Alþýðublaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 4
Bttstjórai: Gylft Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símars 14900 - 14903 - AugLýslngasimi: 14908.
ACsetur: AlþýBuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaBsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Otgefandl: Alþýðuflokkuriim.
Verðtrygging lóna
NOKKRAR UMRÆÐUR hafa orðið á Alþingi
tím þau atriði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
húsnæðismál, að vísitöluákvæði skuli í framtíðinni
fylgja íbúðalánum. Hefur verið á það bent, að slík
ákvæði geti valdið því, að menm verða að greiða
stórupphæðir til viðbótar vöxtum af lánum sínum,
ef verðlag fer ört hækkandi.
Margir eru þeirrar skoðunftr, að meginorsök
hinnar hamslausu dýrtíðar hér á landi, sem engin
ríkisstjórn hefur ráðið við, sé sú, að alltof margir
landsmenn hafi beinan hag af áframhaldandi verð-
hólgu. Nú munu þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar húa í
eigin íbúðum. Flestar hafa þær verið reistar á síð-
Ústu áratugum og yfirleitt ráðast menn í byggingu
feða íbúðakaup í þeirri trú, að verðbólga muni létta
þeim greiðslurnar. Þannig hefur það verið í aldar-
fjórðung, og þannig verður það enn um sinn, hugsa
’ínenn.
Af þessu ier ljóst, að verðbólgan er orðin að
miklu 'alvarlegri meinsemd en í fyrstu virðist. En
hvernig er unnt að skapa það ástand, að meirihiuti
þjóðarinn'ar vilji í raun og veru stöðva verðbólguna
og græði ekki á henni? Helzta leiðin virðist vera
sú, að set.ja vísitöluákvæði á lán, sem menn fá. Þá
verða þeir að greiða af lánum sínum þær upphæð-
ir, sem þeir élfa mundu græða beint eða óbeint á
verðbólgunni.
Flestxun mun þykja æskilegt, að sparifjáreigend
ur fái verðbólgutryggingu á fé sitt, en þess er að
sjálfsögðu enginn kostur, nema sams konar ákvæði
séu um útlán. Þess vegna verður að haldast í hend-
ur, að sparifé sé vísitölutryggt og föst lán með veð-
um í fasteignum séu það einnig. Hefur ríkisstjórílin
riú haldið inn á þessa braut, og er alls ekki ætlun-
in, að húsbyggjendur einir sæti þessum kostum.
Rétt er, að allir igeri sér fulla grein fyrir, hvað
vísitölubinding lána þýðir. Ef þjóðin ræður ekki bet
ur við verðbólgu á komandi árum en hún hefur gert
'hingað til, verða s'lík lánakjör að þungri byrði. Hins
vegar byggist mál þetta allt á þeirri forsendu, að
það eigi sjáíft að verða steríkari hvöt en áður hefur
verið til í þá átt, að raunverulega verði barizt af
fullri einurð gegn verðbólgunni. Þeim, sem geta
grætt á henni, hlýtur smám saman að fækka. Og að
sjálfsögðu verður að laggja megináherzlu á, *að „hin
ir stóru“ í þjóðfélaginu verði éngu síður að taka þess
úm kjörum en hinir smáu. Það mega ekki vera riein
göt á þessu fcerfi, þannig úð útvaldir áhrifamenn
igeti á eirin eða annan hátt kómizt yfir fé án slíkra
ákvæða og fest það í húseignum.
4 1. des. Í965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ.
8 ibnabarfyrirtæki til sölu
Neðangreindar veiksmiðjur eru nú til sölu:
1. Nærfataefna- og Prjónlesverksmiðjan hf.
2. Sokkaverksmiðjan hf.
3. Verksmiðjan Iris
4. Verksmiðjan Herkúles hf.
5. Sjófataverksmiðjan hf.
6. Nýja Skóverksmiðjan hf.
7. Verksmiðjan MINERVA
8. Verksmiðjan Fram hf.
Fyrirliggjandi birgðir af efnivörum, að vísu mjög takmarkaðar, fylgja með í -kaupun-
um. Einnig eru komnar til landsins allmiklar hráefnabirigöir tilheyrandi verk-
smiðjunum, þannig að veruleg starfsræksla gæti bafist fljótlega.
Verksmiðjurnar eru yfirleitt búnar góðum vélakosti, enda flestar þeirra starfrækt-
ar að einhverju leyti þar til fyrri hluta árs 1965. Hjá verksmiðjunum starfaði vel
þjálfað og samhæft starfslið, jafnt iðnverkafólk sem verksmiðjustjórnendur.
Árleg framleiðslugeta ofaingreindra verkssmiðja er að heildsöluverðmæti um kr.
50.000.000,00 af samkeppnisfærum iðnaða rvörum.
Verksm’iðjurnar seljast sameiginlega, eða hver fyrir sig, eftir sainkomulagi.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði, sem kann að bcrast, eða hafna þeim öllum.
Nánari upplýsingar gefur:
Magnús Víglundsson,
Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík
frá kl. 9 til 12 f.h. og á Öðrum
tímum eftir samkomulagi.
Símar: 22160 og 13057.
2> oooooooooo ooooooooooooooooooooo*
■jir Vandamál í Háhkólanum.
ic Fjölgun nemenda.
■jlt' Fækkun þeirra sem Ijúka prófi.
£ Því sætari verSur sigurinn.
oooooooooooooooooooooooooooooooo
J. G. SKRIFAR: „Mikið hefir ver-
ið rætt og ritað um Háskóla ís-
lands síðan skólasetning fór fram
sl. haust. Kennir þar margra
grasa og ekki allt sagt af skyn
semi eða góðvilja, skal ekki nán
ar út í það farið. Hitt verða allir
að viðurkenna, sem nokkuð hafa
fylgzt með þessum málum og líta
á þau með sanngirni, að aldrei
hefir verið eins mikið gert af
hálfu hins opinbera til að efla
hann og styrkja eins og síðustu ár
in og er það vel, svo langt sem
það nær.
EN ÞEGAR ÉG las samanburð
artölur menntamálaráðherra um
vöxt nemendafjöldans sl. 10 ár
hrökk ég ónotalega við. Á sama
tíma og nemendum hefur fjölgað
úr 762 í 1116 eða um 46,6% hef
ir útskrifuðum nemendum fækkað
úr 75 í 73 eða iim 2,6%. Þétta
tel ég mjög óheillvænlega þróun.
Þjóðin leggur bæði Háskólanum
og nemendum hans mikið fé ár-
lega. Okkur er sagt, að engin fjár
festing sé arðbærari en sú er
gengur til skólamála og mun það
satt að vissu marki. En þegar fram
annefndar tölur éru hafðar i huga
eru þær því miður fremur dapur
legar og benda til þess, að ýmsir
af nemendum háfj minni áhuga
fyrir að ljúka námi en áður var,
hvérjar sem orsakirnar kunna að
‘vera.
SÁ GRUNUR læðist að manni
að einhver hluti nemenda gutli
þarna aðeins við nám, fremur
til að sýnast og studdir til náms
af efnuðum foreldrum en áhuga
lausir ef til vili getulitlir sjálfir
til andlegra átaka.
EN SAGAN ER ekki öll sögð
með þessu. Þrátt fyrir aukna tölu
nemenda í flestum deildum Há
skólans er vaxandi skortur á viss
um starfsmönnum ríkisins úti á
landi, svo er t.d. um presta og
lækna. Um prestana er það skilj
anlegt, þar sem töluverð fækkun
hefir orðið í guðfræðideildinni.
Öðru máli gegnir með læknana.
Þar hefir orðið nokkur fjölgun og
í fljótu bragði virðist hún geta
verið nægileg, en það er langt
frá, að svo sé. En hvað verður þá
um læknana?
NÚ ER MÉR SAGT, að margir
þeirra hverfi úr landi, sumir til
sérnáms, aðrir til að vinna að al
mennum lækningum um skeið, en
niðurstaðan verði sú, að aðeins
brot af þessum hópi snúi aftur
til föðurlandsins. Nýlega heyrði
ég, að 80 isíenzkir læknar væru
i Svíþjóð. Sé það rétt er sú tala
geigvænlega há. Og mér er spurn.
Höfum við efni á því að birgja
erlendar þjóðir upp af íslenzkum
læknum og öðrum háskólaborgur
um, en sitja sjálfir eftir með
sárt ennið, og geta ekki fengið
menn í nauðsynleg störf? Og
hvernig á að halda hinum af-
skekktari héruðum í byggð, éf
enginn fæst þar læknisþjónustan?
Ástandið í þessum málum virðist
hafa versnað til muna úti í sveit
unum síðustu áratugi, þrátt fyr
ir alla fjölgun læknanema.
STUNDUM KEMUR manni i
hug, að lítið fari nú fyrir kjörorði
ungmennafélaganna í brjóstum
ungra menntamanna, „íslandi
allt,“ þar sem þeir yfirgefa land
sitt í svo stórum stíl til þess að
fá nokkrum krónum meira fyrir
störf sín, virðast þó laun þeirra
orðin mjög sómasamleg. Ósjálfrátt
minnist maður orða skáldsins:
Því buddunnar lifæð i brjóstinu
slær
og blóðtöku hverri er þar svarað,
svo óðar en Vasanum útsogið nær
er ámóta í hjartanu fjarað.
Framhald á 10. síðu.
1