Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 4
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjórnarfull- trúi: Eiöur Guönason. — SimaK 14900 - 14903 — Auglýíingasími: 14906. AÐsetur: Alþýöuhúsiö viö Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslus. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntaklö. Utgefandl: Alþýðufiokkurinn. Merrn eða mauratr? BANDARÍSKU 'hermennirnir, sem kommúnist- ar í Vietnam létu lausa til að boða kommúnisma og frið, hafa verið handteknir af hernaðaryfirvöldum þar eystra. Ekki eru þeir ákærðir fyrir að prédika skoða-nir sínar, heldur fyrir brot á réglum -hermanna og fyrir að veita fjandmönnum upplýsingar. Enginn fcippir sér upp við það, þótt menn gerist kommúnistar eða hverfi frá þeirri iskoðun — ef það er a-f frjálsum vilja gert. Hitt er hrollvekjandi, að fangar skuli heiláþvegnir, þannig að skapgerð þeirra, persónuleiki og skoðanir séu eyðilögð með sálrænum aðgerðum, og þeim innrættar nýjar skoð anir, sem þeir áður voru frjálsir á móti. Vafalaust er hægt að beita sömu aðferðum aftur og þvo úr þeim kommúnismann, en hvílíkur leiksoppur væri mannssálin þá ekki orðin! Segjum, að Bandaríkjamenn hefðu tekið tvo .rússneska hermenn, sett þá í einangrað fangelsi og hafið á þeim heilaþvott. Segjum, að þeir hefðu jgert þessa tvo Rússa áð sannfærðum kapitalistum jog stuðningsmönnum bandarísku stefnunnar í Viet- 'nam. , Segjum ennfremur, að þessir menn hefðu verið látnir lausir af virðingu við rússneska alþýðu. Svo væru 'hinir rússnesku hermenn sendir í flugvél til Moskvu. Ætli hinir heilaþvegnu rússnesku hermenn segji frá því um þver og endilöng Sovétríkin, að þessir menn hefðu verið látnir lausir og ætli sér að boða stefnu Bandaríkjanna? Þetta hafa blöð, út- varp og sjónvarp á Vesturlöndum gert um ameríku ánennina tvo. Ætli hinir heilaþvegnu rússnesku hermenn tmundu fá að ferðast óhindrað um Sovétríkin, boða fólki hina nýju trú sína, skrifa í blöð og tala í út- ýarp? Eða þykir mönnum .hitt líklegra, að rússnesk ir lögreglumenn mundu bíða við flugvélina, en her ajnennirnir heiláþvegnu hyrfu þá þegar, svo að ekk- ért spyrðist til þeirra framar. | Þjóðviljinn hefur haft meiri áhuga á hinum éandarísku hermönnum frá Vietnam en sjálfum frelsaranum nú um jólin. Blaðið er hrifið af þess- um nýju boðberum kcmmúnismans og virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því, hvernig þeir urðu kómmúnistar. Er það í rauninni hryggilegast við málflutning blaðsins. Alþýðublaðið fordæmir heilaþvott og allar skyld ai baráttuaðferðir, hver sem þeim beitir. Ef haldið ei lengra á þeirri braut, verður mannfólkið fyrr en V^trir litlu meira virði en maurar. Það er í eðli máls ihjs, að heilaþvegnir áróðursmenn geta ekki komizt ijá nákvæmri athugun yfirvalda. Að því leyti get- lítill mimur verið á einu landi og öðru. 30. des. 1965 - AlÞÝflUBLAÐIÐ $ MJÖG MABGIR KVABTA und an því, að bréfkort þeirra með ósk um um igleðileg' jól hafa borizt alitof fljótt tii viðtakenda. Það er mikið að gera hjá Pósthúsinu fyrir jólin. Það veltur á miklu fyiir það, að jólapósturinn komi snemma, því að annars væri vafi á að hægt væri að sundurliða hann allan fyrir réttan tíma. En þó að bréfin séu merkt, er alltaf liætta á að eitt og eitt slæðist út fyrir tilsettan tíma. Og það er einmitt það sem ménn vilja ekki. Um þetta og fleira fékk ég eftirfar andi bréf í gær: S. P. Á. SKRIFAR MÉR: „Póst, stjórnin hér í höfuðborginni hef ur undanfarin ár, og eins nú, til kynnt borgarbúum að þeim beri að skila innanborgar jólapósti fyrir vissan dag desembermánaðar, en um leið tekið fram, að öll umslög sem greinilega séu merkt jól verði ekki borin út fyrr en rétt fyrir Þor láksdag, eða að mig minnir nú í ár 21. desember. í FYRRA, árið sem leið, lagði ég trúnað á þessi framangreindu lof orð póststjórnarinnar,-lagði öll jóla FLUG- ELDAR Eldflaugar Rakettur — fjöibreytt úrval. z fi I Handblys “ ” 2 margar gerðir og litir. Jokerblys Regribogablys „Bengal”-blys Rómönsk blys Fallhlífarblys Vax-útiblys, loga Vt> og 2 klukkustundir — hentug fyrir unglinga. Sólir margar stærðir Stjörnuljós Sijörnugos Bengal-eldspýtur rauðar — grænar Verzlun O. EUingsen ooooooooooooooooooooo<>ooooooooo<> a 'k Jólapósturinn kemur of snemma. X 0 Ekki í PósthúsiS heldur til viðtakenda. $ 0 kc Kvörtunarbréf frá grömum manni. 6 0 ir Þarf aff vera sami heimsóknartími á öllum sjúkra- v y húsum. • x oooooooooooooooooooooooooooooooo kort til vina hér í borginni í póst húsið með nægum fyrirvara þar sem ég ætlaði að fara út á land fyrir jólin. Tveimur dögum eftir að ég lagði inn jólabréfin 'sem öll voru greinilega merkt jól hitti einn kunningi minn mig á götu og þakkaði mér jólakveðjuna. Var þá sýnt að 'jólapóstur minn að minnsta kosti hafði verið sendur strax til viðtakenda. Þótti mér þetta eitt, og svo mundj fleirum finnast scm yrðu fyrir slíku, lúaleg svik. EKKI VEIT ÉG ennþá hvernig jólabréfum mínum reiðir af í ár e'n ég sjálfur er búinn að fá jóla kort innanborgar sem greinilega eru merkt jól en eru stimpluð af pósthúsinu hér 15. des. og komu í mínar hendur sama dag eða 15. des. . Þá, eftir þessu að dæma get ég gert mér í hugarlund hvern ig mínum jólakveðjum reiðir af en þær voru allar vel auðkenndar jól, og póstlagðar fyrri hluta dags 17. desember. SVONA BRIGÐMÆLGI hjá op inberri stofnun, finnst mér afar vítaverð, og væri betra fyrir þessa háu herra í póststjörninni að lofa engu um útburð jólabréfa heldur en að gefa mér og öðrum viðskipta vinum sínum svona nauða ómerki lega jóla og nýársgjöf. ÞÁ LANGAR MIG aðeins að koma smáfyrirspurn til stjórnar sjúkrahú mála hér í borg. Væri ekki hægt að koma því við að ekki væri sami heimsóknartími á sjúkra húsunum — flest eða öll hafa heimsóknartíma frá kl. 15.00 — 16.00 og kl. 19.00 - 19,30. Þetta kemur sér oft afar illa, ekki sízt fyrir go' ti, sem eru bara kannski 1 dag í borginni, en eiga ættingja eða vini á fleiru en einu sjúkra húsi og langar til að líta til þeirra. ÞAÐ ER BÚIÐ að sýna sig hvað eftir annað, að þessi sami heimsóknartími á öllum sjúkrahús unum hefur valdið mörgum. miklum erfiðleikum á að geta lit ið til þeirra vina og vandamanna rem í sjúkrahúsum liggja hér í borg.“ Vinniívélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- (lrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Fatnsdælur o. m.fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. MafreiBsl unámskeið Kvöldnámskieið í matreiðslu fyrir fiSkiskipamatsveina ihefst í Matsveina- og veitnigaþj ónaskólanum 4. jan. m.k. Ttinritun fer fram í skrifstofu skólans mánudag- inn 3. jan. kl, 7—8 síðdegis, SKÓLASTJÓRI. TiEkynníng um söluskattsskírteini Ákveðið hefur verið, að heimildarskírteini isamfcv. 11. gr. söluskattslaga nr. 10/1960, sem skattstjórar hafa gefið út eða fram- lengd hafa verið til loka þessa árs, skuli einnig gilda á árinu 1966, án sérstakrar endumýjunar af hálfu skattstjóra. Þetta tekur þó ekki tiil þess, ef fyrirtæki ber að tiikynna um breytingu. á starfsháttum eða heimilisfangi sbr. 11. gr. niefndria laga. Fjármála-ráðuneytið, 29. desember 1965.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.