aðliggjandi húsa.“ Um brot gegn ákvæðum auglýsingar þessarar fer eftir 11. gr. laga nr. 24/1. febrúar 1936. Borgarlæknir. Benzínsala Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30 Hjóíbarðaverkstæðið Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900 Látið okkur ryðverja Látið okkur stilla og og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! herða upp nýju bifreiðina! RYÐVÖRN BÍLASKOÐUN Skúlagötu 62. Slmi 13196. Sfeúslagötu 32. Sími 13-100

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.