Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 7
BRETAB. hafa marga snillinga átt í hópi skólda og rithöfunda. Þeirra meðal var Rudyard Kipl- ing, en nú er öld liðin frá því hann fæddist austur á Iaiidlandi. Hérlendis varð hann raunar aldr «i edns frægur og víða annars staðar, en vinsæll þó. Mér er í bamsminni skáldsaga hans „Sjó mannalíf“, sem Þorsteinn skáld Og rltstjóri Gíslason þýddi prýði lega upp úr aldamótum. Hún reyndist aufúsugestur austur á Stokkseyri. Kipling var öðrum fremur skáld brezka heimsveldisins og virtist til þess í heiminn bor inn. Hann fæddist af ensku for eldri í Bombay og dvaldist æsku árin þar eystra, en hvarf svo heim og stundaði skólanám á æltjörðinni. Að því loknu hélt hann aftur til Indlands sem blaða maður og hóf brátt ritstörf. Átta árum síðar lagði Kipling leið sína um Kína, Japan og Amer íku til Englands og tók sér ból- festu í héraðinu Sussex, þá víð- kunnur orðinn. Hann fékk nóbels verðlaunin 1907, og hefur eng inn verið yngri kjörinn á það eft irsóknarverða skáldaþing. Kunn astur mun hann af stoltri- að- dáun á hlutskipti sínu sem þegn brezka heimsveldisins og list- rænni túlkun þess, frábærri orð gnótt og álirifaríkri frásagnar gleði. Árni frá Múla þýddi „Ljós ið, sem hvarf“ á íslenzku, Gísli Guðmundsson alþingismaður ,,Dýrheima“ og Helgi Pjeturss. „Hvíta selinn.” Þær bækur verða víst lengi í góðu gildi, svo og „Sjómannalíf", er fyrr getur. Mér þykir þó vænst um Kipling fyhir smásögur lians og Ijóð. Þar nýtur hann sín bezt sem hugkvæmur og fjölhæfur meist ari, stórveldissinninn sigraði glæsilegast í margföldun smá- munanna. Forvitin æska verald arinnar stendur i ærinni þakk arskuld við þennan svipmikla og orðsnjalla mann. Kipling fjallaði af nærfærinni en marg slunginni snilli um börn, dýr og hulduverur og orti ljóð betur en nokkur páfi. Rudyard Kipling var höfund ; ur þessarar eftirminnilegu álykt- unar: austrið er austrið og vestr ið er vestrið, aldrei munu leið ir þeiri-a liiggja saman. Hér kenn- ist sú afstaða hans að gera upp á milli kynkvísla. jarðarinnar, vegsama þjóðbálk sinn, en lita niður á smælingja og þá, sem hann vildi ekki við lynda. Sá hroki Kiplings hefur verið mörg um ógeðfelldur. Samt ber að dæma hann af skilningi. Sér staða mannsins mótaði viðhorf skáldsins. Eigi að síður einkenn ' ist skáldskapur Kiplings af ýmsu öðru en slíkri einhæfni. Og nú er i hann dáður um gervalla heims i byggðina, þó að brpzka stórveld ið sé allt annað ríki en í byrj un aldarinnar. Kipling gat ekki endurnýjað glataða fortíð þess, en forðaði því frá andlegum ósigri með bókum síniun, sögum og ljóðum. Veröld enskrar tungu stækkar fyrir atbeina hans, þó að brezk yfirdrottnun sé úr sögu í fjörrum löndum og álfum. Magnús Ásgeirsson þýddl nokk ur kvæði Kiplings á íslenzku. Þau komast skemmtilega á fram færi. Svo er um þetta erindi ljóðslns Synir Mörtu: Þeim er tnSin frá bcrnsku bönnuð, til bana fjarlæg hver huggun gjörð, Þeir eiga kynni við hulda heima og helgidóm fyrir neðan jörð. Þeir rekja slóð hinna leyndu linda og lyfta að vörum á heilli þjóð. Þeir lykja um vötnin í litlu glasi og leysa úr viðjum í steypiflóð. Fyndni og lífsskoðun Kiplings tvinnast vel í Nýrri sögu af Húsa víkur-Jóni, þegar Lykla-Pétur heyrir prestinn nefndan við Gullna hliðið og svarar syndugri aðkomusál þannig: „Hver viðleitni og dáð að vinar ráðum, skal verða án refja skráð. En í Himnaríki og Húsavík ei henta sömu ráð. Þótt við rífum þinn vin upp úr rúminu í kvöld, ei raknaði úr vanda þeim. Því endaskeiðið er eins manins leið og aldrei runnið af tveim.“ Tilkomumest þessara kvæða er þó vafalaust Ef . . . , Ef þú átt ró, er aðrir æðrazt hafa og uppnám sitt og vanda kenna þér, ef traust þín sjálfs er vaxið allra vafa, og veiztu þó, að hann á rétt á sér, ef kanntu í biðraun þoli þínu að halda og þreyta án lygi tafl við grannans róg, og láta ei heiftúð hatur endurgjalda, en hafa lágt um dyggð og speki þó, — Ef draumum ann þitt hjarta og hönd þín dáðum, ef hugsun fleygri verðugt mark þú átt, ef sigri og hrakför, blekkingunum báðum, þú brugðizt getur við á sama hátt, ef sannleifc þínum veiztu snápa sn.ua > snörur flóna, en bugast efcfci af þvi, og lítur höll þíns lífs í rústamúga, en iotnu baki hleður grunn á ný,— Ef treystist þú að hætta öllu í einu, sem ævilangt þér vannst, í hæpið spil, og tapá og byrja á ný með ekki neinu og nefna ei skaðann sem hann væri ei til, ef færðu knúið hug og hönd til dáða, er hafa bæði þegar lifað sig, og þú átt framar yfir engu að ráða, nema aðeins vilja, er býður: Stattu þig! — Ef höfðingi ertu í miðjum múgsins flokki og málstað lýðsins .trúr -í fconungsfylgd, ef hóf sér kunna andúð þín og þokki, og þó ertu ávallt heill í fæð og vild, ef hverri stund, er flughröð frá þér líður, að fullu svarar genginn spölur þinn, er jörðin þín og það, sem lífið býður, og þá ertu orðinni maður, sonur minn! n En Rudyard Kipling átti líka viðkvæma strengi á hörpu sinni, og þá sló hann blítt, þrátt fyrir mikilmennskuna og skapríkið. Magnús lætur honum mælSSb svo í ljóðinu Móðir mín: Þótt hæsta gál'ga eg hengl á, ó móðir mín, ó móðir mín, ég veit, hvers ást mér yrði hjá, ó móðir mín, ó móðir mín. Þótt. drekkt mér væri í dýpstum mar, ó móðir mín, ó móðir mín, ég veit, hvers tár mín vitjuðu þar, ó móðir mín, ó móðir mín. Þótt fordæming mig féll á, ó móðir mín, ó móðir mín, ég veit, hvers bæn mér bjargaði þá, ó móðir mín, ó móðir mín. Þannig var þessi stóra brezka sál. Hún speglar margt og verð ur ekki könnuð í sjónhendingu, enda djúp og tær lind mann rænna tilfinninga. Helgi Sæmundsson. OÓÓOOÓOOOOOOOOOÓOOÓOOOOOÓOOÓOOOOÓOOOOOOOOOOÓOOOOOÓOOOOÓÓOOOOÓOÓÓA SÖMU VANDAMÁL HÉR 06 ERLENDIS VERÐLAGNING landbúnaðaraf urða var til umræðu í neðri deild Alþingis fyrir nokkru og entist þingmönnum allan fund artíma deildarinnar í sex daga. Þó er rétt að taka eftir, að um ræðurnar snerust ekki síður um verðbólgu og efnahagsstjórn ^lmennt en landbúnaðarmáh Hefur reynsla sýnt undanfarin ár, að þingmenn grípa jafnan eitthvert mál í byrjun þings og nota það sem tilefni til al mennra umræðha, því þeim liggur margt á hjarta eftir þinglilé. Væri cðlilegra að for sætisráðherra gæfi í upphafi hvers þings stefnuyfirlýsingu, eins og dr. Bjarni Benedikts son gerði á þessu hausti en 2—3 dögum síðar verði almenn ar umræður um ræðu hans. Annars voru umræðurnar um landbúnaðarmálin fróðlegar — að svo miklu leyti sem þær héldust við efnið. Þegar þær eru skoðaðar í samhengi við annað, sem gerzt hefur, kemur í ljós, að verkalýðsflokkarnir lialda uppi liarðri gagnrýni í þessum mólum, en borgara- flokkarnir eru í vörn. Sjálfstæð ismenn fara með landbúnaðar mál í ríkisstjórn en fjarri lagl er að halda fram, að vandamál : iandbúnaðarins stafi af verkum núverandi ráðamanna fremur en fyrirrennara þeirra, þótt framsókn vilji láta líta svo út. Þau vandamál íslenzks land búnaðar, sem Alþýðuflokks- menn hafa bent á, eru nákvæm lega hin sömu og landbúnað ur annarra Evrópulanda á við að stríða. Stafa þessir erfiðleik ar af víðtækri þjóðfélagsþróun, og hefur lausn þeirra reynzt mjög erfið. . Tímarit OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, gefur glögga mynd af þessum erfið leikum. Bændur vilja auka tekj ur sínar og reyna í því skyni að auka fi-amleiðslu,- meðal ann ars með aukinni tækni. Þá eykst frámleiðslan meira en svo, að markaðurinn geti við tékið, og fcemur til skjalanna meiri eða minni offramleiðsla. Ríkisvaldið grípur í tatimana og gerir margvíslegar váðstaf anir, sem oft kosta stórfé. Þetta sama hefur gerzt hér framleiðslan hefur aukizt, sér staklega á mjólkurafurðum, og ríkið hefur neyðzt til að greiða útflutningsbætur. Tímarit OECD segir, að lausn þessa vanda virðist helzt vera sú, að fækka smábændum og flytja vinnuafl frá landbúnaði til annarra atvinnugreina, en gera búin stærri og hagkvæm ari. Þannig sé hægt að tryggja bændum nógu góðar t.ekiur og komast hjá offramleiðslu. Enda bótt fáir vilii ganga inn á slíka stefnu hér á landi linfur þróunin í raun verið í bessa átt. Þó er hæpið, að fólki við landbúnað megi enn fækka miðað við bá öru f.iölg un bióðarinnar, sem vænta má: Með skinulegri vinnubrögðum þarf að hafa framleiðsluna sem næst eftirsnurn og forðast liin ar miklu útfiutningsupubætur. sX><X*00000000<X><KX>000<>00000<><X>0000<><^00<>0<>00<><X><><>0<><><X>0«<>0<XXX><><>í> ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. nóv. 1065 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.