Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 15
Ráðstefna Framhald af 2. síðn. Öí'lun nauðsynlegs fjármagns til reksturs samtakanna. Undirrituð félög hafa allan vanda af undirhúningi ráðstefn- unnar, og hafa þau kosið sérstaka undirbúningsnefnd, en hafa skipa: Egill Gestsson (Vátryggingafé- laginu h.f.), Jón Rafn Guðmunds- son (Samvinnutryggingum) og Ólafur B. Thors (Almennum Trygginigum ihf.). Æskilegt væri, að tillögum yðar Ármenningrar — Skíðafólk. Skíðaferðir í Jósefsdal um ára mótin. Fimmtiudiagskvöld kl. 7 . Gamlársdalg íkl. 2. Nýjársdag kl. 2. Farið verður frá nýju umferða miðstöðitani Farið verð Stjórnin. BRIDGESTONI HJÓLBARBAS Sfaukln sala sannar gæðin. BRIDGESTONI ^eitir aukið ðrygg! f akstri. BRIDGESTðNI ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerði;. GúmbarSinn h.f. Brautarholti 8 Síml 17-9-8« Frá HAB DREGIÐ hefur verið í HAB og vcröa •númerin birt eftir árainóiin, þcgar uppgjör hef ur borizt utan af landi. eða ábendingum, sem að notum mættu koma, yrði komið á fram- færi við einhvern nefndarmann- anna, og sérstaklega, ef þér teld- uð, að bjóða ætti til ráðstefnunn- ar einhverjum þeim aðila, sem ekki hefur verið minnzt á hér, því vér leggjum ríka áherzlu á, að til þessa samstarfs sé stofn- að á sem allra breiðustum grund- velli. Vér vonum, að þér séuð oss sam mála um nauðsyn þessarar ráð- stefnu. Ef fulltrúar þeir, sem hana sækja, fbera gæfu til að standa saman um að leggja grund- völl að raunhæfum, víðtækum og vel skipulögðum aðgerðum gegn umferðarslysunum, teljum vér, að með því verði stigið stórt skref í átt til þjóðfélagslegra umbóta.” HúsnæðisKán Framhald af síðu 1. spillandi húsnæðis. Á árinu var lánað til þess kr. 20.120.000. Árinu 1965 tók ný útlánareglu gerð gildi. Eru meginatriði henn ar þau, að nú skulu menn sækja um lán til stofnunarinnar áður en þeir hefja byggingu eða gera kaup á nýjum íbúðum; þá eru þar enn fremur ákvæði um það, að hér eft ir á 1 — 2 manna fjöskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 70 m2. 3—5 manna fjöl skylda rétt á láni til byggingar í búðar, sem er allt að 120 m2, 6—8 manna fjöhkylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 135 m2. Ekki má veita lán til bygg ingar stærri íbúða en 150 m2. — Allt er þetta þó jáfnframt háð öðrum útlánareglugerðarinnar og eru væntanlegir umsækjendur því beðnir að kynna sér hana rækilega. Heildarafli Frh. af 1. síðu. frá fyrra ári, þegar aðeins veidd- ust rúmlega 8 þús. lestir og loks hátt á 4 þús. lestir af krabba- dýrum (humar og rækju), sem var lítið eitt meira en á fyrra ári. Af heildaraflanum á þorskveið- um öfluðu togai-arnir 75 þúsund lestir sem er um 10 þús. lestum meira en á árinu 1964. Við þessa frétt Fiskifélagsins má bæta til samanburðar og fróð- leiks aflatölum eftirtalinna ára: 1925 var heildaraflinn 269 þús. tonn og hlutur síldarinnar í því magni 29 þús. tonn, 1930, sem var hlutfallslega mesta aflaárið með tilliti til skipastólsins, var heild- araflinn 417 þús. tonn og hlutur síldarinnar. 73 þús. tonn, 1935 var heildaraflinn 310 þús. tonn og hlutur síldar 67 þús. tonn, 1940 var heildarfiskaflinn 410 þús. tonn og hlútur síldar 215 þús. — siðan lcemur síldarárið mikla — 1944 — en þá var heildarafli landsmanna 548 þús. tonn og hlut ur síldarinnar í því magni 222 þús. tonn. Næsta árið, 1945^ hefst síldarleysistímabilið mikla, sem heildaraflinn 364 þús. tonn en stóð í nærri 15 ár. Þetta ár var hlutur síldarinnar ekki nema 57 þús. tonn. 1950 er heildarfiskafl- inn 376 þús. tonn og hlutur síld- arinnar ekki nema 60 þús. tonn. Fimm árum seinna, 1955, er heild- araflinn 496 tonn og síldin í lág- marki, 54 þús. tonn. Nú tökum við stökkið til ársins 1962, en um áratugaskiptin kom ný tækni í síldveiðum til sögunnar og brá nú mjög til hins betra. Þetta ár var heildarafli landsmanna 833 þús. tonn og hlutur síldarinnar 478 þús. tonn, eða rúmlega helm- ingi meiri en á „metárinu” 1944. 1963 lækkar heildaraflinn nokkuð, eða niður í 785 þús. tonn og hlut- ur síldarinnar fer niður í 396 þús. tonn. Reikna má með, að á fiskiflota landsmanna starfi 6000 manns og eru þá meðtaldir þeir, sem róa á opnum (trillum) bátum hluta i úr árinu. Meðalafli á hvern fiski mann í ár er þannig 194 tonn. Aflahæsti báturinn í ár er Hannes Hafstein frá Dalvík, en hann hefur aflað um 14000 tonn af þorski og síld. Sé reiknað með að meðal áhöfn sé 13 menn, er meðalafli á hvern áhafnarmeðlim rúmlega 1000 tonn! Sæmdut orðu KONUNGUR SVÍA, Gustaf VI. Adolf hefur sæmt forsætisráð- herra Dr. Bjarna Benediktsson stórkrossi hinnar konunglegu nordstjörnuorðu. Honum var afhent heiðurs- merkið í sænska sendiráðinu þ. 28. desember sl. (Frétt frá sænska sendi- ráðinu). Dregið í Síma- happdrættinu DREGIÐ var í Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra nokkru eftir kl. 10 á Þor- láksmessukvöld hjá Borgarfógeta í Reykjavík. Aðalvinningur — Volvo-Ama- zon bifreið kom á nr. 15177. Annar aðalvinningur — Volks- wagenbifreið kom á nr. 22190. Þá voru dregnir út 15 auka- vinningar hver að verðmæti kr. 10 þús. kr. — og komu upp þessi númer: Nr. 10400 K lá45 (Keflavík) 17240 15893 32699 37391 22888 35596 18019 Akr. 2145 (Akranes) K. 1994 (Keflavík) 18878 14890 6001 (Njarðvík) 51363. Hringt var þá strax um kvöldið í vinningsnúmer og tilkynnt um vinninga. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Reykjavík. — ÓTJ. NOKKRiR lögreglumenn brutu upp hurð á íbúð einni hér í bæ á aðfangadagskvöld, en þaðan lagði mikinn reykjarmökk. Höfðu nágrannar orðið reyksins varir og gert lögreglunni aðvart. Ekki var gegnt þegar lögreglumenn kvöddu dyra og varð því að sprengja upp hurðina. Inni í íbúðinni fundu þeir tóma steikarpönnu á rauðglóandi hellu, en enginn eldur var laus. Kona lá í næsta herbergi og var hún meðvitundarlaus — og var farið með hana á Slysavarðstof- una. Eldflaugar — Tunglflaugar — Fallhlíarblys Sprengiikúlur — Bengaiblys — Stjörnuljós HATTAR — KNÖLE — Allt fyrir ganilárskvöltí. GOTT VERÐ — MIKHD ÚRVAL. Garðastræti 2. — Sími 16770, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. des. 1965 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.