Alþýðublaðið - 12.11.1965, Qupperneq 9
MARGAR GAMLAR VÉLAR ERU-ENN TIL
i»
Hér sannar Lárus Sigurbjörnson safnvörður, aS þessi gamla vél er enn gangfær.
ur Bjarria riddara Sívertsen, —
hún var hér í Reykjavík um 1840
og var saumakona. Maddama Sí-
vertsen hafði fengið um þetta
leyti saumavél og ég er alveg viss
um, að sú fyrsta þeirra kemur á
þessum árum, það er að segja í
kringum 1840.
— Manstu eftir fleiru í sam-
handi við fyrstu saumavélarnar?
—. Já, það var í bréfi, sem ég
datt einu sinni ofan á, — að vísu
var það frá 1880, en þar er kona
að segja frá gamalli saumavél,
sem hét Saxonía. Þetta var gömul
ráðskona, sem var hjá séra Frið-
riki Eggerz vestur á Skarðsströnd
og hún átti þessa forláta sauma-
vél, sem hét Saxonía og vakti
vélin eftirtekt allra, sem hana
sáu. Ráðskonunni var svo annt um
hana og véiin orðin gömul um
þetta leyti, því að hún var búin
að eiga hana frá því um miðja
öldina. Hún hét Ingiríður, þessi
gamla kona, og þessu man ég vel J
eftir, af því að ég hefi skrifað
um konuna einhvern tíma fyrir
löngu síðan. í bréfunum, sem hún
skrifaði til séra Friðriks Eggerz,
fer liún gæluorðum um Saxoníu
sína. Þetta þótti alveg viðundur
í þá tíð, á móts við það að hand-
sauma allt.
— Svo hafa líka verið til kon-
ur, sem hafa verið svo lagnar við
handsauminn, að þær hafa ekki
viljað nota véltæknina, — eða er
það ekki rétt?
— Jú, jú; ég hef til dæmis séð |
gamla konu falda léreftsskyrtu,
með því að næla henni í hnéð á
sér og sauma síðan að sér svo
jöfn spor, að það var ekki milli-
metersfeill á því. Þær voru mjög
vel vinnandi margar af þessum
gömlu konum, og það var sérstak-
lega athyglisvert, hvað þær voru
vel að sér til dæmis með skógerð.
Þegar ég var ungur maður fyrir
vestan, þá voru allir á íslenzkum
skóm, fyrir svona 50 árum. Þá
voru skórnir þarna við Breiða-
fjörð og á Snæfellsnesi hrein-
ustu listaverk á móts við skóna
hér á Suðurlandi, þegar við
fluttum hingað. Þeir voru bæði
svo fallegir á fætinum og svo vel
sniðnir, því að konur þeirra tíma
voru alveg listakonur í að gera
þessa skó. Maður tók eftir þessu,
því að þeir voru það þéttir að fæt-
inum, skórnir, að það komst alls
ekki snjór ofan í þá.
— Hefurðu séð einhverjar af
fyrstu saumavélunum?
— Þær voru úr eintómu járni
þær fyrstu, en ekki á trébretti.
Það þótti endurbót er aldamótavél
arnar komu, þegar þær fóru að
koma með póleruð bretti, og svo
varð aítur mikil breyting, þegar
þær fóru að verða stignar. Þá
voru þær allar komnar á borð úr
tré, glansandi og fallegar, með
skúffu undir borðinu fyrir smá-
hluti. Saumavélarnar hafa alltaf
verið að breytast til hins betra.
Þær voru allar fyrstar
Að síðustu ákváðum við, að snúa
okkur til Lárusar Sigurbjörnsson-
ar safnvarðar hjá skjala- og
minjasafni Reykjavíkurborgar, og
spurðum, hvort nokkrar gamlar
saumavélar væru í safninu hjá
honum. Hann kvað já við því, og
sagði, að þær væru víst einar 27
talsins, en óvíst væri með aldur
þeirra flestra; þær væru allar
gamlar, og margar hvérjar væru
vel gangfærar og í bezta lagi.
— Yfirleitt er það regla, þegar
komið er með gamlar saumavélar
hingað í safnið, sagði Lárus, að
fólk telur þær hverja um sig vera
fyrstu saumavélina, sem kom til
landsins. -óís*
Hin heimsþekkta
Bernina-saumavél
mælir með sér sjálf —
það sannar hin stóraukna sala
frá degi til dags.
Fjórar gerðir fyrirliggjandi.
Útvegum allar iðnaðarvélar.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI:
Ásbjörn Ólafsson h.f.
Grettisgötu 2 A.
« Stíllíð ú líf og saumíð -
Það er þessi einfalda nýjung, sem
kölluð er „Colormatic", sem á skömm-
tim tíma. heíui* aukið vinsældir
HUSQVARNA 2000 til stórra muna.
•Beinn saumur, hnappagot, Mlndfaldur og úrval fÉte HUSQVAftNA heimilÍEtækl, saumavéla'r o, fl.
rnynztursauma er hægt aS velja með einu hand- . fjjií eru þehkt hér á ianöi í yfir 60 ár. Hafa naíniná
.a 1. Þar sem það er synt á greinilegan' hátt, i)tr mi annarstaSar stööugt vaxið vinsældir.
i IUum, a „saumveljara ;
íslenzkur leiðarvísir
fylgir nú með vélunum.
Ef þér komizt ekki til að kynna yður véiina, sendum vér
yður sölumann heim eftir lokun. Hringrið og ieitið upplýs-
inga.
unnai Stfþzzetiööan h.f.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: »Voiver« - Simi 35200
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1965 9