Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 3
Síma landstjórans í Salisbury lokað Salisbury, 16. nóv. (ntb-reuter). í kvöld var ennþá simasambands laust viö embættisbústað Sir Humphrey Gibbs landsstjóra i Salisbury, og skýringar, sem á \ LIK EINARS ER FUNDIÐ LÍK Einars Sigurðssonar fannst í skurði við Njarðargötu um kl. 11 í gærmorgun. Einar, sem var 61 árs að aldri var til heimilis að Vesturgötu 50 í Reykjavík. — Einar sást síðast á gangi við höfn- ina milli kl. 7 og 8 á sunnudags- morgun. Þegar beðið var um að- stoð var hjálparsveit skáta í Reykjavík kvödd út, og leituðu um 20 manns að Einari frá kl. 2 í fyrri nótt til hálf sex um morguninn, en án árangurs. Njörður Snæhólm lijá rannsóknarlögreglunni sagði Alþýðublaðinu að tveir vegfarend- ur hefðu fundið lík Einars af til- viljun. Gengu þeir fram á það, þar sem það lá í skurðinum sem var hálffullur af vatni. Mun Ein- ar hafa fallið þar ofan í og drukkn- að. þessu voru gefnar, stönguðust á. Ian Smith var að því spurður hvort hann hyggðist grípa til ann arra ráðstafana gegn landstjóran um en að slíta símasambandi við embættisbústaðinn. Hann svaraði því til, að enn mundi sennitega ekki gera meira. En seinna skýrði upplýsingamálaráðuneytið frá V”' að síma-sambandinu hefði ekki verið slitið heldur að bilun, hefði orðið vegna hinnar miklu úrkomu. Sir Humphrey hefur neitað að flyja úr stjórnarhúsinu. Hann hefur ótakmarkað ferða- frelsi og fær að taka á móti gest um. Stjórnin í Salisbury hélt langan fund í dag, en engin fréttatil- kynning var gefin út. Ráðherr- arnir vildu ekkert segja um af- stöðu landstjórans. Einn af ráðu nautum Sir Humphreys sagði, að aðrir símar í hágrenninu væru í ágætu lagi. Hann kvaðst hafa kvartað við póststjórnina en verið vísað á Ian Smith. Hvítir og afrískir stúdentar við háskóla Rhodesíu undirrituðu í dag skjal, sem afhent var í dag í stjórnarhúsinu. Þar láta stúd- entarnir í ljós hollustu við brezku krúnuna og buðu þjónustu sína Framhald á 10. síðu. lan Smith undirritar IAN SMITH undlirritar einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Rhodesíu. Bretar hafa lýst því yfir að stjórn Smiths sé ólögrleg og eina löglega yfirvaldið í Rhodesíu sé brezki landstjórinn, Sir Humphrey Gibbs. Hann hefur nú ekkert samband við um- heiminn þar sem sima hans hefur verið lokað. Fyrirlestur um sálfræðileg- ar bókmenntaskýringar 'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Ný greinargerð væntan- leg um umferðargjaldið Sigurjón Björnsson sálfræðing-1 ur flytur fyrirlestur á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands í | kvöld, miðvikudaginn 17. nóv. kl. j 21 í 1. kennslustofu háskólans og ! er öllum heimill aðgangur. Fyr- irlesturinn nefnist „Sálfræðileg- ar bókmenntaskýringar” og fjallar m. a. um tilraunir sálarfræðinnar og þá sérstaklega málkönnunar- innar til að útskýra bókmennta- verk með hliðsjón af skapgerð og æviferli höfundanna. Mun sál- fræðingurinn ræða um tilgátur um upptök skáldgáfunnar og hvaða samband geti verið með skáldgáfu og sálsýki. Þess má og geta, að ekki alls fyrir löngu kom út bók eftir Sigurjón Björnsson, sem nefnist „Leiðin til skáld- skapar” og fjallar um Gunnar Gunnarsson. Sem áður segir verður fyrir- lesturinn fluttur í kvöld í 1. kennslustofu liáskólans og hefst kl. 21. Öllum er heimill aðgang- ur. I Reykjavík. — EG. Ingólfur Jónsson sarrigöngumála- ráðherra skýrði frá því á fundi neðri deildar í dag, að væntan- leg væri ný greinargerð frá ráðu- neytinu um umferðargjaldið á Keflavíkurveginum og þá sérstak- lega að því er varðar gjöld fyrir bíla, sem eru yfir fimm tonn að stærð. Jón Skaftason (F) mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingar á vegalögum, en það gerir ráð fyrir að felld verði úr gildi reglugerðin um innheimtu umferðargjalda af Keflavíkurveginum nýja, en heimild til að ákveða umferðar- gjald þess í stað sett í vegaáætl- un, en ekki látin vera hjá ráð- herra eins og nú er. Sagði Jón, að lækka mætti gjaldið af stærri bílunum mikið og samt borga veg inn að fullu upp á 20 árum. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra <S) sagði, að um- ferðargjaldið væri að flestra dómi sanngjarnt, og væri fjarri því að bílstjórar yndu gjaldinu illa. — Vörubilstjórar hefðu átt við sig viðræður um gjaldið og nú væri væntanleg ný greinargerð frá sam göngumálaráðuneytinu er einkum mundi fjalla um gjaldið fyrir stærri bílana, og hefðu vörubíl- stjórar ákveðið að bíða með mót- mæli unz þeir sæju hvað í þeirri greinargerð mundi sagt. Ráðherra kvað frumvarp Jóns vera ótíma- bært og byggt á skökkum for- sendum. Jón Skaftason kvaddi sér hljóðs aftur og svaraði ráðherra honum nokkrum orðum, en að því búnu var umræðunni frestað. Eldur í bát Akureyri. — GS-ÓR. SLÖKKVILIÐIÐ á Akuréyri var tvisvar kallað út í gærmorg- un. í fyrra skiptið hafði fjögurra Framhald á 10. síðu. Ný revía 1 Sigtúni Reykjavík. — ÓR. ÞESSA DAGANA er að Ijúka æfingum á nýrri revíu sem sýnd verður i Sigtúni á næstunni. Mun það vera borgarbúum fagnaðar- efni, þvi að langt er nú liðið, síðan rcvíur hafa verið settar á svið hér, en þær voru geysivinsælt skemmtiefni hér áður fyrr, þegar þær voru upp á sitt bezta. Blaðið náði í gær tali af Sig- mari Péturss.vni veitingamanni í Sigtúni, en liann stendur fyrir flutningi reviunnar. Hann sagði, að það hefði verið nokkuð langur aðdragandi að þessu revíumáli, og hefði hann lengi haft hug á að ráðast í slíkt fyrirtæki, því að allt of lítið væri nú orðið flutt af léttu skemmtiefni. Sigmar var tregur til að upplýsa nafn þessar- ar nýju revíu, en kvað hana vera í mjög léttum dúr, að mestu byggða á tónlist, en leikarar væru fimm talsins. Hann sagði æfingarn- ar hafa gengið vel og væri þeim nú langt komið, en ennþá væri samt ekki fullákveðið hvenær frumsýning yrði. Sigmar sagði rev- íuna lið I þeirri viðleitni sinni að bjóða gestum Sigtúns líflegt skemmtiefni, og kvaðst gjarnan vilja komast í samband við aðila, sem ættu slíkt efni í fórum sin- um. Jólafargjöld til íslands HINN 1. desember nk. ganga hin lágu jólafargjöld Flugfélags íslands í gildi. Jólafargjöldin gilda nú frá fleiri erlendum borgum en áður, eða alls fimmtán. Jólafargjöldin eru um 30% lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum. Þau gilda sem fyrr segir frá 1. des. til 1. jan. 1966, en auk þess er gildistími hvers farseðils einn mánuður frá því ferð er hafin. Þessi sérstöku ódýru jólaíar- gjöld munu enn sem fyrr quð- velda námsfólki, svo og öðrum íslendingum sem erlendis dvelja, að halda jól og nýár lieima , á L Fróni. Flugfélagið beinir þeim tilmæl- um til aðstandénda námsfójjks ytra, og annarra þeirra er háfa í hyggju að notfæra sér þessi sérstöku fargjöld, að hafa sám- band við skrifstofur Flugfélags íslands, sem veita allar nánari upp lýsingar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. nóv. 1065 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.