Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 6
INN C 1. CLAUDIA Cardinale, 24 ára, U ikur nú í stríðsmynd á -Spáni á móti þeim Alain Delon og Anthonv Quinn. Claudia leikur aisírska stúdínu, sem njósnar fyr- ir FLN, verður skotin í Alain -Delon o.s.frv. Hér sést hún klædd í anda myndarinnar. 2. Hérna er Claudia komin úr FLN-uniforminu og hefur brugðið sér í Chaplins-gervi til að skemmta samstarfsmönnum sín- um í vínnuhléi. Það virðist vera í tízku í sumar að leika Chaplin: Brigitte Bardot, erkióvinur Clau- . diu, gerði það í Mexíkó á dögun- um og hin sænska Anita Lind- blom gerði það í þarlendri revíu. 3. Alain Delon neytir hér „knosara-hæfileika” sinna og striplast með Claudiu á strönd- inni. í rauninni er hann gamall elskhugi hennar en 1964 giftist hann Ijósmyndaranum Nathalie Barthéléy, og eiga þau einn son barna, Anthony, sem er eins árs. En þó að CC hreppti ekki Alain, hreppti hún hins vegar Silfur bandið (Óskars-verðlaun Ítalíu) fyrir skömmu fyrir leik sinn í uýrri kvikmynd. Brúðkaupsíerðin endaði í skurði SVO óheppilega vildi til, þegar dönsk nýgift hjón voru á ferða- lagi í Noregi, til að halda upp á brúðkaupið, að bíllinn, sem þau voru á, fór út af þjóðveginum og niður í skurð. Atburður þessi átti sér stað síðastliðinn mánudag 5 km. norðan við Fokkstua í Nor- egi. Bæði hjónakornin meiddust nokkuð og voru fyrst flutt til læknis í Dombás, en síðan á sjúkrahúsið í Lillehammer, þar sem þau liggja enn. Slysið varð við slæma beygju og er talið sennilegast, að öku- maðurinn hafi sofnað við stýrið. Píanóleikarinn Bud Powell, sem fyrir skömmu var skýrt frá að lægi fyrir dauðanum er nú látinn, 41 árs að aldri. Banamein hans var lungnabólga en síðustu árin hafði hinn snjalli jazzpíanisti verið þjáður maður, — bæði til likama og sálar. Bud Powell var einn snjailasti maður á sínu sviði með an hann var og hét og jazzunn endur um heim allan eru djúpt snortnir við fráfall hans. : . ísí:n . K ■. ^ Sí Herútboð BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið kvaddi nú fyrir skömmu 27.400 manna viðbótarlið til her- þjónustu í septembermánuði og 33.600 í október. Þetta er mesta herkvaðning í Bandarikjunum allt frá Kóreustyrjöldinni. Herkvaðn- ingin í september fór 17.000 mönnum fram úr fyrirframgerðri áætlun. Þetta viðbótarherútboð er afleiðing þess, að Lyndon B. John son forseti hefur tekið ákvörðun um að senda 50.000 hermenn til viðbótar til Suður-Vietnam. Elzti Rússinn á ferðalagi HANN Sjirali Mislinov, sem er ' Leiðin er um 60 km. og fór hann nú 160 ára gamall, og viðurkennd | til skiptis í bílum og á hestum. ur sem elzti íbúi Sovétríkjanna, j Honum leizt bara nokkuð vel á fór í sína fyrstu ferð núna um ^ Baku, en hann hafði aðeins séð daginn, samkvæmt upplýsingum borgina á myndum áður. Allra Tass fréttastofunnar. Fór Sjirali ! bezt kunni hann við sig úti í sveit- gamli frá þorpinu, sem hann býr inni, þar sem um það bil helming í, en það er í Azerbaidsjan, yfir 1 ur f jölskyldu hans býr, eða nálægt til borgarinnar Baku, sem íslend- j 100 af hinum 200 afkomendum ingar þekkja úr skipafréttunum. i hans. £ 8. ágúst 1965 - ALÞÝflUBLAÐIÐ ÞETTA er hin góðkunna blökkusöngkona Eartha Kitt með hvítu barni sínu, hinni þriggja ára dóttur Kitt, sem liún eignaðist með hvítum manni, kaupmanni, sem hún skildi við fyrir skömmu. Þær mæðgur dveljast um þessar mundir hér á Noröurlöndum, nefnilega í Danmörku, þar sem Eartlia skemmtir í Tívólí og gerir niikla lukku. Eartha segir, að þær mæðgur hafi það ágætt, þó að pabbinn sé liorf- inn út í buskann. — Hann er einmana þessi litli snáði, þó að foreldrar hans séu „Númer reykinga- mannanna" EITT númeranna í flestum bandarískum símaskrám hljóðar upp á „Smokers Dial” eða m. ö. o. „númer reykingamannanna.” Þar er svarað allan sólarhringinn og geta forfallnir reykingamenn, sem hafa í hyggju að hætta, leit- að sér uppörvunar og styrktar. — Væri ekki tilvalið að koma á svip- uðu fyrirtæki hér uppi á íslandi? María Schell í skilnaðarmáli ÞÝZKA leikkonan Maria Scliell, 39 ára, og maður hennar Horst Hachler, eiga nú í skilnaðarmáli og berjast bæði um yfirráðin yfir 3-4 ára gömlum syni sínum, Oli- ver. Talið er, að upptök skilnað- arins séu hjá Mariu, sem fest hafi ást á Veit Relin, sem lék á móti henni í hjúskapardrama Ibsens, „Nora.” — Maria og Horst hitt- ust fyrst í Júgóslavíu 1955 við töku kvikmyndarinnar „Síðasta brúin,” giftu sig í apríl 1957 og j fæddist sonur 1962. Þau hafa lif- að hamingjusömu heimilislífi á rík mannlegu heimili sínu í Wasser- burg síðustu ár, og var húsið nefnt „Marienhorst” af almenn- ingi... bæði frægir og ríkir. Nafn hans er Nicolas Charrier og hann er sonur sjálfrar Brigitte Bardot og fyrrverandi eiginmanns liennar, Jacques Charrier. Hvorki mamm- an né pabbinn hafa tíma aflögu til að sinna litla syninum, hann fer á mis við móðurumhyggju og föðurástúð, en reikar um göturn- ar með barnfóstrunni. Hann hef- ur farið þess á mis, sem börn- um er dýrmætast, vegna þess að foreldrarnir eru uppteknir af sjálfum sér og heimurinn af þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.