Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 9
flytur hana ofan í framkallarann. Afköst kopieringarvélanna fara eftir gæðum filmanna, og tekur því kopiering á góðri jafnlýstri filmu mjög stuttan tíma. Stúlkurnar við vökvana sjá svo um að myndirnar framkallist, fix- erist og skolist, áður en þær fara fram í næsta herbergi, þar sem þær eru þurrkaðar og athugaðar. Á þessu ferðalagi hafa filmurn- ar hver sitt númer, og eru mynd- irnar af þeim númeraðar með tölu. Þegar framköllun, kopieringu og þurrkun, er lokið, eru filmurn- ar og myndirnar með sama núm- eri flokkaðar saman. Svo hefst svo- kallað ,,gæðamat”, en það er í því fólgið, að filmur og myndir eru bornar saman og athugað er, — livort mögulegt sé að gera ein- hverja mynd betri. Komi í ljós, að það sé hægt, er filman send aftur inn í kopieringarherbergið rauða og gerð önnur tilraun, sem oft tekst betur. Allt miðast þetta við að veita viðskiptavinunum ejns góða þjónustu og mögulegt er. Síðasta atriðið er klipping á filmunni, og eftir hana er filman ásamt myndunum sett í þar til gert umslag, sem síðan er flutt á þann stað, sem filman var í byrj- un móttekin á. Eftir að hafa fylgzt með þessu öllu náum við tali af Ingimundi verkstjóra. — Hvað finnst þér nú mest áberandi mistök, sem fólk gerir, þegar það tekur myndir, eftir film- unum að dæma? — Það er greinilegt, að fólk vandar sig yfirleitt ekki við mvndatökurnar. í mörgum tilvik- um er um að ræða atburði, sem ekki er hægt að endurtaka. Marg- ir eru með ágætis vélar, en þeir gleyma að hugsa um hvað þeir eru að gera á meðan myndatakan stendur yfir. Svo gæta menn þess ekki nógu vel, þegar filman er tekin i'ir vélinni, að láta ekki kom- ast Ijós á hana. Það ér algengt, að filmurnar séu laust vafðar upp. þegar þær koma til okkar og hef ur þá oft komizt ljós inn á milli vafninganna. — Hvað fieira? — .Tú, það væri gott að benda fólki á að láta ekki filmurnar liggja lengi í vélunum, því þá er hætt við að þær • skemmist. Við höfum til dæmis núna verið að fá filmur, sem teknar hafa verið um jól, og stundum fáum við nokkurra ára gamiar filmur. — Hvað viltu ráðleggja fólki í sambandi við myndatökurnar? — Eg hef tekið eftir því, að flestir taka aðeins myndir í glampandi sólskini en ekki á öðr- um tímum. Þetta er alger mis- skilningur, því að oft má taka betri myndir í björtu og góðu veðri, sólarlausu. Aðalatriðið er að birtan sé jöfn og góð. — Og svo að lokum? — Já, ég vil undirstrika það, að við reynum að vanda vinnu okkar eins og við getum, en þeir, sem taka myndirnar fá betri myhd- ir, ef þeir vanda sig líka. ri!!!!l!!!l!l!lí!!!>!!!!!!l!!!ll!I!!!!!!!!ll!l!lllll!illl!ll!l!!l!!!I!ll!!!lli!lll!ll!lll!!l!!ill!!l!ll!l!!ll!!!lllllll!!ll!!!lllllll!!l|||l!!lll!l!!!!!llllll!UIIIIIH!IHIII!lll! Mishermi Morgunblððsins leiðrétt í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 1. þ. m. er gexður samanburður á útsvarsálagn- ingu í Reykjavík og þi-emur kaupstöðum úti á landi, — Ak- ureyri, Húsavík og ísafirði — og því haldið fram, að útsvör- in, sem lögð eru á einstaklinga, séu mun hærri í fyrrgreindum kaupstöðum en í höfuðborg- inni. Ekki er nú reisnin mikil á niálsvörum íhaldsins í Reykjá vík, að þeir skuli ekki skamm- ast sín fyrir að leggja aðstöðu höfuðborgarinnar varðandi tekjuöflun til jafns við byggð- arlög úti á landi, en það er nú önnur saga. En þrátt fyrir þenn an samjöfnuð Morgunblaðsins er mjög hallað réttu máli og mikilvægum staðreyndum stungið undir stól, a. m. k. hvað útsvarsálagninguna á ísa- firði varðar. Satt er það, að á ísafirði var lagt á samkvæmt útsvarsstiga útsvarslaganna, og náðist á þann hátt nokkur upphæð — tæp 7% — fram yfir áætlaða útsvarsupphæð, og er það fyrir vanhöldum. En hér er aðeins hálfsögð saga, því einnig þarf að skýra frá því, hvaða frávik voru gerð frá heimiluðum álagningar- grundvelli áður en útsvars- álagning fór fram. Á ísafirði voru ALLAR bætur almanna- trygginga, ellilaun, fjölskyldu- bætur, mæðralaun o. fl., und- anþegnar álagningu, en svo var ekki í Reykjavík. Á ísafirði greiða gjaldendur á aldrinum 67—70 ára :l/t af útsvari, og menn yfir 70 ára Vi útsvar, en slíkar eftirgjafir þykja óþarfar í höfuðborginni, og Morgun- blaðsmálsvarinn telur ekki á- stæðu til að segja frá þessum mikilvægu atriðum, enda Iöng- Framhald á 10. síðu. II:!!!!! Læknafélag íslands og Læknablaðið óska eftir að kaupa eldri árganga Læknablaðsins; allt fram til 1960. Upplýsingar á skrifstofu L.í. Brautarholti 20, sími 18331. UTBOÐ Tilboð óskast í byggingu vatnsvirkjatilraunastöðvar að Keldnaholti. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora næstkomandi þriðjudag og miðvikudag gegn kr. 1.000.00 skilatrygg- ingu, INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS. Borgartúni 7. LANDSVIRKJUN í Auglýsing um forval Landsvirkjun mun innan skamms bjóða út gerð byggingarmannvirkja við Búrfellsvirkj- un í Þjórsá. Er hér um að ræða veituskurði, ] stíflur, inntök, jarðgöngu, stöðvarhús, há- í; spennuvirki o. fl. Einungis verður tekið við tilboðum frá þeim aðilum, sem hafa, áður en verkið er boðið út, gert Landsvirkjun ljóst, að þeir séu hæfir til ; að vinna verk þessi. Þeir aðilar, sem hafa áhuga á að gera böð í jj að vinna verkin, geta fengið forvalsgögn hjá [ 1 Landsvirkjun, Laugaveg 116, Reykjavik. TILKYNNING Frá og með mánudeginum 9. ágúst verður af- S greiðslubúð okkar lokuð vegna breytinga um óákveðinn tíma. t: Jón Símonarson hf. Bræðraborgarstíg 16. ______________________________ ji’ Byggingalánasjóður Kópavogskaupstaðar Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr byggingalánasjóði Kópavogskaupstaðar. Umsóknareyðublöð ásamt reglugerð sjóðsins fást á skrifstofu bæjarins. Umsóknarfrestur er til 25. þ.m. 8. ágúst 1965. Bæjarstjórinn í Kópavogi ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1965 $*•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.