Alþýðublaðið - 10.06.1965, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 10.06.1965, Qupperneq 13
&ÆJAÍB?P Li -- Sími 50184. Stórfengleg kvikmynd gerð af Orson Welles eftir sögu Franz Kafka, Der Prozess. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Pétur og Vivl Fjörug músikmynd í litum. Pétur Kraus Vivi Bak Siw Malmkvist Sýnd kl. 7. Sími 5 02 49 Eins og spegilmynd INGMAR BERGMANS Áhrifamiku Oscar-verðlatmamynd gerð af snillingnum Ingmar Berg mann. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Fáar sýningar eftir. ÆVINTÝRIÐ í SPILAVíTINU Sýnd kl. 7. SMURT BRAUÐ Snittur. Opiff frá kl. 9—23,30. Brauðstofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Hann kramdi sígarettuna £ öskubakkanum, sem.stóð á skrif borðinu fyrir framan liann. — Hvers vegna gerðirðu þetta? spurði hann með örvænt ingu í huga. Svo tókst honum að kreista upp úr sér hlátur. — Ef þú varst að reyna að hræða mig geturðu hrósað þér af að það tókst. — Ég var ekki að reyna að hræða þig Siguröur, sagði Krist ín alvarlega. —• Ég meina það, sem ég var að segja þér Sigurð ur. Mér er alvara. — Alvara! Er þér alvara? — Já. — Þú færð ekki skilnað, hreytti hann út úr sér — Ég neita þér um skilnað- Skilurðu það? — Neitar? spurði hún undr- andi- — Neitar þú mér um skiln að? Hún skellihló. Þessum silfur- tæra hlátri. sem hann hafði ekki heyrt £• mörg ár. — Kæri maður! sagði hún, þegar hún hafði náð sér eftir mestu hláturrokuna. — Ég vil gjarnan skilja við þig kurteis- lega, en ef þú vilt fara i hart verður saman að sjá hvort heftu: betur. Ég hef ófáar skilhaðar- ástæður, sem ég geri ráð fyrir að séu teknar gildar hvar sem er og af hver jum sem er “ — Um hvað ertu að tala Krjst ín? — Um viðhöldin þín .frillurn ar þinar, hvað sem þú vilt kalla þær. — Kristín, sagði hann ákaf ur. — Þú veizt, að mér hefur alltaf staðið á sama um þær all ar. Það varð löng þögn. S’gurður óttaðist að hún hefði lagt sím ann á. — Kristín . . . sagði hann lágt. — Ég heyrl til þín. — Ég hef ekki séð Ingu í þrjá mánuði Kristín. Ég sver þér það. Ekki síðan ég fór til Diisseldorf. Hún andvarpaði. — Það er ekki Ingu vegna Sig urður. — Af hverju þá? . — Þú skilur mig ekki. Það skiptir mig ekki lengur neinu náli hverja þú hittir og hverja þú hittir ekki. Hann dró fram sígarettupakk ann og kveikti sér í annarri síg arettu. Honum til mikils angurs sá hann að fingur hans tiruðu. — Ég trúi þér ekki, sagði hann svo. — í fyrsta skipti, sem þú hélzt fram hjá mér tók ég það mjög nærri mér, sagði hún rólega. — Með hverju skiptinu til við- bótar varð það auðveldara og loksins stóð mér nákvæmlega á sama. Það var þá, sem ég ákvað að skilja við þig, þó ég hafi Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 18. HLUTI ekki haft mig upp í það fyrr en núna. Og fyrst mér stendur ná- kvæmlega á sama um þig get ég ekki séð neina ástæðu til að halda áfram að sofa hjá þér, elda handa þér og þvo af þér. Henni stóð ekki á sama um hann. Það gat ekki verið að henni stæði á sama um hann. Hún hlaut að elska hann ennþá. Hún hlaut! Henni mátti ekki vera sama um liann. — Þú þarft ekki að vera hræddur um að ég krefjist of mikils af þér, hélt hún áfram. — Ég kæri mig ekki um helming inn af öllu, bara íbúðina hérna. Ég ætla að gifta mig aftur um leið og skilnaðurinn er afstaðinn. — Ætlarðu að gera hvað? öskr aði hann. Hún var alltaf jafn róleg. Svo ofur róleg að hann skildi að hún liafði hugsað hvert orð vandlega. — Ég hef hitt annan mann Sig urður. Það er ekki maður eins og þú, heldur rólegur og heima kær maður. Yndislegur maður, sem kemur heim til mín á hverju kvöldi og aldrei heldur fram hjá mér eða svíkur mig. Maður, sem elskar aðeips mig Sigurður. — Djöfullinn sjálfur, hvæsti hann. Lætur þú telja þér trú um aðra eins lygi og þetta. Veiztu ekki að þetta er elzta lygi í heimi kona? . — Heldurðu að hún sé eldri heldur en lygin um að kona manns skilji hann ekki og hafi aldrei gert það? spurði hún. — Hvernig veizt þú hvað er lygi og hvað er satt? Kannske þú á- lítir að þú hafir aldrei logið neinu jafn ómerkilegu og það að ég skildi þig ekki til að ná þér í aðra konu? — Auðvitað hef ég aldrei gert það, sagði hann sannfærandi. — Þekkirðu mig ekki betur en svo eftir öll þessi ár að vita ekki að ég myndi aldrei gera svo barnalegan hlut? Mig myndi aldrei dreyma um að halda þv£ fram að þú" skildir mig ekki. Hann greip andann á lofti. —• Kristín. Þú getur ekki gert þetta. Það væri hræðilegt. Þú veizt jafn vel og ég að skilnaður er óhugs andi í okkar hjónabandi. Við værum annars löngu skilin. — Sigurður, sagði hún með sömu köldu og óhaggandi rósem inni. — Ég veit jafnvel og þú ættir að vita að í þetta skipti er hjónaskilnaður óhjákvæmilegur. Svo skellti hún símanum á. Sigurður var kríthvítur í and liti þegar hann lét símann á hægt og varlega eins og hann væri úr kínversku næfurþunnu postulini. Hún er að reyna að hræða mig, hugsaði hann, þótt hann vissi of ur vel að svo var ekki. Kristín var ekki vön að vera með innantómar ógnanir. Ef hún sagðist ætla að gera eitthvað, þá framkvæmdi hún það. Hún byrjaði aldrei á neinu, sem hún var ekki reiðubúin til að ljúka við. Nú var svo komið eftir margra ára hjónaband, að Kristin hafði fengið nóg og það var ekkert, alls ekki neitt, sem hann gat gert til að fá hana aftur til sín. SETJUM SKINN k JAKKA AUK ANNARRA FATA VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Sktpholti 1. - Siml 16A4I Endnmýjum gömlu sængunuur. Seljum dún- og fiðurheld ver. NYJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Simi 16738 Hrein frisk heilbrigð húð ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. júní 1%5 J3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.