Alþýðublaðið - 10.08.1965, Side 5
Síðsumarferð
til Brighton
Alþýðublaðið
vantar barn eða ungling til blaðburðar, um
tíma á Hverfisgötu efri.
Flugvél frá Flugsýn á litla sjúkraflugvellin um við Sigluf jörð. Bærinn í baksýnd. Mynd: ÓR.
F lugvallargerð
Sigíufirði
Reykjavík — ÓR
UNDANFARIN sumur hefur verdð
Unnið að flugvallargerð á Siglur
firði og er gert ráð fyrir að það
verk verði langt komið á þessu
sumri. Hefur sanddæla frá Flug-
málastjórninni dælt upp sandi í
flugbrautina og hefur því • vérki
miðað mjög vel áfram.
Flugbraut þessi verður austan
megin fjarðarins og er gert -ráð
fyrir að minni farþegaflugvélar!
geti lent þar. Á Siglufirði er nú
lítill sjúkraflugvöllur, sem aðeins
er nothæfur fyrir minnstu flug-
vélar. Er hann norðar en sá nýi
verður, nær því beint á móti kaup-
staðnum. Verður flugvöllurinn nýi
mikil samgöngubót fyrir staðinn
Og vona aliir Siglflrðlngar að
hann geti komið í gagnið eins
fljótt og mögulegt er.
í byrjun september efnir Ferðaskrifstofan
SAGA til þriðju hópferðarinnar til Brigh-
ton á hinni sólríku suðurströnd Englands.
Flogið verður beint til London 3. septem-
ber og ekið þaðan suður til Brighton, þar
sem dvalizt verður á góðu hóteli við strönd-
ina í eina viku. Á heimleið verður höfð við
staða í London í þrjá daga, en til Reykja-
víkur verður komið aftur 12. september.
Verð ferðarinnar er kr. 9.875,00, en inni-
falið í því eru flugferðir til og frá London,
bílferðir til og frá Brighton, vikudvöl í
BRIGHTON ásamt öllum máltíðum, ferð
um suður England og gisting í London með
morgunverði.
Hin nýja flugbraut lengist smám saman, því að það er drjúgt, sem dæla Fhigmálastjórnarinnar dælir
upj> af sandi úr f jar ðarbotninum. Mynd: ÓR.
STARFSMENN ullarverksmiðju
nokkurrar í Helmshore í Englandi
mótmæltu harðlega, þegar það
komst til tals meðal forráða-
manna verksmiðjunnar, að lengja
sumarleyfi þeirra upp í fjóra
mánuði. Kváðust þeir ékkert hafa
við svo langt sumarfrí að gerá, og
einn gekk meira að segja svo
langt að krefjast þess, að yrði
sumarfríið lengt, yrði kaupið einn-
ig að hækka, svo að þeir hefðu að
mmnsta kosti fyrir bjór. þessa
fjóra mánuði!
FREGNIR herma, að 76 manns
hafi látizt af völdum umferðar-
slysa í Svíþjóð í júlímánuði síðast-
liðnum. Þar. hafa alls látizt 570
manns af þessum sökum það sem
af er árinu. Síðastliðið ár létuzt
þar 81 vegna umferðarslysa og 542
týndu lífi á þennan hátt fyrstu
sjö mánuði ársins.
32 SJÁLFSTÆÐ afrísk ríki skor-
uðu nú fyrir nokkrum dögum á
Öryggisráðið að koma saman til
að fjalla um apartheid-stefnu Suð-
ur-Afríkustjórnar.
Ferðaskrifstofan
gegnt Gamla Bíói — Símar: 17600 og 17560.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. ágúst 1965 §