Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 5
Breytt stefna Ihalds- flokksins I Bretlandi ÞKGAR Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta, lýsti því yf- ir í júní. að ekki yrði efnt til þingkosninga fyrr en í fyrsta lagi næsta vor, gafst íhaldsmönnum tími og tækifæri til að skipta um leiðtoga, en á því var mikil nauðsyn. Vafalaust hefði Verka- mannaflokkurinn kosið að íhalds- menn hefðu ekki skipt um leið- toga og Sir Aiec Douglas Home hefði verið látinn um að stjórna flokknum fram yfir næstu kosn- ingar, en efnahagsvandamálin, sem Bretar eiga við að stríða, eru enn svo erfið viðureignar og Verkamannaflokkurinn er enn svo ©nnum kafinn við stjórnarstörfin, að haustkosningar- komu ekki til greina. Verkamannaflokkurinn þurfti einnig vinnufrið. Vafalaust hefur sú vissa, að leiðtogaskiptin í íhaldsflokknum mundu ekki ganga þegjandi og hljóðalaust fyrir sig, átt sinn þátt f því að Harold Wilson gaf hina ótvíræðu yfirlýsingu sína. Hinar harðvítugu deilur um eftirmann Harold Macmillans, sem næstum fiðu flokknum að fullu, eru mönn- um enn í fersku minni. Hins veg- ar varð Verkamannaflokknum ekki að ósk sinni. íhaldsflokkur- lnn hefur valið sér nýjan leið- toga án þess að eitt styggðaryrði hafi verið sagt, og flokkurinn stendur nú sterkar að vígi en nokkru sinni fyrr síðan hann beið ósigur í þingkosningunum í októ- ber í fyrra. Forniælandi íhaldsflokksins í efnahagsmálum, Edward Heath, sigraði í fyrstu lýðræðislegu kosningunum, sem fram hsía far- ið um leiðtoga flokksins. Þing- mönnum íhaldsflokksins gafst í fyrsta skioti tækifæri tii að velja leiðtoga sinn sjálfir. Til þessa hefur mikið laumuspil verið um val á leiðtoga íhaldsflokksins og valdamestu menn hans hafa valið leiðtogann með leynilegum hætti. Raunin hefur verið sú, að þessi valdaklíka hefur ailtaf valið leið- togann úr sínum hópi, það er að segja úr hinum svokallaða töfra- hring aðals og ætta. Mcð váli Ed- ward Heaths er sagt skilið við þessa hættulegu hefð. Heath er af alþýðufólki kominn, hann er sonur byggingaverka- manns, sem síðar varð bygginga- meistari. Hann hefur ekki stund- að nám í hinum virðulegu einka- skólum. Hann lilaut styrk til náms I háskólanum í Oxford vegna þess að hann var í hópi beztu námsmanna opinbers mennta- Skóla. ★ Aukið friálslyndi Val Heatlis mun ekki einungis færa thaldsflokkinn í lýðræðis- legra horf heldur einnig í frjáls lyndara og nýtízkulegra horf. — Heath er kredduláus stjórnmála- inaður, og svo laus er hann við ósveigjanleik að við borð liggur að hann sé tækifærissinni. Hann er óhræddur við að breyta afstöðu sinni. Sumir íhaldsn enn kunna jafnvel að líta á hann sem sós- íalista. Ástæðan til þess, að Heath hef- ur verið valinn, þótt hann sé lit- illar ættar, piparsveinn, róttæk- ur í skoðunum, og skapstirður, er sú, að íhaldsmenn hafa smám saman gert sér grein fyrir því, ’KASTLi að flokkurinn þarfnast breyting- ar í frjálSlyndari átt, ef hann á að halda velli á árum þeim, sem í hönd fara. Hætta sú, sem íhalds mönnum stafar af Frjálslynda flokknum, en fylgi hans hefur aukizt jafnt og þétt á síðustu ár- um, er mikilvæg röksemd fyrir breytingum í nýtízkuhorf. Hið hlægilega litla fylgi, sem Enoch Powell, hinn eindregni í- haldsmaður, hlaut í kosningunum um nýjan leiðtoga, 15 atkvæði af 298, sýnir að gamaldags í- haldsstefna er í andaslitrunum í Bretlandi ekki síður en annars staðar. Þriðja leiðtogaefnið, Reg- lítið á sér bera af yfirlögðu ráði. Verkamannaflokknum veitist auð- velt að beina skeytum sínum að honum í umræðum um efnahags- mál, því að hann var fjármálaráð- herra í stjórn íhaldsflokksins. Að nafninu til ber hann höfuðábyrgð- ina á því efnahagsöngþveiti, sem Bretar eiga við áð stríða. Maudling hefur verið skipaður aðstoðarleiðtogi stjórnai'and- stöðunnar og Sir Alec Douglas Home er nú orðinn formælandi í- haldsflokksins í utanríkismálum, en því lilutverki gegndi Maudl- ing eftir að flokkurinn komst í stjói-narandstöðu og allt þar til Heath var valinn leiðtogi. Maudl- ing var því sviptur því tækifæri að vera formælandi flokksins í efnahagsmálum í hinum langvar- andi umræðum um fjárlögin, en í því máli hafa íhaldsmenn beint meginþunga árása sinna á Verka- mannaflokkinn. ★ Skeleggur leiðtogi í þess stað var Edward Heath skipaður í þetta hlutverk og í því hefur hann staðið sig með prýði. í hinum mánaðarlöngu um- ræðurn um fjárlögin hefur Heath haldið uppi linnulausum árásum á ááIí Skemmtiferðir 1 — "'Hlíin -V I • S wmi með skipum § SS Baltic lirie: §5 2 Vín-Yalta-Vín. Með flugvél til Lúxemborgar og 3 g Vínar og frá Vín til Yalta með fljótaskipi eftir 3 2j Dóná með viðkomu í Bratisslava-Budapest-Bel- 3 2 grad-T. Severin-Ruse-Djndrju-Galaz-Ismail og 3 2 til Yalta við Svartahaf. Sörpu leið til baka, Verið 3 2 3 daga á Yalta og stansað í hinum borgunum 3 2 part úr degi. Alls 14 daga ferð. Mjög heillandi og 3 2 skemmtileg ferð. Hljómsveit um borð í skipinu, 3 2 ágætis aðbúnaður. Verð: 21.500 kr. á mann. 16 .3 3 daga ferð. íí±.í;h-^í-:v.- 3 jmmmmmmmm ———* London —Kaupmannahöfn — Gauta- 3 borg — Stokkhólmur — Hélsinki — Leningrad. 3 og til baka. 14 daga ferð. Vérð 13.400. Farið með 3 skemmtiferðaskipum I júní-júlí-ágúst og október. 3 á 12 daga fresti. Flogið til London og til baka 3 Rólegar ferðir um Norðursjó og Eystrasalt með 3 fýrsta flokks skemmtiferðaskipi, höfð viðkoma í 3 fyrrnefndum borgum. Hægt að hafa viðdvöl eftir 3 þörf á útleið og heimleið í London 3 MarseiIIes — Genoa — Napoli SE- , — Pireaus - Istanbul • Varna 3 * — Constanta — Odessa — Yalta 3§ V 'Vt&fog §ochi. (Miðjarðarhaf og Svartahaf). 3 = ” ’ Verð: 21.500..00. Flogið til Parísar — Marseilles =5s og farið með sketmmtiferðarskipi á .fyrrtalda staði.3 21. daga ferð. § = Gdynia — Amarica line .3 = London — Las Palmas — Martinque — Nassait 3 = Miami — Curaco — Barbados — London. 17.1- 3 22.2 1966 36 daga ferð. Verð frá 24.570.00-46.170 = 00. Flogið til London og til baka. Dvalið í 1 dag § = til 4 daga á hverjum stað. 3 ymmmm) ' t((((((((((((((((((((((((((((((((Q Kaupmannahöfn — London — Quebec —- Montre í=3 al. 18 dagar. Verð: 28170.00. I báðum tilfellum 3 ferðast með M.s. Batory. Glæsilegt skemmti- § = ferðaskip. § = Upplýsíngar veittar í ferðaskrifstofu vorri § L A ISI ■EPIYIH 1 FtRBA'SKRIF'STOFA =5 3 Skólavörðustíg 16, II. hæð 3 § SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK || ?!immmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmrs EDWARD HEATH: allt að því tækifærissinni. inald Maudling, aðhyllist sömu frjálslyndu skoðanirnar og Heath og þeir tvímenningarnir ættu að geta veitt styrka forystu, þar sem Maudling dró framboð sitt til baka eftir fyrstu atkvæðagreiðslu — bæði í stjórnarandstöðu, og ef til vill síðar meir í ríkisstjórn. Eiginlega vakti það enga furðu að Maudling tókst ekki að fara með sigur af hólmi, en hann hlaut aðeins 17 færri atkvæði en He- ath. í stjórnmálaumræðum þeim, sem fram hafa farið að undan- förnu, aðallega um efnahagsmál, hefur Maudling liitið tiltölulega 1 James Callaghan fjármálaráð- herra, Wilson forsætisráðherra og George Brown efnahagsmálaráð- herra. Og þegar stjórnin beið ó- sigur í atkvæðagreiðslu um eitt atriði í fjárlögunum, en ástæðan var vafasamur „feluieikur,” í- haldsþingmanna sem talið var að yfirgefið héfðu ’ þinghúsbygging- una, var hér um sigur fyrir Hc- ath að ræða. Hann stjórnaði felu leiknum og átti meginþáttinn í ósigri stjórnarinnar. Með Heath hafa íhaldsmenn fengið harðan og síður en svo varkáran leiðtoga. Hann ,á ekki eins auðvelt með að afla sér vin- sælda og Reginald Maudling, en sterkur persónuleiki Heaths og ó- umdeilanlegur dugnaður — ekki sízt í hinum mikilvægu sjónvarps umræðum — táka af allan efa um styrkleika hans. Erfiðir tímar bíða Wilsons og stjórnar hans, og þótt Heath eigi margt skylt með Wil- son táknar það ekki á nokkurn hátt að stjórnmálaumræður á Bretlandi verði friðsamlegri. Búast má við því þvert á móti að baráttan í Neðri málstofunni harðni til muna á næstunni. Ed- ward Heath hefur íyrir löngu sýnt fram á það, að hann er mikl- um mun harðskeyttari andstæðing ur Harold Wilsons en Sir Alec -var qg Reginald Maudling hefði orðið. Jhaldsflokkurinn mun leggja fram stefnuskrá sína í september, og það er engin tilviljun, að mað- i urinn, sem stjórnað hefur samn- ingu hennar, er Edward Heath. Stefnuskráin verður uppliafið a<S langtíma tilraunum til að breyta hinum gamaldags „Tory”-flokki I íhaldssaman alþýðuflokk. Nýtt hefti af Musica IslandiGð ÚT er komið nýtt hefti af 'Musica Islandica hjá Menningarsjóði. í' þessu hcfti en sónata nr. 1 fyri*' píanó eftir dr. Hallgrím Helgason. Aður eru komin út í þessunx flokki tónverk eftir þrjá aðra ís- lendinga, þá Jón Þórarinssori, Helga Pálsson og Karl O. Runólfs- son. í ALbtÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.