Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 1490G. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAlBLAÐIÐ er fimmtugt um þessar mund ir. Þetta gagnmerka tímarit er að því leyti óvenju- legt, að það sækist ekki eftir fjölda lesenda, heldur er ætlazt til, að það sé aðeins í höndum lækna. Hins vegar gerir það mikið gagn á því sviði, enda þurfa læknar rnú á dögum að hafa sig alla við að fylgjast með framförum og breytingum, ekki sízt á sviði lyfja framleiðslunnar. | í afmælishefti Læknablaðsins ritar Jóhann Haf 1 stein heilbrigðismálaráðherra ávarp, þar sem hann ræðir hugmyndina um sérstakt heilbrigðismálaráðu neyti, sem enn er ekki til. Kemur án efa fyrr eða síð ar að stofnun sérstaks ráðuneytis fyrir heilbrigðis- mál, og gæti þá einnig komið til álita einhver skipu lagsbreyting varðandi embætti landlæknis og skrif- stofur ríkisspítalanna. í þessu sambandi er rétt að benda á, að sjálf ráðuneytin, sem ríkisstjórnin styðst við í daglegum störfum, hafa vaxið hægt undanfarna áratugi, enda þótt verkefni þeirra hafi margfaldazt. Hinn mikli vöxtur ríkisbáknsins, sem svo er kallað, hefur að mestu leyti verið í einstökum ríkisstofnunum, sem eru utan við ráðuneytin. Forstjórar slíkra stofnana berjast hver fyrir sig og fylgja yfirleítt lögmáli Park insons rækilega. Hins vegar eru ráðherrar hér á landi viðkvjæmir fyrir opinberri gagnjr$ni og þurfa að sækja aukrnn kostnað ráðuneyta beint í ríkissjóð, svo að þar hefur verið meiri fyrirstaða. Það er íhug- unar vert, hvort þessi þróun er æskilegt. Væri ekki rétt að draga úr vexti ríkisstofnana, en auka starfs- krafta sjálfra ráðuneytanna? VANRÆKSLA Dr. TÖMAS HELGASON ritar í Læknablaðið at hyglisverða grein, þar sem hann sýnir fram á, hve ■aðstaða tiT lækningar geðsjúkdóma hafi verið van- rækt hér á landi. Miklar framfarir hafa orðið í þekk ' ingu á þessum kvillum og lækningu þeirra, og er nauð (synlegt fyrir þjóðina að hagnýta þá þekkingu vel. ' Til þess þarf margvíslega aðstöðu, sem stenzt kröf ‘ ur nútímans án þess að setja stimpil á sjúklinga, eins og hætt hefur verið við hér á landi. Miklar sjúkrahúsabyggingar hafa staðið yfir, og er vonandi að þar verði bætt úr vanrækslu liðinna ára. Þarf bæði að auka sjúkrahúsarými og endur- skoða ýms ákvæði tryggingarlöggjafar viðkomandi geðs j úkdómum. t Auglýsingasíml ALÞYDUBLAÐSINS er 14906 4 8. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ FJALLAJEPPINN HAFLINGER nu legur á íslandi Ein elzta bifreiðaverksmiðja heims, Steyr-Daimler-Puch A.G í Graz og Vín í Austurríki framleiðir alveg nýj a gerð jeppabifreiða til notkunar við erfiðustu aðstæður og í landbúnaðinum. HAFLINGER er léttasti jeppi heims. með undraverðum afköstum. HAFLINGER-jeppinn verður til sýnis að Baldursgötu 10 á þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. ágúst kl. 4—8 e.h. Þá verður einnig tæknifræðingur frá Graz-verksmiðjunum í Austurríki til viðtals fyrir áhugamenn. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: S K O R R I H F. Bakkakoti, Skorradal Skrifstofur í Reykjavík: Baldursgötu 10 Sími 1-81-28 GLEÐIHÁTÍÐ EDA SORGARMESSA? ORRUSTA, sem Danir og Svíar háðu sín á milli fyrir 400 árum, sem er ein af skelfilegustu stríðs- minjum, þessara þjóða, hefur nú sett allt í bál og brand í hinum friðsama bæ, Varberg, sem er á vesturströnd Sviþjóðar. Orsök þessa nýja ófriðar er að Malm- gren nokkur, sem er yfirmaður herdeildar, sem staðsett er á þess- um slóðum, ætlar að halda upp á 400 ára gamla innrás Svía í Varberg. í ágúst árið 1565 her- tóku Svíar bæinn og hröktu Dani úr honum, þetta var í sjö ára striðinu. Síðar hröktu danskir Svía aftur úr bænum. Malmgren ofursti ætlar hinn 21. ágúst næstk. að halda mikla hersýningu, þar sem 800 her- menn í einkennisbúningum frá 16. öld munu sýna hvernig Sví-’ arnir tóku Varberg með skyndi- áhlaupi á sínum tíma, afmælis ins verður einnig minnzt með fleiri skrautsýningum. Sagnfræð- ingurinn og fyrrverartdi yfirsafn- vörður Albert Sandklef hefur nú mótmælt þessum skrípaleik harð- lega óg snúið sér til ríkisstjórn- arinnar og heimtar að komið verði í veg fyrir þessa ósmekk- legu sýningu. Sandklef bendir á að taka Var- bergs sé eitt af ógeðslegustu dæmum um hernað á Norðurlönd- um og bendir á, að þarna hafi sænski innrásarherinn hagað sér mjög grimmdarlega, brennt bæ- inn, nauðgað konum og drepið karlmenn. Sandklef heldur fram í bréfi til ríkisstjórnarinnar að ekki sé minnsta ástæða til að halda upp á> þann atburð, þegar sænskir hermenn „slátruðu for- feðrum okkar,” og sé það ekki sæmilegt menningarþjóðfélagi. Það eigi ekki að halda gleði- hátíðir til’ minningar um mann- dráp, og eigi að minnast þessarar orrustu á einhvern hátt eigi ekki að halda neina gleðihátíð, hér sé um að ræða stríðssýningu, sem eigi að sýna sögulega heimild og minna nútímahermenn á harðsnú inn striðsvilja fyrirrennara þeirrá. Méiningin er að útskýra fyrir þeim hvernig miðaldaher- menn höguðu sér og um herfræði 16. aldai’. Ríkisstjórnin hefur enn enga afstöðu tekið í málinu og en»i munnhöggvast íbúarnir í Varberg um það, hvort halda skuli upp á innrásina eða ekki Hjóll»arðavi$gerðir OPIÐ ALLA DAGA (LÍKA LAUGAKDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ. KL. 8 TIL 22. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholtl 35, ReykJavÖc. Simar: 31055, verkstæílff, 30688, skrlfstofan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.