Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 16
 Bryndís Schram var að bakka leikbílnum út af stæðinu utan við Bíóhúsið. Gísli leikstjóri leiðbeindi. Þetta var stutt og eftirtekt- arverð kvikmynd. — Vísir. en fólk kaupir þær ekki til að lesa sjálft. Þó er ein undantekn- ing frá þessari reglu. Fyrir nokkru kom út hctjusagan Gold- finger í vandaðri útgáfu, og því nokkuð dýr, og hún selst eins og bráðum séu að koma jól, og man ég ekki eftir annarri bók sem hefur selzt eins mikið á þessum árstíma. — Dönsku blöðin? Þau seljast alltaf vel. Að vísu er salan í Reykjavík heldur slappari þessa mánuði, en þeim mun betur selj- ast þau í síldarplássunum. Sala á dönsku blöðunum hefur aðeins minnkað, er orsökin sú, að í fyrra hækkuðu þau nokkuð í verði og kemur þetta þannig út, að við seljum blöðin fyrir sömu upp- hæð og áður, en ekki jafn mörg blöð. Alltaf er keypt langmest af Familie Journal og Hjemmet og nú í seinni tíð hefur Söndags BT unnið mikið á. — Það er sama á hvaða árs- tíma er, að alltaf er eins og atóm sprengja spryngi í bænum þegar Gullfoss kemur. Gildir þetta sama í dag og fyrir 20 árum. Þegar Gullfoss kemur á fimmtudögum fyllast allar bókaverzlanir í bæn um og við höfum varla við að taka á móti dönsku blöðunum og afgreiða þau. Veit ég ekki til að nein vörutegund seljist jafn fljótt og vel, því yfirleitt er ösin og blöðin búin á föstudögum. — Engin önnur erlend blöð komast nálægt þessum gauragangi hvað söluliraða og magn snertir. Sala í ameriskum tímaritum er nokkuð jöfn, og mest er sótzt eftir tækniritum af ýmsu tagi. — Auðvitað leggst bóksala ekki alveg niður á sumrin, — því alltaf þarf að gefa gjafir í sam- bandi við afmæli og fleira en tímaritasalan er yfirgnæfandi hjá okkur á þessum árstíma. — Erlendir ferðamenn kaupa ekki bækur hér á landi, hins veg- ar kaupa þeir mikið af póstkort- um, enda er úrvalið mikið, — og allri gerð þeirra hefur farið mik- ið fram seinni árin. Aftur á móti kaupa ferðamenn lítið af mynda- bókum um ísland og er sala á þeim mun minni en oft áður, nema þeim ódýrustu. Helzt selj- ast myndabækur frá Surtsey, en alls hafa verið gefnar út þrjár bækur um það efni. Það er af sem áður var. I mínu ungdæmi forðaðist kvenfólk að verða sólbrúnt. Slíkt þótti þá ekki fínt, en nú er þetta orðið öfugt. Eg var spældur í gær. — Viltu gefa mér fimmtíu kall, sagði ég við karlinn, — og þá rétti hann mér hundrað. i'omiö pér jsnöggvaat inn tij. mín, Hanson. iir pctia .annars ■; 2 elúri ^ansen. ■pxoBxq Bsex qb iraxnq- es 3f qxoAq <gxm -eC xids on noxng.xeA qsæn hver.iu vildiröu enailega sýna Gigu frænfcu hvítu musina* EINS og allír vita, er bókaút- gáfa hér á landi miðuð við jóia- kauptíðina, enda renna bækur þá út eins og heitar lummur, en lítið selzt af þeim á öðrum árs- tímum. Þrátt fyrir þetta eru bóka v&rzlanir opnar allan ársins hring og hafði Alþýðublaðið samband við Lárus Blöndal bóksala — og spurði hann um hvað bóksalar liefðu eiginlega fyrir stafni yfir sumarmánuðina. — Það selzt mjög lítið af bók um á þessum árstíma, en aftur á móti selzt þeim mun meira af alls kyns reyfurum og ódýr- ari bókum, og svo seljum við náttúrlega mikið af tímaritum, mest erlendum, og alltaf er ein- hver sala í ritföngum og þess háttar. — Lítið sem ekkert kemur út af nýjum bókum yfir sumarið. Útgefendur hafa reynt nokkrum sinnum að dreifa útgáfunni á fleiri árstíma, en án árangurs. Bækur virðast ekki seljast nema rétt fyrir jólin, og byggist þetta á að bækur eru keyptar til gjafa, --elduröu að pví getir. lanað mlr ■fcvd egg, svoixtinn syiiur, •• • • snjör og I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.