Alþýðublaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6
Husqvarna
FRÍMERKJAÞÁTTUR
Husqvarna eMiavélin er ómissandi í Jiverju nútíma
eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og ailt það sem
taefcni nútímanis getur gert til þe.ss að matargerðin verði
Ihiúsmóðarinni auðveM og láinsegjaiiLetg. —
Husqvarna teMavélar
fást bæði saimbygigðar og með sérbyggðum bökunarofni.
Leiðarvísir á islenzku, ásamt fjölda mátaruppskrifta fylgir.
inkafrumvarpið
lagt fram á ný
Frumvarp til laga um loðdýra
rækt var lagrt fram á Alþingi í
gær. Þetta sama frumvarji var
lagt fram í fyrra, og hlaut þá
afgreiðslu frá neori deild ímeð
nokkrum hreytingum, eu varð ekki
útrætt í efri deild, og er það því
flutt að nýju.
Flutningsmenn frumvarpsins
eru þeir Jónas G. Rafnar, Ingv
ar Gislason, Jónas Pétursson, Geir
Gunnarsson og Pétur Sigurðsson.
Miklar deilur urðu um frumvarp
þetta á Alþingi í fyrra, og sýnd
ist þingmönnum sitthvað um hvort
minkarækt skyldi leyfð hér á
landi að' nýju.
Lagafrumvarpinu um loðdýra- j
, CKK'OOOOOÓCKXXXXX
Blaðburður
AI.ÞÝÐUBLAÐIÐ vantar
blaðburðarfólk í nokkur
hverfi í Reykjavík. Þar á
meðal eru þrjú stór íbúðar
hverfi. Blaðið beinir því hér
til foreldra stálpaðra barna,
að þeir hlaupi nú undir
bagga með hlaðinu og leyfi
börnum sínum að bera það
út.
Umrædd hverfi eru þessi:
BRÆÐRABORGAR
STÍGUR
LAUFÁSVEGUR
LINDARQATA
Auk þess vantar blaðburð
arfólk á Seltjarnarnesi svo
og í miðbæinn, Laugaveg og
Hverfisgötu.
000<>00<>00000000<
rækt fylgir svohljóðandi greinar
gerð:
Núgildandi lög frá 8. marz 1951
um loðdýrarækt eru allflókin og
í þeim ákvæði sem betur ættu
heima í reglugerð. Frumvarpið
miðar að því að gera þessa löggjöf
einfaMari, og er þá gert ráð fyrir
að sett verði ítarlegri reglugerð
um framkvæmd hennar.
í frumvarpinu er kveðið á um
það, að landbúnaðarráðuneytið á-
kveði, hvort veitt skuli leyfi til
þess að koma upp loðdýragörðum
en varðandi hverja umsókn ber
þó að leita álits veiðistjóra, sem
kynnir sér öli gögn 'umsækjenda.
Þá er lagt til í frumvarpinu, að
embætti veiðistjóra annist eftirlit
með því áð ákvæðum laganna sé
fyigt.
Fyrir nokkrum árum var bann
að með lögum að reisa minkabú
hér á landi og þá jafnframt á-
kveðið, að þau minkabú, sem fyr
ir voru, skyldu lögð niður innan
ákveðins tíma. Tilgangurinn með
þessu mun hafa verið sá að út
rvma viliiminknum, sem þá hafði
gert allmikinn usla víða um land
Reynslan hefur sýnt, að varla má
búast við því, að gereyðing villi
minksins takist hér á landi.
Á síðari árum hefur framleiðsla
minkaskinna stóraukizt og marg
ar þjóðir m.a. frændur okkar á
Norðurlöndum haft stórfelldar
tekjur af minkaeldi. Virðist margt
benda til þess, að eftirspurn eftir
minkaskinnum muni aukast.
Óvíða munu vera fyrir hendi
jafngóð skilyrði til minkaeldis og
liér á landi, þar sem fiskúrgang
ur er aðalfóður minka. Haft er
eftir dönskum kunnáttumanni á
sviði fóðurtilrauna, að engin þjóð
muni geta keppt við íslendinga
á sviðj minkaeMis.
Flutningsmenn þessa frumvarps
telja ástæðulaust og til stórtjóns
að hafa lengur í gildi bannið gegn
minkaeldi hér á landi og leggja
því til í frumvarpinu, að það verði
afnumið. Hins vegar telja þeir
rétt að fara hægt í sakirnar fyrst
í stað við uppbyggingu þessa nýja
atvinnuvegafr,,, þar til nokkur
reynsla er fengin. Er því gengið
út frá því, að eigi fleiri en 5 að
ilum verðj veitt leyfi til minka
eldis á næstu tveimur árum eftir
gildistöku jaganna.
Nýtt frímerki kom út í Banda í
ríkjunum núna 19. nóvember s.l. :
Útgáfustaður er New York og
myndin á merkinu er af Abraham
Lincoln, sem var forseti Bandaríkj
anna á árinum 1861 — 1865.
Frímerkið er að verðgildi 4 cent1
og er teiknað af Bill Hyde, en
hann er frægur svartlistarmaður
í San Franciseo. Hyde teiknaði
myndina af Lincoln eftir mynd,.
sem samfiða/rmai'fur forsetans
gjörði á árum borgarastyrjaldar
innar 1861 — 65. Bakgrunnurinn
er horn á bjálkakofa og er nafn
ið „Lincoln“ grafið í efsta bjálk
ann.
Abraliam Lincoln er nefnilega
fæddur í bjálkakofa með moldar
gólfi og aðeins einum glugga. Hurð
in var á leðurhjörum. Þannig voru
þeir títt, bústaðir lendnemanna í
Ameríku í byrjun 19 aldar. Fæðing
arstaður Lincoln var í Kenucky-
fylki og fæðingardagurinn 12 febr
úar árið 1890. Faðir hans Tómas
var duglegur veiðimaður og oftast
hafði fjölskylda hans nóg að bíta
og brenna, en lítil var skólaganga
barnanna. Árið 1816 fluttist Linc
oln-fjölskyldan búferlum til Ind '
iana. Þar ólst Abraham upp og |
tók út þroska sinn. Hann varð
mjög hávaxinn maður, en grannur.
Skóiaganga hans varð lítil, en
því meiri rækt lagði hann við
sjálfmenntun sína. Skal nú farið
fljótt yfir sögu, en árið 1834 nær
Lincoln fyrst kosningu sem þing
maður í Ilinois. Einnig rekur hann
lögfræðiskrifstofu á árunum 1837
— 1844. Það var 4 marz 1861, er
Abraham Lincoln var hátíðlega
settur inn í embætti, sem 16. for
seti Bandaríkja Norður-Ameríku.
Þó voru veður öll válynd í stjórn
málum Bandaríkjanna og borgara
styrjöld í aðsigi. Suðurríkin höfðu
þá eiginlega stofnað sín eigin
Bandaríki Suðurríkja-sambandið
Eins og kunnugt er, voru það deil
urnar um þrælahaldið, sem ó-
samkomulaginu ollu.
BorgarastyrjöMin hófst í apríl
þetta ár. Hvort heldur var í Suð
ur-eða Norðurríkjunum. fóru
menn í stríð með þá von í brjósti
að sigurinn mundi skjótlega unn
inn. Þessi styrjöld stóð þó um
árabil eða til 1865, að suðurrík
in gáfust upp. Er því nú á þessu
ári rétt öld liðin síðan. Abraham
Lincoln var kosinn forseti Banda
ríkjanna öðru sinni 1864. við það
tækifæri mælti hann: ,,Vér skul
um nú keppa að því að ljúka hinu
mikla verki, sem vér böfum tekið
öís á herðar, án kala til nokkurs
manns, heldur með vinarhug til
allra og óbifandi trú á réttlætið
eins og guð hefur birt oss það.
Látum oss græða sár þjóðarinnar
látum oss annast hann, sem borið
hefur þunga orustunnar, sem og
ekkju hans og föðurlaust barn
hans. . . .“
Það er haft fyrir satt að Lincoln
hafi veitt suðuiTÍkiamönnum
drengilegustu upngiafarskilmála
sem um getur í sögunni. Hann
viMi að betta stríð glevmdist sem
allra fyrst c(eí a)5 bróðurhugur
mætti ríkia meðal allra þegna
Bandaríkianna.
Hinn 14. apríl 1865 bélt hann
síðustu ræðu sína í ráðuneytiriu.
Hann hvatti ráðherra sína til að
beina huganum nð friði og upp
bvggingu, en snúa baki við blóðs
úthellingum og ofsóknum. Að
kvöMi þessa dags var hann myrt
ur af geðveiknm manni. bar sem
harm sat í stúku sinní í leikhúsinu.
Þetta Lincoln frímerki. sem nú
pt nvútkomið vestrn. er ekki hið
fyrsta með mvnd forsetans, Frí
merki með mvnd hans komu út
1954 og hafa verið no^uð fram að
bessu, en eru nú sennilega upp
seld.
Leikur örlaganna
eftir Sigrid Undset
Komin er út hjá Ægisútgáfunni j
! bókin Leikur örlaganna eftir j
norsku skáldkonuna Sigrid Und-
set. Þýðinguna gerði Arnheiður
(Sigurðardóttir. Bóikin heitir á ;
frummálinu Splinten av Trold
speilet. Sigrid Undset hefur löng-
um verið talin í fremstu röð rit-
höfunda á Norðurlöndum. Hún
hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels
árið 1928.
Hér á landi er hún kunnust fyr-
ir ritverk sitt Kristínu Lavrans-
dóttur, sem lesið var upp í útvarp
og síðan gefið út.
Arnheiður Sigurðardóttir ritar
stuttan formála að bókinni þar
sem hún rekur æviferil skáldkon-
unnar í stórum dráttum.
6 1. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ