Alþýðublaðið - 12.06.1965, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 12.06.1965, Qupperneq 13
eísamaHinelU • ieanné rhoieáú madeleine (obinson-suzanne tloii anthony ____ Petkins HL. r.omy ! scnneider If# 3ÆJAKBÍ Llr- - Síini 50184. Stórfengleg kvikmynd gerð af Oraon Welles efti-r sögu Franz Kafka, Der Prozess. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Pétur og Vivi Fjörug músikmynd í litum. Pétur Kraus Vivi Bak Siw Malmkvist Sýnd kl. 5 og 7 Sími 5 02 49 Frá Afríku til íslandsstranda Þýzk verðlaunamynd frá Afríku og ný amerísk cinemascopemynd. Sýnd kl. 5 og 9. Eins og spegllmynd INGMAR BERGMANS Verðlaunmynd Ingimar Berg- manns sýnd kl. 7. Síðasta sinn. Bönnuð börnum. LesiS ÁlþýiSEiblaðið Áskriffasíminn er 14900 En kjarkuri-nn brást mér og ég leit niður fyrir mig og þagði Hann hafði sagt að ég væri formföst. Hvað skyldi hann liugsa ef hann vissi að ég var konan, sem kyssti eiginmann konunnar, sem ég hafði myrt? Að mig langaði til að kyssa hann aftur og aftur og aftur og aldrei og aldrei hætta. Ég vissi nú að ég elskaði hann. — Ef þú ætlaðir að segja mér að þú vildir losna við mig, sagði Halldór' — farðu þá núna á stundinni og komdu aldrei aftur. Láttu mig ekki sjá þig framar. Það er eina leiðin. Ef hann vissi, ef hann aðeins vissi, að ekkert þráði ég heitar en varpa mér í faðm lians og vera þar alltaf. En ég var syndum hlaðin. Ég var morðingi. — Ég vil ekki missa þig Inga, sagði hann. — Þú ert það bezta, sem fyrir mig hefur komið í lífinu. Var þetta þá ekki rangt af mér? Var það ekki skylda mín að halda áfram að greiða skuld mína og gera hann hamingju- saman. Fá hann til að gleyma hinu illa, þó það væri aðeins um stund. Eða var þessi hugsun sjálfs- blekking ein? Afsökun mín fyr ir að fylgja mínum eigin þrám og löngunum? Ég veit það ekki. Ég veit að eins að ég gekk til lians. 16. kafli. Mér brá mjög, þegar ég sá Sigurð koma gangandi inn. Hann var ekki .einn heldur i fylgd með fullorðnum hjónum. Konan hans var ekki með þeim. Við Halldór sátum í fremsta básnum og ég gat ekki látið sem ég sæi hann ekki. Mig langaði mest til að fela mig. en mér tókst að sigrast á þeirri löngun minni og kinka lítillega kolli til hans. Sigurði virtist bregða jafn mikið og mér. Hann fölnaði en brosti um leið og hann sagði: — Sæl vertu. Svo gekk hann fram hjá borð inu okkar og þau settust í bás að baki mér. Ég hafði ekki séð þau nema með því að líta við til að virða þau fyrir mér og þó mig langaði til þess vissi ég að slíkt gæti ég aldrei gert. —• Hver var þetta? spurði Halldór.. — Einhver, sem þú þekkir vel? — Þetta var Sigurður, sagði ég og reyndi að vera eins glað leg og mér var frekast unnt. — Þá hefurðu séð hann. Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 20. HLUTI — Er hann ekki mörgum ár- um eldri en þú? — Jú. — Var þetta konan hans, sem var með honum? — Nei, ég býst við að hún sé kona hins mannsins. Hann er sjálfsagt úti með einhverjum góðum viðskiptavini. Halldór leit fast á mig. — Hvernig fannst þér að sjá hann aftur? spurði hann. — Ég veit það ekki, svaraði ég og yppti um leið öxlum. — Mér brá dálítið. Halldór teygði úr hálsinum til að sjá Sigurð betur. — Halldór, sagði ég. — Hættu að horfa á hann. — Fyrirgefðu, sagði Halldór vandræðalegur og saup á glas inu sínu. — Ég verð að játa að ég er hálf afbrýðissamur út í þennan náunga. — Afbrýðissamur? spurði ég og gerði mér upp undrun með an hjarta mitt barðist hraðar í brjósti mínu. Fyrst hann var afbrýðissamur hlaut hann að elska mig. — Já, ég hef alltaf haft ríka hneygð til afbrýðissemi, sagði hann brosandi. — Það er víst jafn gott að ég segi bér það strax. Þú veizt hvernig þú átt að haga þér elskan mín. Ég óskaði þess að hann segði ekki annað eins og þetta, jafn vel þó ég elskaði að heyra hann segja það. Það yrði einungis erfiðara að missa hann eftir að ég væri bú- in að leika mér að þeirri til- liugsun að við ættum einhverja framtíð saman fyrir höndum. En freistarinn hvíslaði :• eyra mér nú sem endranær. Sagði mér að framtíð okkar gæti legið sam an. Halldór þyrfti aldrei að kom ast að því. Hver ætti svo sem að segja honum það meðan ég hafði vit á að þegja? Ég myndi koma í Rósu stað óg ég myndi verða honum betri eiginkona en hún hafði verið. Bogga og Siggi þörfnuðust móður og ég gæti orðið þeim góð móðir. En ég mátti ekki hugsa svona. Ég leit á armbandsúr mitt. — Þú varst búinn að lofa að hringja heim um þetta leyti", sagði ég og brosti til hans. ,— Ég lofaði að minna þig á það. Halldór reis á fætur. — Minntu mig á að segja þér hve þú ert ómissandi, þegar ég kem aftur, sagði hann. — Og vertu nú góða barnið á meðan ég er í burtu. — Er ég það ekki alltaf? spurði ég um leið og hann gekk frá borðinu. Hann leit um öxl og brosti til mín. Ef ég mætti aðeins verða hon um ómissandl, verða hluti af hon um og hann af mér. Ef ég mætti aðeins halda áfram að minna hann á smámuni og hugsa ætíð um að honum liði vel. Ef ég mætti aðeins . . . — Má ég? spurði rödd Sigurð ar og hann settist í sæti Hall- dórs andspænis mér. — Ég verð að fá að segja þér að þú ert fallegri en nokkru sinni fyrr. Þó hann segði þessi orð bros andi sá ég að honum leið lítið betur en mér. Hann virtist vera Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sfml 18J48. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúussængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740. þreyttur og svekktur. Gat það verið að hann hefði saknað min svo mjög? Eitthvað hafði skeð, hann var ekki lengur sá Sigurður, sem ég hafði þekkt. Öruggur, traustur og viss um sjálfan sig. — Hefm- eitthvað komið fyr- ir? spurði ég, því mér fannst ég enn þekkja hann það vel að mér leyfðist að spyrja svona. Hann hristi höfuðið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. júní 1965 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.