Alþýðublaðið - 10.08.1965, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Síða 4
Ritstjórai: Gylfi Gröndal (áb.j og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfuil- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14D03 — Auglýsingasími: 1490G. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hveriisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriitargjald kr. 80.00. — I iausasöiu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hamskipti Framsóknar NÝJASTA KENNING Tímans um íiúverandi rík isstjórn er á þá lund, að aldrei hafi verið meiri verk föll og kaupdeilur á íslandi en síðustu misseri. Af þessum sökum er Bjarni Benediktsson uppnefndur og kallaður „verkfallsráðherra“. Furðulegt er að heyra slíkar ásakanir úr hópi framsóknarmanna. Sjálfir hafa þeir oft setið í ríkis stjórn og þá verið harðari í horn að taka fyrir verka ílýðinn en nokkrir aðrir. Nægir í því sambandi að minna á stórverkfallið 1955. Ástand vinnumarkaðsins 1955 og 1965 er að ýmsu leyti líkt. Fyrir tíu árum var framsókn í ríkisstjórn með þeim afleiðingum, að þá var lagt til atlögu við verkalýðshreyfinguna, sem varði hendur sínar með margra vikna verkfalli, er þúsundir manna tóku þátt í. I sumar fór á annan veg. Ríkisstjórnin lagði ekki til atlögu við verkalýðinn, heldur tók sjálf að sér sátta starf og gerði margvíslegar ráðstafanir til að greiða fyrir samningum. Nú tókst að forða verkalýðnum og þjóðinni allri frá stórverkfalli eins og því, sem háð var, þegar framsókn var í ríkisstjórn 1955. | Samt sem áður er hugsanlegt, að minna væri um ■ verkföll, ef framsóknarmenn fengju einir að ráða hér já landi. Á dögum vinstri stjórnarinnar var það nefni : l'ega tillaga framsóknarmanna, að öll verkföll væru i-bönnuð. Ef slíkri stefnu væri framfylgt, mundi engin i hætta á, að hér sætu „verkfallsráðherrár“ við vöíd. i Það gerðist 1957, að framsóknarmenn skipuðu tnefnd þriggja manna til að gera tillögur um breyting i ar á vinnulöggjöfinni. Oddviti nefndarinnar var Karl ' Kristjánsson, en hinir nefndarmenn ungir framsókn armenn. Þessir þremenningar gerðu þá tillögu, að m verkföll væru bönnuð í tvö ár, auk þess sem fjöl margar aðrar breytingar í íhaldsátt yrðu gerðar á íög um. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubatldalagið gátu hindrað framgang þessa máls, en ekki mun fram- j sóknarmenn hafa skort viljann. Svona eru heilindi Framsóknarflokksins. Þegar hann sat að völdum, vildi hann banna verkföll með öllu í tvö ár. En jafnskjótt og flokkurinn komst í istjórnarandstöðu, þóttist hann vera róttækur verka- jlýðsflokkur og tók að ýta undir hvers konar vinnu- ideilur og verkföll. I i Ekki þarf að efast um, að framsóknarmenn mundu breytast aftur í fyrri mynd sína, ef þeir kæm nst í ríkisstjórn. Þá mundu þeir sýna enn einu sinrii, að þeir eru íhaldssamasti flokkur landsins í félags- og 'mánnréttindamálum, — flokkur, sem trúandi væri tflj að afnema- verkfallsréttinn í tvö ár eða lengur, eins og til stóð 1957. 4 {10; ágúsf 1965 - ALÞÝÐUBLABIÐ ODDUR SKRIFAR: „Mér datt í hug. að margt gætum við Islend- ingar svo einangraðir sem við höf um verið, lært af öðrum þjóðum. Og þó álít ég, að okkur beri að forðast að apa allt eftir öðrum eða að farga því sem gott er hjá okkur sjálfum. scm er margt, fyr ir það sem útlent er og fánvtt.. En um það má segja, að valið getur verið erfitt. ÉG VAR AÐ KOMA frá útlönd um. Ég hef dvalið erlendis í rúm an mánuð. Ég dvaldi um skeið á ágætu heimili í Danmörku. Það var ýmislegt í umgengnisháttum fólksins, sem ég tók sérstaklega eftir og ég tel, að við, hérna lieima, ættum að temja okkur. Þetta heim ili var í raðhúsi í einu af úthverf um Kauþmannahafnar. Húsráðend ur eru millistéttarfólk. Þarna var allt myndarlegt og eins og bezt verður á kosið. Þó var þar ekki neinn munaður — og sízt af öllu óhóf. EINN DAGINN SÁTUM við úti í Ijómandi falegum garðinu. Við vorum þar að drekka <affi og rabba saman. Það var friður og kyrrð alis staðar. Allt í einu kvað við grammófónsmúsik út um op- inn glugga á næsta liúsi. Ég sá að húsráðendur urðu dálítið hissa, en þau létu kyrrt, enda datt mér ekki í líug að þau gætu haft nein af- skipti af þessu. En þegar önnur plata var sett á fóninn, stóð liús bóndinn á fætur og hringdi. SAMSTUNDIS HÆTTI grammó fónseargið. Ég varð undrandi og hafði orð á því. Þá sagði húsbónd inn: „Fólkið þekkir ekkt siðvenj ur hér. Húsbændurnir í þessu húsi eru ekki lieima, en 'gestir Infa feng ið að vera í húsinu. Hér dettur engum í hug að leika á grammó fón fyrir opnum gluggum*1. „En ef fólkið liefði ekki hætt að ■|eika?“, sagði ég. „Þá hefði ég hringt á lögregluna", svaraði hús- bóndinn. ÉG SÁ ALDREI menn á skelli nöðrum fara eftir götunni. Hins vegar sá ég menn fara og koma Mjólk hækkar í Danmörku MJÓLKURVERÐ og rjóma hækk- aði mjög fyrir nokkrum dögum f Danmörku og er nú mjólkurlíter- inn orðinn 3 aurum dýrari en ven- ið hefur að undanförnu. Þessi skyndilega og verulega verðhækk- un stafar aðallega af auknum út- gjöldum við vinnslu og dreifingu mjólkurinnar auk þess sem starfs- menn mjólkurbúa hafa nýlega far- ið fram á launahækkanir. Mjólk- urlíterinn í Kaupmannahöfn hækkar svo sem áður segir um 3 aura danska en líterinn af rjóm- anum um 16 aura. í þessu sam- bandi má einnig geta þess, að húsaleiga fer hækkandi í Dan- mörku og bendir allt til aukinnar dýrtíðarþróunar. llr ic SiSvenjur þar og hér. ■ 3 + Gramófóns garg út um opna glugga. Öskrandi skellinöðrur. í : ic NauSsyn á bættum umgengnisvenjum. leiðandi vélhjól. Ég spurði hverju þetta sætti og fékk það svar, að það væri algerlega bannað að fara á vélhjólum um hverfið. Hins vegar mættu bifreiðar fara um það, en ef nokkuð væri að bifreið inni, sem gæti valdið óveniulegum háváða, þá gæti eigandinn átt það á hættu, að bifreiðin væri tekin af honum og hann fengi sektir að auki. ÉG VARÐ VAR við fleira. En ég læt þessi dæmi nægja, þau eiga sannarlega erindi til okkar, sem skeytum hvorki um skömm né heið ur í þessu efni”. Hannes á horninu. Benzínsala Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. HjólbarSaverkstælSið Hraunholt Jomi Lindargötu og Vitastígs. — Simi 23900. * BILLBNN Rent Qn Icecar Sími 1 8 8 3 3 Tíglaplötur —- fyrirliggjandi — Lakkhúðaöar þilplötur stærð 120 x 120 cm. margir litir G A B O O N —•' plötur 16 — 19 — 22 m/m. Gahoon sími 1-33-33 Auglýsingasíml ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.