Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.11.1965, Blaðsíða 11
tiRifstjóri Örn Eidsson Kennsludagur fyrir giímukennara Á stjórnarfundi Glímusambands ins þann 7. nóv. 'sl. var ákveðið að hafa kennsludag fyrir glímu kennara sunnudaginn 21. nóv. n.k. í Reykjavík. Kennarar verða: Þorsteinn Ein arsson, íþróttafulltrúi, sem verður yfirkennari. Þorsteinn Kristjáns son, Guðmundur Ágústsson, Haf steinn Þorvaldsson. Allar nánari upplýsingar um kennsludaginn veitir formaður Glímusambandsíns, Kjartan Berg- niann. Glímubúninganefnd: Stjórn Glímusambandsins hef- ur skipað þrigg.ia manna nefnd til að gera athugun á glímubúnaði glímumanna og semja reglugerð um hann. Nefnd'na sk’pa þessir menn Gísli Guðmundsson .formaður, Þorsteinn Kristjánsson og Rögn- valdur R. Gunnlaugsson. Verkaskipting stjórnar Glímusam bandsins. Formaður var kosinn á ársþingi Glímusambandsins Kjartan Berg- mann Guðjónsson, Reykjavík, og með honum í stjórn voru kjörnir eftirtaldir menn, sem skiptu síð an með sér verkum á fyrsta fundi stjórnarinnar þannig: Varaformað ur var kjörinn S'gurður Erlends son Vatnsleysu, Biskupstungum, bréfritari Ólafur H. Óskarsson, Reykiavík, fundaskrifari Sigurður Geirdal Kópavogi, og gjaldkeri S'gtryggur Sigurðsson Reykjavík i Varastjórn skipa þessir menn: Sigurður Ingason, Reykjavík, Valdi mar Óskarsson, Reykjavík og Elí as Árnason, Reykjavík. §pl|§g§ Þessi hraastlegi náungi heitir Romuald Klim og er rússneskur, Klim varð ólympiumeistari í sleggjukasti í Tokyo. Efnilegar sundkonur Sundfólk æfir nú af miklu kappi, en síðast í þessum mánuði fer fram fyrsta sund j mót vetrarins í Reykjavík. SUilkxirnar á myndinni eru j ; allar í Ármanni. Þær heita, ;; talið frá vinstri: Hrafnhild- !! ur Kristjánsdóitir, Mátthild- ur Guðmundsdóttir og Eygló Hauksdóttir. Þessar stúlkur haf sett fjölmörg íslandsmet i boðsundum undanfarið, en ennþá hcfur þeini ekki tekizt að sigra sunddrottningu okk- ar Hrafnhildi Guðmunds- dóttur, ÍR. 1 WWWMWWWWWMWWMMII ★ Nokkrir leikir fóru fram í fyrrakvöld í evrópskri knatt- spyrnu auk þeirra, sem við skýrð- um frá l blaðinu í gær. Sport- ing, Portúgal vann Barcelona, Spáni 2:1 í fxjrri leik 2. umferð liðanna í borgabikarkeppninni. í Búdapest sigraði Dukla, Tékkó slóvakiu Honved með 2:1 í síð- ari leik liðanna í Evrópubikar- keppni bikarmeistara. Dulka vann fyrri leikinn með 3:2 og fer í 3. umferð. Borussia, V,Þýzkalandi sigraði CSK, Búlgaríu i fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni bik- armeistara með 3:0. ★ Ensk blöð eru mjög óánægð með leik enska liðsins við Norð- ur-írland í fyrrakvöld, þrátt fyrir sigurinn 2:1. Það er sérstaklega framlínan, sem blöðin skamma, hún hefur aðeins skorað 9 mörk í sjö leikjum og það þykir lélegt. Blöðin hrósa aðeins einum manni Joe Baker, Arsenal, sem lék með í stað Jimmy Greaves, sem fékk inflúensu. -0— ★ Joey Archer sigraði Sugar Ray Robinson á stigum í 10 lotu keppni í millivigt i fyrrakvöld. íslandsmeistarar KR í körfu- knattleik fóru áleiðis til Stokk- hólms í gær með flugvél Loftleiða. í förinni eru 10 leikmenn, en farar stjóri er Halldór Sigurðsson, for maður körfuknattleiksdeildar KR, en þjálfarinn, Phil Benzing, er einnig með í förinni. Eins og kunnugt er töpuðu KR- ingar fyrir Alvik á Keflavikurflug velli á sunnudaginn með 12 stiga mun, 60:48 og til þess að komast í aðra umferð og fá tækifæri til að leika við Evrópumeistarana, Real Madrid, þurfa þeir að sigra, Svíana með 13 stiga mun á morg un. KR-liðið er staðráðið í að leggja sig fram til hins ítrasta og liða menn eru hinir bjartsýnustu á, að þeim takizt að sigra Svíana 4 morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.