Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 4
mmm Mtstjórar: Gylfi Gröndai (Sb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 -14903 — Auglýsingasími: 1490G. ASsetur: Aiþýóulu'csið við Hverfisgötu, Reykjavík. — PrentsmíSjá Alþýöu- blaðsins. — Askriftargjaid kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 6.00 eintakiS. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Náttúruvernd í þéttbýli MIKIL ÚTÞENSLA er á mannanna byggð á ís- landi um þessar mundir. í jaðri borga og bæja ryður l'arðýtan sér braut, ræðst á hvað sem fyrir er og býr í haginn fyrir skurðgröfu, sem undirbýr húsbygg- ingar og önnur mannvirki. Götur og vegir teygja sig um allar jarðir, og þeim fylgja sumarbústaðir, sjopp ur og alls konar kofar ásamt tilheyrandi drasli og raski. I vélaskrölti þessara framfara vill það gleymast, að náttúran er einn mesti fjársjóður, sem íslending- ar eiga, — raunar fjársjóður, sem á sér fáa líka á jörð unni. Þess vegna er skylda okkar að fella byggðina iun £ nátturuna á þann hátt, að sem bezt fari, varð- veita staði, sem sérstaka þýðingu hafa og skilja eftir skákir af verki skaparans innan um blokkir og verk- smiðjuhverfi. Grannþjóðir okkar eru að 'vakna við vondan draum í þessum efnum. Þær gera þá kröfu til stjórn valda að þau tryggi nægileg opin svæði til að íbúar ; borga og bæja geti stigið á græna jörð um helgar og andað að sér heilnæmu fjallalofti. Hér á landi er hættan ekki eins mikil enda landið etrjábýlt þrátt fyrir ötula fjölgunarviðleitni Iands- ananna. Samt er ástæða til að gefa þessum málum jgáum, og þyrfti sem fyrst að velja stór landssvæði, sem ekki henta til jarðræktar, og gera ýmist að þjóð - -görðum, sem varðveita ber sem mest óbreytta, eða þjóðskógum, þar sem við ræktum upp heil svæði með |aiýjum skógi og öðrum gróðri. Samhliða þessu verð ur að stórauka viðnám gegn uppblæstri og hef ja gagn cSókn til að forða landinu frá því að f júka út á Atlants l haf meir en orðið er. Hér er bæði landsvandamál og verkefni fyrir hverja byggð. En meðal annarra orða: Hvað gera nátt úruverndarráð landsins og hinna einstöku byggða? 'Eru þau nógu vakandi? * Tökum sem dæmi umhverfi Reykjavíkur og .Hafnarfjarðar, þar sem hálf þjóðin býr. Þar eru marg 'ir sérkennilegir staðir, sem framtíðin mundi þakka ^okkur fyrir að vernda. í landi Hafnarfjarð- 4©r er til dæmis . lítil tjörn, sem er hrein Úuglaparadís, og býr þar meðal annars einn •sérkennilegasti og frumstæðasti íbúi íslands, flór- ,goðinn. Nú sækja bæði hettumáfur og óvita krakkar Júr nýjum bæjarhverfum á tjörnina og eru að hrekja -vþessa gömlu Hafnfirðinga burt. Aðeins einn ungling •ur hefur komið fuglinum til varnar. Hvað segir nátt ýúruverndarnefnd Hafnarfjarðar um þetta? Og hvað ’segir náttúruverndarnefnd Gullbringusýslu um -strendur Álftahess eða Seltjarnarness? 4 Náttúruvemd er ekki vandamál, sem menn eiga j við að etja langt úti í sveitum. Það er hvað mikilvæg *ast í næsta nágrenni þéttbýlis. Þar verður að gefa f því meiri gætur en hingað til. á horninu ÉG HEF FENGIÐ bréf frá Lauff dæling. Hann virðist vera bæði sár og reiður í garð Keykvíking>a. Hann segir að við „höfum sent þeim“ skríl um hvítasunnuna. „Ég kvitta liér með fyrir móttök una“, segir hann. Þetta eru ó makleg orð. Reykvíkingar senda ekki skríl út um byggðir landsins þeir eru líka í vanda staddir með veglaus ungmenni, sem leita út og burt á hátíðum og verður þá ýmislegt á- Þeir gera yfirleitt allt sem í þeirra vatdi stendur til þesg að forða þessum unglingum frá því að verða sjálfum sér og öðrum til skammar, enda voru nokkrir þeirra verstu sóttir að Laugarvatni og fluttir nauðugir til Reykjavikur* ANNARS VIL ég benda á það að „unglingavandamálið“ er ekki bundið við Reykjavik, því er nú ver og miður, liggur mér við að segja. Nýlega birti ég bréf frá myndarmanni í Reykjavík, sem fór í bifreið sinni með fjölskyldu sína um eina af fegurstu sveitum lands ins og varð fyrir aðkasti og dóna skap drukkinna ungmenna á hest um — og það voru ekki Reyk víkingar heldur innansveitarmenn Reykvíkingurinn sýndi aðeins fúlla kurteisi og tilhliðrunarsemi en mætti ekkj öðru en frekju og dónaskap. ÞA» ER RÉTT að veita því at hygli, að í þetta sinn voru ólæti ungmennanna minni og gkaplegri en á undanförnum árum, og hygg ég, að það uppátæki þeirra að rotta sig saman til drykkjuskapar og ærsla um hvítasunnuna, sé að fjara út. Það er ekki eins jnikið sport og áður var, enda liefur reynslan sýnt þeim, að það borg ar sig ekkj. ÉG HYGG LÍKA, að opinbert umtal eigi nokkurn þátt í því hvernig þetta var. Frásagnirnar báru allar svip æsifrétta og blöð in voru svört af ,,rosafréttum“ af hegðun ungmenna. Nú er eins og Pússningarsandur Helmkeyrður pússningarsand- ur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við Elliðavog Sími 41920. Vinnuvélar til leigu Leigjum út litlar rafknúnar steypuhrærivélar. Ennfremur rafknúna grjót- og múrhamra með borum og fleygum. LEIGAN S.F. Sími 23480. þau hafi fengið nóg. Nú er þetta varla í frásögur færandi. Ég held að rétt væri, að láta sem menn veiti þessu ekki athygli, þó að lög reglan þurfi hins vegar allt af að vera við öllu búin til þess að forða vandræðum- Hún nýtur til þess fuRs stuðnings alls almennings- Jafnvel foreldrum þykir gott að fá ungmenni sín heim úr vandræða flaninu og það þó að þau séu flutt heim undir lögregluvernd. VESTURBÆINGUR SKRIFAR: „Mikið er talað um það, að borg in eigi að vera hrein, en á það vill skorta. Ég veit ekki hvaða yfir völd það eru, sem eiga að hafa eftirljt með þessu og þess vegna sný ég mér til þín af gefnu til efni. — Þó að víða sé ábótavant um hreinlæti og útlit við hús; þá hygg ég að hvergi sé sóðaskap urjnn eins ægilegur og framund an verzlanasamstæðunni við K,Vi,s*haga þar sem íssalan er. Þar er hlaðið eins og svað. Þar iiggja ísumbúðirnar eins og hrá viði um allt. Þetta er til hábor »» Kvittað fyrir móttöku64, ★ Gremjuþruiigtið bréf frá Laug- dæling. ★ Unglingavanda- málið er ekki bundið við Reykjavík. ★ Sóðaskapur við Kvisthaga. innar skammar fyrir verzlanaeig endur og þó fyrst og fremst þá, sem reka þessa íssjoppu. Ég legg til að borgarlæknir eða starfs menn hans, geri sér ferð þarna vestureftir og líti yfir dásemdim ar.“ ) ÉG STA»FESTI að ummælin um „hlaðið“ framundan íssjopp unni eru rétt- Þannig var sóðaskap urinn að minnsta kosti fyrir fá úm dögum- Hannes á horninu. NOREGUR W/////A DANMORK I 20 daga ferð 10.-29. júlí Verð kr. 13.000,00 ^ Fararstjóri: ELÍN TORFADÓTTIR. Flogið verður til Oslo 10. júlí og lagt af stað í 7 daga ferð um Suður-Noreg með lang- ferðabílum og skipum. Verður m.a. komið við og gist á Arendal, Mandal, Stavanger, Nestflaten, Harðangri og Veringsfoss. Dvalið verður 1 Oslo 1 dag í lok þessa ferðalags. Þá hefst 7 daga hringferð um Danmörku m.a. um Frederikshavn, Bröhderslev, Silke- borg, Esbjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna- höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, með viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður dval- ið á kyrrlátu hó.teli rétt utan við Oslo í 5 daga. — Viðburðarík og róleg ferð. ^átttaka takmörkuð. — Hafið því samband við okkur sém fyrst. LA N DStíN FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. haeð 4 ‘10. júní 1965 - ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.