Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 14
MESSUR Laugarnes kirkja. Messa kl. 11 £ h. séra Grímur Grímsson mess- ar. — Sóknarprestur. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Séra Magnús Runólfsson. ÁsprestakaU. Messa (útvarj)s- messa) í Laugarneskirkju. Séra Grímur Grímson. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 11. — Helgi Tryggvason. Bessastaðakirkja. Messa kl. 2. Helgi Tryggvason. Kirkja Óháða safnaðarins. — Messa kl. 11. (Síðasta messa fyrir sumarleyfi). — Séra Emil Björnss. EUiheimilið Grund. Guðsþjón- Usta kl. 10 f. h. — Heimilisprest- urinn. Dómkirkjan. Messa kl. 11. — Séra Óskar J. Þorláksson. Læknafélag Reykjavíkur, upplýs ingar um læknaþjónustu í borg toni gefnar í símsvara Læknafé Iags Reykjavíkur siini 18888 Verkakvennafélagið Framsókn fer sitt vinsæla ódýra sumarferða- íag að Kirkjubæjarklaustri helg- ina 14.—15. ágúst. Allar nánari upplýsingar á skrif stofunni frá kl. 2—7 síðd. Fjölmennið og bjóðið vinum ykkar og venzlafólki að taka þátt í ferðinni. Gerum ferðalagið á- nægjulegt. — Ferðanefnd. Minningarkort Langholtssóknar fást á eftirtöldum stöðum: Skeið- árvogi 143. Karfavogi 46, Efsta- sundi 69, Verzl. Njálsgötu 1, Goð- heimum 3, laugard. sunnud. og þriðjud. Frá Mæðrastyrksnefnd- Hvíldar vika mæðrastyrksnefndar að Hlað gerðarkoti i Mosfellssveit, verður 20 ágúst. Umsóknir sendist nefnd inni sem fyrst. Allar nánari upp- lýsingar í síma 14349 milli kl. 2—4 síðdegis daglega. • MtonlngarspjöTd styrktarfélags vangefinna, fást á eftirtöldum stöð um. Bókabúð Braga Brynjólfsson ar, Bókabúð Æskunnar og á skrif stofunni Skólavörðustíg 18 efstu hæð Ameríska bókasafnið er oplö yfir sumarmánuðina mánudaga tll föstudags frá kL 12 01 18. Trúlofun. 4. ágúst opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Karin Júlíus- sen, Sörlaskjóli 7 og Ingibergur Elíasson bifvélavirki, Fossvogs- bletti 21. Rithöfundasamband íslands liefur úthlutað dvalarstyrkjum frá Menntamálaráði íslands til rit- höfunda. — Styrki hlutu að þessu sinni rithöfundarnir Frið jón Stefánsson og Ingimar Erlend- ur Sigurðsson, kr. 10 þús. hvor. Svíar sækja mest suður á bóginn DANIR, Finnar, Norðmenn og Svíar velja sér ekki sömu lönd til sumarleyfa í Evrópu. Svíar halda lengst suður á bóginn og Danir fylgja þétt á eftir. Norð- menn og Finnar ferðast gjarnan austur á bóginn. Munurinn á sum arleyfisvenjum Norðurlandabúa ALDREIJAFN FJÖLMENNT í HERJÓLFSDAL Vestmannaeyjum ES OÓ ALDREI hefur verið jafn fjöl- mennt á þjóðhátíðinni hér og að Styrkur til náms í Köln Háskóiinn í Köln býður fram styrk handa íslendingi til náms þar við háskólann næsta háskóla- ár, þ. e. tímabilið 1. nóvember 1965 — 31. júlí 1966. Styrkurinn nemur 400 þýzkum mörkum á mánuði, og veitt verður undan- þága frá kennslugjöldum. Heimilt er að skipta styrknum milli tveggja námsmanna, þannig, að annar hljótl styrk fyrir haustmiss erið en hinn vormisserið. Umsóknir um styrkinn skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg, fyrir 5. september næstk. og skulu fylgja staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu. í þessu sinni og aldrei verið jafn mörg tjöld í Herjólfsdal. Þjóðhá tíðin hófst á föstudag með guðs- þjónustu, síðan var keppt í ýms- um greinum íþrótta, sýn+ bjarg- sig og á miðnætti var kveikt í stærstu brennu, sem verið hefur í Herjólfsdal til þessa. Veðrið hef ur verið afskaplega gott, sem af er hátíðinni og allt farið vel fram. Hér er mikið af skemmti- kröftum sem fram koma á þjóðhá tíðinni, má þar nefna Svavar Gests og hljómsveit, og Ómar Ragnarsson. Stöðugar flugsam- göngur eru milli Eyja og Reykja- víkur og alltaf flogið fram í myrk ur á kvöldin. 53 biðu bana 53 LÉTU LÍFIÐ í umferðarslysum í Danmörku í júlímánuði en 1189 særðust hættulega og 1323 meidd- ust lítilsháttar. Mánuðina janúar til júií á þessu ári að báðum með- töldum lentu alls 14.377 í umferð- arslysum í Danmörku á móti 13.137 á sama tíma í fyrra. OOOOOOOOOOO-OOOOOOOOOOOkXX-OOOOOöOOOOOOOOOOÖOOOOOO*’ Sunnudagslögin. 18.30 Frægir söngvarar syngja. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 íslenzk tónlist Fantasía fyrir strengjasveit eftir Hallgrím Helgason. 20.10 Árnar okkar Tómas Tryggvason jarðfræðingur flytur er- indi um Skjálfandafljót. 20.35 „Á rússnesku sölutorgi". Don-kósakkakórinn syngur þjóðlög frá ætt- landi sínu. Söngstjóri: Sergej Jaroff. 20.55 Sitt úr hverri áttinni Dagskrárliðnum stjórnar Stefán Jónsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. kemur glögglega fram í Hagfræði- árbók Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 1964, sem er nýkomin á markaðinn. Tölurnar yfir ferðalög í árbók- inni taka til allra ferða erlendis sem eru lengri en 24 stundir, og eru þá einnig meðtaldar kaup- sýslu- og kynnisferðir. Síðustu töl ur eru frá árinu 1963. Á sama tíma og Svíar dreifast æ meir um lönd Suður-Evrópu, flykkjast Danir fyrst og fremst til V-Þýzkalands, og svo Ítalíu, þar sem þeir eru fjölmennari en aðr- ir Norðurlandabúar. Svíar eru hins vegar fjölmennastir á Spáni, í Júgóslavíu og Grikklandi. Til Grikklands ferðuðust helmingi fleiri Svíar en Danir á árinu 1963. Á þessu sama ári ferðuðust sjö sinnum fieiri Finnar og fimm sinnum fleiri Norðmenn en Svíar til Sovétríkjanna (upplýsingar frá Danmörku liggja ekki fyr- ir). Belgía virðist eiga nokkrum vinsældum að fagna meðal Norð- manna, þangað sóttu miklu fleiri Norðmenn en aðrir Norðurianda- búar. 7.7 milljön Þjóðverjar. Ferðamannaviðskipti við Vest- ur-Þvzkaland eru mikil. Um 8,7 milljónir útlendinga komu til Norðurlanda árið 1963. Af þeim voru ekki færri en 7,7 milljónir Þjóðverja (talan tekur til allra sem fóru yfir suðurlandamæri Danmerkur). Þýzkaiand var einnig það iand sem flestir Danir kusu að heim- sækja á umræddu ári. Hjá Sví- um og Norðmönnum var Þýzka- land annað í röðinni og hjá Finn- um þriðja. Skráin yfir fimm vinsælustu ferðamannalönd Norðuriandabúa árið 1963 cr á þessa leið: Danmörk: Þýzkaland Ítalía Austurríki Spánn Sviss Finnland: Sovétríkin Ítalía Þýzkaland Spánn Austurríki Noregur: Ítalía Þýzkaland Sovétríkin Belgía Frakkland Svíþjóð: Ítalía Þýzkaland Spánn Frakkland Austurríki Danir og Svíar eru talsvert meira gefnir fyrir ferðaiög en Norð menn og Finnar. Að því er varð- ar ferðalög út fyrir Evrópu, til Bandaríkjanna, Afríku, Rómön- sku Ameríku og Asíu, eru hlut- föllin mjög áþekk og fyrlr Evrópu. Svíar eru í fyrsta sæti, en Danir fvlgja fast á eftir. Leiðréffing Prentvilla varð í iaugardags- grein dr. Gylfa Þ. Gíslasonar hér í blaðinu í gær. Sagði þar, að aukning þjóðarframleiðslunnar í fyrra hefði verið 5,0% en átti að vera 5,5%. 8.30 8.55 9.10 11.00 12.15 14.00 15.00 16.00 16.30 útvarpið Sunnudagur 8. ágúst Létt morgunlög. Fréttir — Útdráttur úr forustugreinum dag. blaðanna. Morguntónleikar. Messa í Laugarneskirkju Prestur: Séra Grímur Grímsson. Organleikafci: Kristján Sigtryggsson. Kirkjukór Ássóknar syngur. Hádegisútvarp. Miðdegistónleikar: Frá sænska útvarpinu Kaffitiminn. Gamalt vín á nýjum belgjum Troels Bendtsen kynnir þjóðlög frá ýmsum löndum. Veðurfregnir. VB \R~tm Móðir okkar tengdamóðir og amma Þórunn Helgadóttir Sunnuvegi 7. Hafnarfirði verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudag 10. ágúst kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hinnar látu, er vinsamlega be.it á líknarstofnanir. Guðrún Pálsdóttir Guðmundur Benediktsson og barnabörn. Sigrurður Pálsson Elínborg Stefánsdóttir Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem í orði eða í verki sýndu mér samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginkonu minnar Ágústu Sveinbjörnsdóttur Brekkustíg 19. Einar Hróbjartsson. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ massi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.