Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 16
„Var sýningin hin ný- tízkulegasta. M. a. var varp- að reykelsi í höfuð leikhús- gesta og leikendur þutu um salinn og féllu „dauðir" i milli sætaraðanna ...” Mbl. Svaka eru þessir siðu kjóU ar, sem nú eru í tízku, klén- ir og lummó. Maður klórar sér í bítlahárinu og veltir þvi fyrir sér, livað hafi eig• inlega orði* af skvísunum, þegar þær eru komnar i þá. — Jú, jú, það eru vist að ' koma áramót. Og auðvitað verður lífið á árinu 1966 dá- samlegt, — ef maður er bara nógu karaktérlaus til þess j. að geta notið þess ... Nú árið er liðið NÚ ER ÞETTA ár senn á enda. I Svartsýnismaðurinn okkar segir, ■ að það sé ekki mikill skaði, og þó sé raunar ekkert unnið við það, því að í staðinn komi bara annað ár, engu betra. Bjartsýnismaðurinn okkar fagn ar liins vegar nýju ári, en sér þó um leið dálítið eftir hinu, sem er að hverfa „í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka“; eins og skáldið sagði á sínum tíma og menn syngja á hverju gamlárs kvöldi mismunandi afbakað og mis munandi falskt, þegar áramótaveig in er farin að svífa á þá. Við baksíðumenn erum hvorki úr hófi fram svartsýnir né bjart sýnir, og þess vegna tökum við áramótunum með jafnaðargeði, uýja árið veldur okkur hvorki sér stökum fögnuði né kvíða, og við gleðjumst hvorki né grátum yfir því að árið 1965 skuli vera komið inn á spjöld sögunnar. Það er mikil tízka í árslok að rifja upp ýmsa merkisatburði frá árinu og blöð og fréttastofnanir útnefna frétt ársins, mann ársins, mynd ársins, afmæli ársins, and lát ársins, giftingu ársins, veizlu 'ársins, stríð árslns, ræðu ársins. brandara ársins, bíómynd ársins, bók ársins, leikara ársins, leikkonu ársins, bíl ársins, heimsku ársins og allt mögulegt, sem hægt cr að segja fyrir framan ársins. Þessari tízku verður ekki fylgt hér á baksíðunni í dag nema að mjög takmörkuðu leyti, enda eru heilir tveir dagar enn eftir af ár inu, og annar þeirra ekki ómerki legri dagur en sjálfur gamlársdag ur, þegar margt verður sér til gamans gert, ef að vanda lætur. Eitt af því sem er einna óbrlgðul ast til að vekja kátínu manna, þeg ar árið er komið að lokasprettin um, er að heyra það þulið í rikis útvarpið hve margir metrar af út varpsefni hafi verið látnir hrella eyru la-ndsmanna á árinu hve möng tonn af snússi þeir hafi tekið i nefið. hve marga þorska þeir hafi dregið úr sjó, hve margir hjóna skilnaðir og hve margar giftingar hafi orðið á árinu, hve margar fæð ingar. hve mörg andlát. hve marga kaffiholla Iandcmenn hafi drukk ið á árinu og hve mikið magn af áfengi. hve mikið salt. hafi verið borið á göturnar í höfuðstaðnum og hve mörg hús bvggð við bæ>'. hve mörg ónvtiuorð verið töluð á mnnnafundum o.s.frv. Þetta er allt saman hinn nvtsamlegasti fróð leikur og mörgum evrnavndi. Finhver merkilegasta fregn í árs lok er fregnin nm af'-ögn Fan fanis utanríkisráftherra ftalíu. sem en„ ip. ekki vitað hvort verður lát.in giMa eða ekki. En hann va>-ð fvrir heim illu örlögum að Vnnn Umns I'.nrgf plribi afif fnrt'T11 sinni og fékk auk bess heimílis vin heirra hióna til að lofsyngia T?.or»<?or>í í .fv\rrii 'Ma^plrOTlU. Í*©tfjíí hafði bær afleiðingar í för með sér. að ráðherrann sættí hörðum árásum fyrir framtakssemi konunn ar og taldi sig verða að víkja af þeim sökum. Má af þessu draga tvenns konar ályktanir: í fyrsta lagi að ráðherrar í útlöndum láta sér ekki alveg á sama standa, hvað um þá er sagt, og í öðru lagi, að tunlga eiginkanunnar getur komið bóndanum í vanda. Það er kannski eftir allt saman ekki svo vitlaust iþetta sem Páll (heitinn postuli sagði, að konan skyldi þegja í sófn | uðinum. þótt nútímakristnir menn séu farnir að leggja lítið upp úr þeim ummælum, sumir hverjir. | Við viljum ekki halda því fram I að þessi fregn sé frétt ársins, — I þann sess hljóta eldgosafréttir út varpsins að skipa. — en tvimæla laust er þetta frétt árslokanna, þ.e. a. s. ef ekkert markverðara gerist á þessum síðustu döguna yfirstandandi árs. Og ljúkum vér spjalli þessu. Verið þið sæl að sinni. í guðs friði. •S; — Hvort trúirðu ■ betur mér sjálfum eða kennarablók, sem hefur ekki einu sinni báskóla- próf. . . — Eyrarrós? Ó, nei (góði, þetta er hún. Olga mín. — Æ, ég bið yður mikilllega afsökUnar, herra minn. En ég bara steingleymdi yður . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.