Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 8
I skugga stríðsins Sigríður Thorlacius: MARÍA MARKAN Endurminningar Setberg, Reykjavík 1965. - 173 blaðsíður. Endurminningar eru í tízku.Og verði þeir sem hafa séð, reynt : og lifað eitthvað sögulegt ekki til þess sjálfir að segja sögu sína ! takast aðrir verkið á hendur í ' þeirra stað. „Skrifdrauga' kallar Halldór Laxness þvílíka höfunda sem burðast við að skrifa í umboði annars aðila eða forsögn hans. 1 Ekki kémur skrifdraugur sjálfur fram í þeim orðum sem hann skrif , <ar, og því síður 'sá maður sem ! .ihann skrifar fyrir, segír Lax- 1 íiess, samt hefur þessi sagna- | grein æxlast hér í ýms- i um afbrigðum og mörgum mis- ! jöfnum bókum allt frá því þeir | Guðmundur Hagalín og Þórberg- ur Þórðarson hófu ævisagnagerð | með þessum hætti, og er ekkert i lát að sjá á henni enn. En einatt ■ i er það ankannalegt að sjá „skrif- drauginn" uppsettan sem höfund í venjulegri merkingu á titilblaði bóka sem gerðar eru með þessu i móti: þar sem sögð er í fyrstu per- sónu saga annars manns og höfð eftir sjálfum honum. í í þeirri bók sem hér um ræðir hefur Sigríður Thorlaciús fært i letur endurminningar Maríu Mark- i an. En María Markan var fyrsta , menntaða söngkonan á íslandi, I fyrsti óperusöngvari íslenzkra j kvenna og nafnkunnust þeirra allra. I’að má ætla að sá frægðar- • ferill sé tilefni þessarar bókar. j Söngferill Maríu Markan varð j glæsilegur - en hann varð skamm- . ■ vinnur. Og stríðið bar skugga á ihann allan. Á námsárum hennar ';í Þýzkalandi er nazisminn í upp- gangi; hún hrökklast frá Þýzka- landi undan stríðinu eftir að hafa sungið við góðan orðstír í tveim- ur óperuhúsum, í Hamborg og Zittau; hún syngur í Glyndebo- Urne-óperunni á Englandi, berst ■síðan til Ástralíu í hljómleikaför; ;þaðan beinir stríðið henni til Ame- jríku. Og þar nær hún hæst á jferli sínum þegar hún er ráðin að .Metropolitan-óperunni í New York haustið 1941. En María Markan var ekki laus undan skugga stríðs- ins fyrir það. Fortíð hennar í Sigríður Thorlacius Þýzkalandi vekur tortryggni gegn henni sem hún telur að hafi stað- ið sér fyirir eðlilegum frama í óperunni, og loks tekur hún þá ákvörðun að segja upp samningi sínum vorið 1944. „Ég mun ekki heldur neita því að hugur minn beindist þá meira að því að vera móðir oghúsfreyja en sinna söngn um að staðaldri," 'segir hún. Og þar með var tæpum tíu ára óperu- ferli hennar lokið. Lítil saga í bókinni er til marks um það hvernig heimsviðburðirn- ir beinast gegn Maríu Markan persónulega á þessum árum. Haustið 1941 hyggjast vinir henn- ar hnekkja róginum og tor- tryggninni gegn henni við Metro- politan með því að efna til veizlu henni til heiðurs með mörgu frægðarfólki, þar á meðal sjálfri Eleanor Roosevelt forsetafrú, sem fyrirsjáanlega yrði henni mikil uppreisn. Veizlan er ákveðin lOda desember. En þann 7da berst frétt- in um 'árásin.a á Pearl Harbour og Bandaríkin eru komin í stríðið. „Smámunir" eins og veízlur fyrir söngkonur hurfu að sjálfsögðu með öllu úr hugum manna, og boð- inu var 'aflýst." María Markan hugðist í æsku leggja fyrir sig hjúkrun og fór fyrst utan í því skyni. Hennar upprunalegu hæfileikar, og tilvilj- unin beina henni út á listabraut- ina án þess að einbeittur ásetn- Dulskynjanir og dulreynsla Dulskynjanir og dulreynsla nefn st bók eftir Louisa E. Rhine sem jókaútgáfan Fróði hefur gefið út 3íra Sveinn Víkingur þýðir bók- 1 na og ritar formála um höfundinn >g verkið. Louisa Rhine er kona íins nafnkunna sálfræðings J. B. thine sem stendur fyrir rannsókn arstofnunum í dularsálfræði við g 17. nóv. 1065 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Duke-háskólann í Bandaríkjunum. En dularsálfræði fæst við rannsókn ir á svonefndum „dulrænum“ eða „sálrænum” fyrirbærum, og fjall ar bókin að mestu um ýmiskonar fjarhrif, drauma, fyrirboða og for spá, hreyfifyrirbæri og furður. Bókin sem nefnist Hidden Chann Framhald á 10. síðu. 4 María Markan. ingur eða metnaður virðist koma til; en úr því út í þetta er komið færist hún í fang að læra list sina til hlítar og kosta öllu til. Frá- sögn þeirra Sigríðar Thorlacius er einföld og yfirlætislaus og held- ur sig að staðreyndum ævisögunn- ar; húh bregður upp svipmynd skapstilltrar raunsærrar konu er tekur ltfi sínu eins og það kemur fyrir, dfmetnast ekki af sigrum sínum i|é miklar fyrir sér mótlæti. En að |:h.ve miklu leyti kemur María Jflarkan „sjálf“ fram í þess- ari frásögn? Ekki er því að neita að hér segir fæst af hug hennar, tilfinningum, einkamálum um dag- ana; það er látið nægja að greina frá ytri atvikum æviferilsins. Og María Markan fjölyrðir ekki um sjálfa list sína, þann „fögnuð og sársauka" sem fylgdu henni; hún leggur í staðinn áherzlu á erfitt og þreýtandi starf söngvarans sem í senn krefjist mikilla uppruna- legra hæfileika og traustrar mennt unar til undirbúnings. Þetta yfir- lætisleysi er reyndar höfuðprýði frásagnarinnar og þeirrar mann- lýsingar sem hún miðlar, ásamt hlýlegri gamansemi sem einatt lifvar upp frásögnina, ellegar næsta þurrlega með köflum. Hvort tveggja ber vel söguna vinnubrögðum Sigríðar Torlaeius við 'bókina. Aftur á móti er eftirsjá að því að María Markan skuli ekki lýsa nánar ýmsum samtiðarmönn- um sínum á listaferlinum — til að mynda öðrum íslenzkum söngv- urum erlendis sem hún hefur kynnzt við. Eins og frá henni er gengið er bókin ekki til frásagnar um annað en æviferil Maríu sjálfr- ar, ekkert tillag til íslenzkrar menningar- eða músíksögu um- fram hana. Endurminningar Maríu Markan er snyrtilega gerð bók af hálfu forlagsins. Þó leturflötur óeðli- lega gisinn á sumum síðum og sumar myndasíðurnar ónákvæm- - lega skornar, Engin nafnaskrá er í bókinrii frekar en öðrum af sairia tagi sem að vísu kemur að minni sök hér en einatt í sambærilegum bókuin. — ÓJ. KASTLJÓS ENGINN stjórnmálamaður nýt- ur eins mikilla vinsælda í Banda- ríkjunum um þessar mundir og republikaninn John Lindsay, sem vann það afrek að verða kosinn borgarstjóri í New York 2. nóv- ember s.l., þótt yfirgnæfandi meiri hluti borgarbúa hafi ávallt fylgt demókrötum að málum. En starf haris líans er síður en svo öfunds- vert. Borgarstjóraembættið er á- litið vonlaust starf, og þess vegna eru margir þeirrar skoðunar, að Lindsay ætli að nota embættið fyrir stökkpall upp í ennþá hærri embætti, ef til vill sjálft forseta- embættið. Lindsay er ungur og metnaðar- gjarn maður og ætlar sér áreið- anlega lengra. En honum reynist ekki auðvelt að nota New York fyrir stökkpall, því að ef honum mistekst fara allar vonir hans um meiri frama út í veður og vind. En ef honum tekst að leysa hin ótrúlega flóknu vandamál heims- borgarinnar verður hann áhrifa- mikill boðberi nýtízku stefnu í flokki sínum. ★ SUMMA VANDAMÁLANNA í New York eiga menn við að stríða öll þau vandamál, sem Bandaríkin sem heild standa and- spænis. Það verður verkefni banda rískra stjórnmálamanna, repúblik- ana ekki síður en demókrata, að leysa þessi vandamál á næstu ára- tugum. í svipinn ganga þessi flóknu vandamál sem eiga við líf fólks í stórborgum, undir hinu skáldlega nafni „ stóra þjóðfé- lagið“. í kosningabaráttunni í New York komu vandamálin fram í lista yfir vandamál, sem í fljótu bragði virð ast einföld: Fleiri lögreglumenn, slökkviliðsmenn og kennarar .., betri skólar, bætt heilbrigðiseftir- lit og betri samgöngumöguleikar, fallegri skemmtigarðar. Á : bak við þessi venjulegu stefnuskrár- atriði, sem ætla mætti að auðug- asta borg heimsins ætti að geta leyst á auðveldan hátt, leynast tröllaukin vandamál. Til þess að gera málið einfalt má segja, að fátæktin sé það, sem allt snýst um. í þessari ótrúlega auðugu borg hefur fátæktin breiðzt út eins og farsótt og nú liggur við að hún sé að gera New York óbyggi- lega. ★ GLÆPIR OG ROTTU- GANGUR Sé skyggnzt á bak við það, sem menn eiga við þegar þeir biðja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.