Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 15
Rhodesía Framhald af 1. síðu. stæði að veruleika gæti borið heilladrjúgan árangur innan landamæra ríkisins. lan Smith hvatti landsfundinn til að styðja hann persónulega og styðja hann í samningaviðræðun- um við brezku stjórnina um sjálf- stæði án nokkurra skilyrða. Kínverjar Framhald af 2. síðu ilvægur liður í hinni sósíalistisku sókn til kommúnismans. ★ Reutersfrétt frá Peking herm- ir, að varaforsætisráðherra Kína, Li Hsien-piao hafi í gær hyllt Rú- mena fyrir sjálfstæða stefnu þeirra og glæsilegan árangur í hinni „sósíalistísku uppbyggingu.” Ráðherrann sagði í ræðu, er liann hélt fyrir rúmenskum ráð- herrum, að efling vinsamlegra samskipta og samvinnu Rúmena og Kínverja sýndi að sjálfstæðis stefna Rúmena væri vænleg til ár- angurs og að áhrif þeirra mundu sífellt aukast á alþjóðavettvangi. | Úrval af bílum - ÚRVALSBÍLUM ÞÉR getiö valiö úr 4 gerðum af Opeí Kadett: Kadett fólksbíllinn með 46 ha vél, fjórskiptan gírkassa, þægileg skálarlaga framsæti, sparneytinn, rúmgóður og lipur. Kadett ”L” Deluxe-bíllinn með alla Kadett eiginleika og auk þess 24 atriði til þæg« inda og prýði, s. s. rafmagnsklukku, vindlakveikjara, teppi, hjóldiska ..... Látinn Framhald <af síðu 1, bifreiðastjóri og á efri árum bóka vörður. Ungmennahreyfingin snart Svein björn fyrst, en við stofnun Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins fyrir tæplega hálfri öld fann hann köllun sína. Var hann aðalhvata- maður að stofnun Verkalýðsfélags Akraness og lengi formaður þess. Mæddi hvað mest á honiun á fyrstu árunum, er samtökin mættu takmörkuðum skilningi almenn- ings og beinni andstöðu atvinnu- rekenda. Sveinbjörn gegndi fjölmörgum trúnaöarstööum um ævina, ekki aðeins innan verkalýðshreyfingar- innar og Alþýðuflokksins, heldur og á sviði bæjarmála. Hann var sívakandi, síhvetjandi sér yngri menn og síhugsandi um velferð þeirrar vinnandi alþýðu, sem hann lielgaði öll störf sín. Körfubolti Framhald af 11. síðu- Pólland-Sovétríkin 61-75 Júgóslavía-Ítalía 83-82 ,S víþ j óð-Ungver j aland 66-79 Rúmenía-V-Þýzkaland 74-63 Finnland-Spánn 58-65 Frakkiand-A-Þýzkaland 66-57 Tékkóslóvakía-Grikkland 116-71 Búlgaría-Ísrael 63-51 Pólland-Ítalía 86-70 Sovétríkin-Júgóslavía 58 49 Endanleg úrslit: 1. Sovétríkin Evr'ópumeistarar. 2. Júgóslavía 3. Pólland 4. ítaíia 5. Búlgaría 6. ísrael 7. Tékkóslóvakía 8. Grikkland 9. Frakkland 10. Au.-Þýzkaland 11. Spánn 12. Finnland 13. Rúmenía 14. V-Þýzkaland 15. Ungverjaland 16. Svíþjóð Kadett Coupé, sportbíllinn með 54 ha. vél, útlitseinkenni sportbíla og deiuxe útbúnað. Caravan lOOO, station bíllinn fyrir a) 2 farþega og 50 rúmfet af farangri b) 4-5 far* þega og stóra farangursgeymslu c) 6-7 farþega (með barnasæti aftast). Auk þessa má velja úr litum, litasamsetningum og fjölda aukahluta til þæginda og prýði. Hringið, komiö, skrifið, - við veitum ailar upplýsingar. ÁRIWÚLA 3, SÍMI 38900. Norðmenn mótmæla lönd- unarleyfi til íslendinga FRÉTT ÞESS EFNIS, að ís- lenzkt síldarflutningaskip mundi ianda farmi sínum í norskri höfn, hefur vakið mikla og „réttláta” reiði meðal norskra sjómanna og útgerðarmanna, að því er segir í norska fiskveiðitímaritinu „Fisk- aren.” Eiskimannasamband Suður-Mæ- is og Útgerðarmannafélag Ála- sunds hafa tekið málið til athug- unar. Mótmæla þessi samtök löndunarleyfi til íslendinga á þeim forsendum, að miklir lönd- unarerfiðleikar séu fyrir norska báta og vegna þess, að íslending- ar hafi ævinlega þverneitað að veita Norðmönnum samsvarandi réttindi í höfnum hér við land. Einnig hafi á síðustu árum verið erfitt fyrir norska báta að fá af greiðslu á ís og olíu í íslenzkum höfnum. Bjarne Flem, stjórnarmeðlim- ur í Fiskimannasambandi Suður- Mæris, hefur haft stöðugt sam- band við Fiskimannasamband Nor egs vegna máls þessa. Hann bend ir á, að svo framarlega sem síld- in sé ekki veidd í botnvörpu, hafi íslendingar leyfi til að landa henni, en telur jafnframt að nú sé tími til kominn, að norskir fiskimenn fái samsvarandi rétt- indi í íslenzkum höfnum. Sér- staka áherzlu leggur hann á það, að norskir fiskimenn geti losað sig við afla sinn án þess að fara langar leiðir með ströndum fram í því skyni. Formaður Útgerðarmannafé- lags Álasunds, Johs. K. Vartdal, leggur mikla áherzlu á, að út- gerðarmenn líti málið alvarlegum augum. Sérstaklega bendir hann á tregðu íslendinga gagnvart „smámunum” eins og þeim, að leyfa Norðmönnum umhleðslu síld arafla, sem fer illa í lest, — og hættulegt getur verið að sigla með yfir hafið á fiskibátum. Það veldur mönnum einnig á- hyggjum, segir í Fiskaren, að ís- lenzki síldveiðiflotinn leitar nú mjög til Shetlandseyjasvæðisins, og hefji hann löndun við Noreg, vaxa mjög vandamál norskra snurpunótaveiða frá þvi, sem nú er. Tek aS mér hvers konar þýVingar úr og á ensku. EIÐUR GUÐNASON IBggiltur dómtúlkur og sKjala- þýðandi. Skipholti 51 - Sími 3?933. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bflliim er smurður fljótt og vel. Seljum allar tegundir af smuroliu Laugavegi 178. — Simi S80M. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1965 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.