Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 5
Fyrsta úisýnisflugið Reykjavík. — GO. Á HVÍTASUNNUDAGSMORG- UN efndi Flugfélag íslands til út- sýnisflugs með hinni nýju Fokker Friendship skrúfuþotu félagsins. Ætlunin er að halda þessu flugi áfram í sumar á sunnudagsmorgn- um. ValiS er um tvær leiðir, eftir veðri. Önnur er til Vestmanna- eyja, um Suðíirlandsundirlendi og inn til jökla, en hin er norður með Vesturlandinu, fyrir Horn og suður um Strandir, Dali og Borg- arfjörð. Á hvítasunnudag var veður hag stæðara til flugs suðurleiðina. — J-,agt var af stað laust eftir kl. 10 um morguninn og flogið sem leið liggur suður yfir Reykjanes- fjallgárðinn, yfir' Kleifarvatn og niður í Selvog. Þá var flogið aust- ur með .suðurströndinni að Þjórs- árósum og stefnan tekin þaðan á haf út og til Vestmannaeyja. — Flogið var yfir Surtsey og nýju gosstöðvarnar, sem hafa verið kallaðar Syrtlingur. Þar var mikið gos og sá greiniiega móta fyrir nýrri eyju undir mekkinum. Mik- inn gufustrók lagði til himins frá gosinu. Surtur sjálfur var aðgerð- arlaus,. en hláan eim lagði úr gígnum, Þegar búið var að sýna gosið og eyjuna á bæði borð, var stefnan tekin á Heimaeý og flogið iágt yfir Vestmannaeyjakaupstað, síðan var haldið beint upp á Land eyjasand, austur með ströndinni, frám hjá Dyrhólaey, Vík í Mýrdal og austur að Pétursey. Ekki var fært að fara inn yfir landið eins og ætlað hafði verið, vegna þess hve lágskýjað var. Þá var flogið til vesturs aftur, upp Landeyjar og Rangárvelli, alla leið inn á Lang- jökul og Hvítárvatn með viðkomu í Þórsmörk, síðan niður Biskups- tungur og Grímsnes, fram hjá Laugarvatni, yfir Lyngdalsheiði og yfir Þingvallavatn og um Mos- fellsheiði til Reykjavíkur. Lent var á Reykjavíkurflugvelli klukk- an að verða hálf tólf. Skyggni var ágætt, þó að lág- skýjað væri og flugvélin yrði oft- ást að vera lægra í loftinu en æskilegt hefði verið, bæði með til- PELS ★ SKÍPAMÁLNING: Utanborðs og innan á tré og járn. ★ TIL IÐNAÐAR: Á vinnuvélar, stálgrindahús, tanka o. m. fl. Ryðvarnargrunnur og yfirmálningar alls konar. ★ TIL HÚSA: Grunnmálning, lakkmálning í mörgum litum ' ’ þakmálning og aðrar utanhúsmálningar á járn og tré. . Cplastmálning) Framleiðandi: Slippfélagið í Reykjavík h.f. Sími 10123. UTANHÚSS OG INNAN í MÖRGUM LITUM. * Sterk * Áferðarfalleg * Auðveld í notkun * Ódýr. Fæst .yíða um land og í flestum málningarverzlunum í Reykjavík. RYÐVERJIÐ Mannvirki-úr járni, þök, bílar, leiðslur og yfirleitt allt, sem ryðgað getur, er bezt varið með undraefn- inu TECTYL. Fæst á útsölustöðum B. P. um land allt. liti til líðanar farþeganna og út- sýnisins. Björn Þorsteinsson sagn fræðingur var leiðsögumaður og fórst honum það starf vel úr hendi. Jafnframt því, sem hann skýrði frá því merkasta sem fyrir augun bar, hélt hann uppi þægilegu- snakki og kryddaði Iandlýsingu sína með smásögum og skrítlum, sem stóðu í sambandi við hvern stað. Útsýni úr flugvélinni er ágætt, þó getur vængurinn skyggt á fjærstu hluta landslagsins þegar lágt er flogið, en engin er það frágangssök. Þjónusta við farþega var eins og bezt verður á kosið og ferðin öll hin þægilegasta, ef frá eru talin riokkur heljarstökk, sem orsökuðust af upp streymi með fjallshlíðum og nokk urri ókyrrð í hinum neðri lofts lögum jarðarinnar. Flugveiki gerði því vart við sig hjá nokkrum af yngri kynslóðinni. í þessu sam- bandi verður að hafa í huga að skilyrði voru ekki eins góð og ákjósanlegt hefði verið. >000000000000000 söngför um Vestfiröi ísafirði 8. júní. Karlakórinn Þrymur frá Húsa vík hefir verið í söngför um Vest firði undanfarna daga. Stjórnandi kórsins er Sigurður Sigurjónsson en undirleikari er Ingibjörg Stein grímsdóttir. Einnig söng karla kvartett, og annaðst Björg Frið riksdóttir undirleik fyrir kvartett inn- S.l. laugardagskvöld söng Þrymur í Alþýðuhúsinu á ísafirði og var aðsókn mjög góð. Undirtektir áheyrenda voru hin ar ágætustu, enda samdóma álit allra dómbærra manna að söngur kórs og kvartetts hafi verið hinn prýðilegasti, Bæjarstjórn ísafjarð ar bauð þessum góðu gestum til veizlu á hvítasunnudag- bs. Lýðræði og teikðraskðpur Fyrir nokkru hélt stærsti stjórnmáln)tlokkur landsiris Sjálfstæðisflokkurinn^ flokks þing sitt, er hann kallar landsfund. Svo virðist, sem engar sérstakar reglur gildi um kjör fulltrúa, heldur megi hver sem telur sig til flokksins, mæta á landsfund. Bezt sem flestir, og helzt með konur sinar- Síðan eru teknar stórar myndir af mikl um mannfjölda, sem á að sýna styrk flokksins og veldi. Allt þinghaldið er sett á svið með auglýsingagildið eitt fyr ir augum, en tíma og vínnu1 möguleikum þannig háttað að borin von er, að mál geti verið rædd svo, að hægt sé að skiptast á skoðunum og, skýra mismunandi viðhorf og kynna aðstæður í hinum ýmsu land'hlutum. Allar eða riær allar ályktanir eru fyrir fram samdar og ráðið; hver mál skuli koma til álykta. Enda þótt hér sé tekið dæmi af Sjálístæðisflokkn um, af því að hann er kom inn lengst í þeirri „tækni" að gera flokkssamtök sín að vél, þá er þetía því miður áugljós þróun flokkssam taka nú, þróun, sem er ógn un við lýðræði og sjálfstæða skoðanamyndun einstakling anna. Á sveif með þessari r,vélkerfun“ flokkanná leggj ast dagblöð og útvarp, og varla þarf að gera því skóna að ofan í þetta farið fari sjónvarpið, þegar það verð ur þjóðareign. Einhverjir kunna að segja að þessi sé tilhneiging tíðar andans, svona vilji menn hafa það og ekki tjói að sporna gegn rás tímans, en þannig hefur á öllum tim um verið reynt að svæfa menn á verði gegn háska þróun, og engir mcnn með reisn í hugsun geta játast undir það ofríkj andstöðu iaust sem freistað er nú að keyra alla skoðanamyndun undir- Það er vissulega kominn tímj ti), að stjórnmálaflokk arnir staldri við og hugleiði. hv»rt. þeir fái ei merkilegra starf út úr öllu sínu bram bolti með því að leggja betur hluitir við skoðunum ó breyttra flokksmanna sinna, örva þær fram og athuga hvaða leiðir þær kunná að leggja, heldur en miða mest Framhald á 15. síðu 'OOOOOOOOOOOOOOOi ALbÝÐUBLAÐIÐ - 10. júní 1965 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.