Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.11.1965, Blaðsíða 16
; Um daginn lieyr'ði ég um I konu, sem sótti um skilnað á þeim forsendum að eigin- ' maðurinn hefði ekki talað nema þrisvar tií hennar í hjónabandmu. Hún fékk \ skilnaðinn og umráð yfir börnunum sínum —. þrem. Hver er eiginlega ástæð- B an , fyrir húsnæðisskortin- um, spurði kerlingin um daginn og karlinn var ekkf lengi að átta sig: Það er svo miklu auðveldara að eignast börn heldur en húsnæði, — : sagði liann. Þegar ég er spurður livernig mér falli við elektróníska tónlist svara ég því ævinlega til að ég viti það ekki. Einfaldlega vegna þess að ég hef ekki getað gert upp við mig hvort elektrónískir tónsmiðir séu spámenn nýs tíma, eða bara grínfuglar, sem spila með mig og mína líka. Undir svona kringumstæðum er ósköp mannlegt að þora ekki að taka afstöðu. En í gær barst mér Birtingur í hendur og nú er ég viss hvar hundurinn liggur grafinn. Ég er ekki í nokkrum vafa um það leng ur, að elektrónísk tónskáld eru einfaldlega að reyna að plata sveitamanninn í okkur öllum. Það kemur sem sé í Ijös að æð:|ii prestur elektrónna er á svipinn eins og Svavar Gests og hlær sig áreiðainlega mátítlausan í hvert skipti sem einhver klappar fyrir honum. í Birtingi er nærri 11 síðna grein um hinar ýmsu aðferðir Karlheinz Stockhausens við að gera grín að áheyrendum og einn ig er gerð nokkur grein fyrir fram tíðaráætlunum hans í þessu efni. Þannig er t.d. sagt um eitt verka hans: í Zeitmasse voru ýmsar ó- vanalegar tempóforskriftir: Auk tólf tempóa áttu hljóðfæraleikar arnir að spila „eins hratt og unnt er“, „eins hægt og unnt er’’ (tiltek inn fjölda af tónum í einum andar drætti) „hægja hratt á sér“, „fljda smám saman.” Verkið er samið með tilliti til þess að engir tveir hljóðfæraleikarar eru eins og þetta kallaði Stockhausen „breyti legt form.“ Það sem við getum átt von á í framtíðinni er svona: „Stockhausen setti fram hugmyndir sínar um nýja gerð konsertsala á þessa Ieið: „Hugmyndir mínar beinast að því að reisa sali, sem eru kúlu- laga. í miðri kúlunni sé pailur fyr'r áheyrendur, gagnsær og ekki hljóðheldur. Þá gsetu áheyrendur heyrt músik úr öllum áttum, mús <>ooooooc>oooooooooooooooooooooooo< Ástarþökk Fyrst var starfið aðeins eitt sem íhald skyldi veita, eitt er betra en ekki neitt enginn má þvi neita. Andúð vildu allir tjá og uppúr sætiun stóðu, vitur sagði valdsmann þá: Verði ykkur að góðu! Ekki er síðra ef ég má látján stöður gefa, innan flokksins eflaust þá ýmsa er liægt að sefa. íhaldsmanna hönd varð klökk og augu í tárurn flóðu, þeir senda öllum ástarþökk, sem.upp úr sætum stóðu. KANKVÍS. ÖOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOÓOOOOOOOOOOO' Má ég sjá veiðileyfið yð — Ég er ekki trúaður á það að berja konuna mína! Sjáðu nú hvað skeður þegar ég kalla: Maturinn er til! Stockhausen virðist vera gæ ddur kímnigjáfu í ríkum mæli. „Með því að færa sér í nyt nýjar vinnuaðferðir og möguleika elektrónískrar tónlistar, tókst Stochausen að meðhöndla fjöl- þætt skynsvið tímans í heildarsam hengi. Hann breytti blæ í ritma, tónhæð í blæ o.s.frv. Form Kon takte og næstu verka Carré fyrir 4 kóra og 4 hljónisveitir og Mom ente fyrir sópran, 4 kórgrúppur og 13 hljóðfæraleikara kallar Stockhausen mómentform." ik sem sérstaklega væri samin fyr ir slíka sali.“ Framtíðarliorfurnar í músikmál um eru sem sé ekki sem beztar. Ef allt fer eftir áætlun munum við sitja í glerbúri innan í kúlu með elektrónísk galdrahljóð yfir okkur, undir og allt í kring. Þetta er skelfileg tilhugsun, ekki sízt fyrir músiksnobba sem nú velta sér upp úr jafn ómerkilegu um ræðuefni og hvort plastliimininn í Háskólabíói sé til nokkurs eður ei. Og svona til að gefa mönnum til kynna á hverju þeir eiga von ef elektrónar sigra eru liér til vitnanir í títtnefnda Birtingsgrein: „í Zyklus fyrir einn slagverk ara notaði Stoekhausen níu týpur af strúktúrum, sem hver um sig veitti flytjandanum mismikið frelsi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.