Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 7
X: mmsmmm Eftirfarandi grein er eftir Henry Shapiro, fréttaritara UPI í Moskvu. EF opinberar og óopinberar yf- irlýsingar kínverskra embættis manna eru teknar bókstaflega hafa Kínverjar greinilega í hyggju að sölsa undir sig stór landsvæði af Rússum og Indverjum. Stjórn- in í Peking hefur gert kröfu til IV2 milljónar ferkílómetra land svæðis af Rússum og 250 þúsund ferkílómetra landssvæðis af Ind- verjum eftir þessum upplýsing- um að dæma. Kínverjar hafa formlega afsal- að sér tilkalli sem þeir þóttust eiga til landsvæða í Burma, Mongó líu og Pakistan, en í Moskvu hafa menn áhyggjur af lengstu landa- mærum heims — landamærum Sovétríkjanna og Kína, sem eru rúmlega 8000 kilómetra löng, og hin tvö stórveldi kommúnista hafa ekki ákvarðað þessi löngu landa- mæri í formlegum samningi sín í milli. Svo snemma á árinu 1954, þegar sambúð Sovétríkjanna og Kína var enn á „hveitibrauðsdögunum”, gáfu Kínverjar út landakort, þar sem stórir hlutar Síberíu, Mið- Asíu og Kyrrahafshéraða Sovét- ríkjanha voru auðkenndir sem kinverskt land. Á sumum kortum1 voru einnig Nepal, Bhutan, Mala- ya, Indó-Kína og Kórea auðkennd ■sem „teínversk lönd“. Kínverjar gera formlegt tilkall til indverskra landsvæða og hafa Sqvjet Moncöuöú l-andamæri Kíni og Sovétríkjanna eru 8 þúsund kílómetra löng. Þetta eru lengstu landamaéri heimsins gengið svo langt að beita vopna- valdi til þess að fá kröfum sínum framgengt. Kínverskar hersveitir reyndu síðla árs 1962 að hrekja Indverja burtu úr austanverðu Bhutan og hluta Kasmírs og frá hinni svokölluðu MacMahon-línu í norðaustanverðu Indlandi, sem brezkir og tíbezkir fulltrúar á- kváðu 1910. Það var aðeins sam- staða Bandaríkjamanna, Breta og Rússa sem aftraði Kínverjum frá því ,að binda endahnútinn á þessar tilraunir sinar að þessu sinni. ,.RÚSSAR NÝLENDU- SINNAR” ■ Kínverjar hafa enn sem komið er að minnsta kosti ekki borið fram formlega kröfu til sovézkra landsvæða, en í marz 1963 for- dæmdi Peking-stjórnin í fyrsta sinn „hina ýmsu samninga, sem neýddu kínverska keisara til þess að afsala sér kínverskum landsvæð um í hendur evrópskum stórveld- um”. Þrír þessara samninga voru gerðir við keisarastjórnina rúss- nesku, og Kinverjar halda því fram, að hinir veikgeðja Mansjú- keisarar háfi á sinum tíma vei-ið neyddir til að undirrita þá. Með siíkum samningum og með land- vinningum náðu Rússar á sitt vald landsvæðum sunnan og austan við fljótið Ámur í Siberíu og mest- öllu því landsvæði, sem nú skipt- Mvndin er frá Samarkand í sovézku Mið-Asíu, sem Kínverjar igera tilkall til. ist í sovétlýðveldin fjögur í Mið- Asíu: Kazakhstan, Uzbekistan, Ta- dzjikstan og Kirgizia Á 18. öld höfðu Kínverjar nokkurs konar yfirráð yfir þessum landsvæðum, en Kínverjar hertóku þau aldrei í vénjulegum skilningi og gerðú þau heldur ekki að nýlendum. LANDAMÆRAÁTÖK OG VIÐBÚNADUR Á hinn bóginn hafa Rússar af- dráttarlaust vísað landakröfum Pekingstjórnarinnar á bug og allt að því hótað styrjöld ef Kínverjar reyni að leggja undir sig sovézk landsvæðr. Landamæri Sovétríkj anna verða aldrei samningsatriði, sagði fyrrverandi forsætisráðherra Rússa og aðairitari kommúnista- flokksins Nikita Krustjov, án þess þó að nefna hina „sósíalistísku bræður” sína í Kína Hann gerði gys að kröfum þeirra, sem ekkl hefðu við neitt að styðjast nema „ummæli löngu grafinna forfeðra og álíka þokukennd ummæli”. Árið 1963 héldu Rússar því frara að Kínverjar hefðu 5000 sinnym gerzt sekir um ögranir og yfir gang á landamærúm, og síðan hafa báðir eflt landamæravörð sinn, og samkvæmt óopinberum heimild- um kemur það stundum fyrir, atf kínvei'skir og sovézkir landamæra- verðir Iendi í smábardögum. Pek; ingstjórnin vill greinilega Iialda þessari landamæradeilu við og geiúr sig æ ofan í æ seka urn það sem Rússar kalla „ögranii' á landa- mærunum”. Hins vegar er mjög vafasariit hvort Kínverjar, sem hafa aldrei sakað Rússa um að vex-a „pappíj's; björn” eins og þeir hafa sakað Randaríkjamenn um að vera „papp írstígrisdýr” og bera mikla virp- ingu fyrir sovézka. heraf Janum, í'eyni að söisa undir sig so.vézkt landsvæði með vopnavaldi. Svipuðu rnáli gegnir með afstöðu Kínverja gagnvart Indverjyxp. Meðan Indverjar geta reitt sigjá stuðning allra VestuiTanda og Sovétríkjanna telja kunnugir, í Moskvu óhugsandi að Kínverjur ryðjist yfir landamæri Indlands öðru sinni Talið er að þeir gori sig ánægða með taugastríð og ögr- anir samtímis þvi sem þeir reyjni að .fæi'a sér hið. óti’yggá ástandi á Indlandsskaga að sinni köku. í nyt og skara -eád Margar öiíkár þjóðir búa i Sovétríkjunum. Hér sjást nokkrir Mið-Asíubúar gera sér glaðan dag. Framhald á 10. síðu. \ KASTLJÓS ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. des. 1965 f aiöAJSÚQÝ'UA -- 'oÝl zí‘l .Uc- ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.