Alþýðublaðið - 01.10.1965, Síða 7

Alþýðublaðið - 01.10.1965, Síða 7
Grein og myndir: Grétar Oddsson sú var tíðin, að hagur Flateyr- ar við Önundaríjörð stóð með sýnu meiri blóma en nú er. Um tíma var þar einhver mesta út- flutningshöfn á landinu, þar böfðu útlendir stórgróðamenn ýmisleg umsvif og innlendir draumsjóna- menn áttu þar í ótrúlegasta braski. Frægastur af þessum útlendingum hefur Ellefsen hinn norski orðið, enda má sjá verkum hans nokk- tirn stað bæði þar vestra og eins við Tjarnargötu í Reykjavík, þar sem fínustu hanastélsveizlur ís- lenzkra höfðingja eru haldnar í húsakynnum, sem hann í upphafi lét reisa fyrir sig og sína fjöl- Skyldu. Verzlun var fyrst. sett á stofn á Flateyri sem útibú verzlunarinn- ar á Þingeyri og var það skömmu fyrir aldamótin 1800. Forstjóri hennar var Andreas Steenback, en hans naut stutt við, því að bróð- Ir hans tók við af honum mjög fljótlega eftir að Andreas hafði flutt sig til verzlunarinnar á Þing- eyri. Fyrsti vísir að byggð á eyr- inni, myndaðist að sjálfsögðu í kringum verzlunarumsvifin, en hægt og sígandi líkt og á Þingeyri. Árið 1807 eru taldar 7 manneskj- ur búsettar á Flateyri. í dag eru þar rúmlega 500 manns. Ekki er þó hægt að segja að íbúum hafi fjölgað að mun fyrr en seint á nítjándu öldinni. Að vísu var all- mikið um smíði á alls konar verzl- unarhúsnæði á þeirri öld. T. d. byggði Friðrik Svendsen svokallað Torfahús árið 1820. Það stendur enn, en hefur tekið miklum stakkaskiptum bæði að utan og innan. Svendsen þgssi dó árið 1856 og skömmu seinna hóf Hjálm- ar Jónsson verzlunarrekstur á eyrinni. Hann lét þá smíða verzl- unarhús, sem síðar komust í eigu Kaupfélags Önfirðinga og standa enn óbreytt að ytra útliti. Hjálmar og Torfi Halldórsson gengust fyrir aukinni þilskipa- útgerð frá Önundarfirði, en þrátt fyrir það, jókst ekki straumur fólks þangað á eyrina. Það er í rauninni ekki fyrr en undir alda- Smíða hurðir — glugga og innréttingar. Tek að mér húsbyggingar. Vönduð vinna. Kjartan Stefánsson trésmiður FLATEYRI SÍMI56. mótin 1900, að upphefst blóma- skeið Flateyrar, með því að Hans Ellefsen setur þar upp hvalveiði- stöð sína. Hann valdi henni stað undir hlíðinni innan við eyrina og kallaði Sólbakka. Þar var áð- ur hjáleiga, kölluð Bakkahús, en Sólbakkanafnið hefur haldizt til þessa dags. Ellefsen þótti ákaflega litrík persóna. Hann hefur ljáð Vest- firðingum efni í ótaldar þjóðsögur og í sannleika má raunar segja að hann sé faðir Flateyrarkaup- i túns, eins og Ólafur Jóhannesson og Gamli Gram voru feður Vatn- evrar og Þingeyrar. Ellefsen rak hvalveiðistöð sína af ofurkappi. Hann var maður fljótur til reiði og jafnfljótur til að láta sefast. Ótaldar munu þær vera húfurnar, sem hann reitti milli handa sér í bræðiköstunum og á hinn bóginn mun það ótalið, sem hann gerði kauptúninu til hagsbóta, en það óx og dafnaði í undir liandarjaðri atvinnureksturé hans. Ekki var það einvörðungu kaup- túnið, sem naut góðs af rausn þessa sérstæða umsvifamanns, heldur hreppurinn í heild. Hani» lét t. d. leggja veg á sinn kostnað frá Flateyri inn að Hvilft, sem er sveitabær skamman veg fyrir inn'- an eyrina. Þegar þangað kom strönduðu framkvæmdir á tregði* Hvilftarbænda til að láta skipta Framhald á næstu síðu. Fiskiðja Flateyrar h.í. Flateyri í) Fiskverkun - Útgerð [) Hraðfrystihús - Verzlun [) Síldarverksmiðja Kaupum allar tegundir af fiski til vinnslu af bátum og togurum. Afgreiðsla fyrir H.f. Eimskipaféiag íslands. Umboð fyrir Tryggingamiðst öðina h.f. Umboð fyrir Olíufélagið Skeljung. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. okt. 1965 * ■ ■ vf ■ 1 t ;

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.