Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 8
TEXTI OLAFUR TYNES JÓNSSON: Þrjátíu ára starfs- afmæli Douglas DC-3 Rvík, — ÓTJ. Miðvikudaginn 22. desember sl. geystist löng og glæsileg Dougl as DC—ö farþegaþota eftir flug brautinni á Kennedy flugvelli og tókst á loft með miklum gný. í ihenni sátu 115 farþegar í þægileg um sætum og fundu varla fyrir því að hún hreyfðist og heyrðu ekki nema þægilegt suð frá hreyfl unum. Sama dag æddi Douglas-DC —3 vélin N21—78 eftir minni flug braut á öðrum flugvelli og tókst einnig á loft. í henni sátu 28 far þegar sem jóðluðu á tyggigúmmí og öskruðu sín á milli til þess að heyra hver til annars. Töluverður munur ekki satt? Og samt fylgdu augu allra flugmannanna á jörðu niðri gömlu vélinni, meðan eng inn skipti Sér af hinni nema flug umferðarstjórinn. Jafnvel flug stjórinn á stóru Trident þotunni sem var að renna upp að flugskýl inu veifaði á eftir „gömlu trunt unni“ og brosti angurvært. — Hvers vegna? „Gamla tTuntan" átti afmæli. Það var 22. desember 1935 sem fyrsta DC—3 vélin lagði upp í sitt fyrsta flug frá Santa Moniea í Califomíu. Og þessi flugvélateg und sem enn er mikið notuð víða um heim hefur getið sér slíkt orð fyrir gæði og styrkleika að hún getur jafnvel skyggt á „fliúgandi hótel“ dagsins í dag. Á ferli sín um hefur DC—3 ekki aðeins feng ið orð fyrir að borga sig fiárhags lega, heldur einnig fyrir að vera ein sterkasta og öruggasta flugvél sem nokkurntíma hefur verið smíð uð. Hún er hægfleyg, hefur ekki þrýstiklefa og er ekki mjög lip ur. En hversu margar flugvélar skyldu geta flogið 40 mílur til næsta flugvallar eftir að hafa misst 12 fet af vinstri væng við að e-ekast á fjall? Douglas Aircraft Company byggði 803 DC—3 vélar fyrir stríðið, og 10,926 meðan á því stóð. Og Rú'sar fengu þá einn ig leyfi til þess að byggja um tvö þúsund vélar í 'sínu heimalandi. Fyrsta DC—3 vélin var seld fyrir 20.350 pund, sem myndi rétt um það bil nægja til þess að borga einn einasta þotuhreyfil í dag. Douglasvélin N21—78, sem sagt var frá áðan, er sú elzta sem nú er til í Bandaríkjunum, en hún er í eigu North Central Airlines. Hún var byggð 1939 og þegar flugtím ar hennar voru taldir saman kom í ljós að hún hafði verið í loftinu í samtals níu ár og á þeim tíma farið rúmlega tólf milljón mílna vegalengd. Douglas félagið áætlar að síðan. þessar vélar hófu farþega flug árið 1936 hafi þær flutt rúm lega sjöhundruð milljón farþega í Bandaríkjunum einum saman.. Margir þeir sem oft hafa flogið sem farþegar í DC—3 eru farnir að halda upp á gripinn, en það er ekkert á móti þeirri ofurást $em margir flugmenn bera til vél arinnar. Frá því að DC—3 fyrst hóf feril sinn var hún svotil al gerlega laus við byrjunarörðug leika eða galla sem vart verður við í mörgum vélum. Einn versti gallinn til að byrja með var sá að glugginn í flugmannsklefan um lák. Þetta varð til þess að eitt sinn er flugstjóri nokkur var að gefa upp veðurskilyrði sagði hann: — Léttur úði fyrir utan en hellirigning fyrir innan. Bretar fengu eins og aðrir mikla ást á þessar flugvélategund og kölluðu hana Dakota, sem þeir svo styttu í ,,Dak“ sín á milli. Og brezkir her flugmenn kunna margar sögur sem þeir voru ósparir á að segja þegar ágæti vélanna kom til um ræðu. í bókinni „Miracles in the Air“ eru 32 sögur af flugmönn um sem tókst að lenda vélum sín um heilu og höldnu, þrátt fyrir að þær höfðu orðið fyrir miklum skemmdum. Sjö þessara flug manna voru á DC—3 vélum sem eru kallaðar C—47 ef þær eru notaðar sem hernaðarvélar. Einn þeirra aðstoðarflugmaður segir frá því þegar 4 japanskar Zero orrustuflugvélar réðust á flugvél hans þegar hann var á flugi milli eyja í Kyrrahafinu. Hann sagðist vel hafa getað ímyndað sér ánægju glott „skáeygðu djöflanna" þegar þeir sáu einmana óvopnaða flutn ingavél- á ferð.. Japönsku flugmenn irnir létu kúlunum rigna yfir Dou glas vélina og strax í annarri á rásinni varð flugstjórinn fyrir tveimur vélbyssukúlum, og aðstoð arflugmaðurinn tók því við stjórn inni. Þeir höfðu flogið eins hátt og þeir gátu komið vélinni með farminn sem hún bar, og voru í 22 þú und fetum. En Zero vélam ar fóru auðveldlega upp í 35 þús und fet, svo að það kom þeim ekki að miklu gagni. Flugmaður inn sagði að það sem sér hefði gramist einna mest var að Japanirn ir höfðu ekki einu sinni fyrir því Gljáfaxi, fyrsta Dóuglasflugvél Flugfélags íslands. 8 30. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ (g .Úc- ■ ■..■■• ■ -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.