Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 11
 Nýársmót skiða- skálans 2. janúar Annan nýársdag (sunnudaginn) kl. 1.30 verður haldig Nýársmót Skíðaskálans 1966 við Skíðaskál ann í Hveradölum. Skíðafélögin i Reykjavík^ KR, Ármann, Víking ur og ÍR, senda keppendur í mótið sem er svigmót. Ferðir eru á móts stað kl. 10 f.h. frá BSR. Mótsstjór ar eru Lárus G. Jónsson og Leifur Muller frá Skíðafélagi Reykjavík ur. Búizt er við mörgum keppend um, og Reykvíkingar, sem vilja sjá mót þetta eru beðnir að búa sig vel og mæta stundvíslega. unnin verða til eignar í fyrsta sinn. Veitingar í skíðaskálanum all an daginn. Vegna hátíðanna verð ur mót þetta ekki auglýst annars stáðár í blaðinu. Beztu skíðamenn Reykjavíkur félaganna .mæta til leiks. Keppt verður um þrenn verðlaun, sem islandsmótin I handknattleik og körfuknattleik fara fram að Hálogalandi í vetur: Aðeins leikjr við erlend lið verða í íbróttahöllinni! ÞAÐ mun nú ákveðið, að ís- landsmótin í handknattleik og körfuknattleik fari fram að Há- logalandi í vetur, en ekki í í- þróttahöllinni. Þar verða aðeins háðir leikir við erlend lið, en þeir eru allmargir eins og kunn- ugt er. Þetta mun valda töluverðum vonbrigðum, en orsökin er sú, að leikirnir myndu trufla svo mjög vinnu við húsið, að ómögulegt yrði að Ijúka við það fyrir haust. Þessar upplýsingar fengum við _ Vf efure Einanqrunargler Framleiu etnungls %* *r>r®lsKleri - ll ára Abyrttf Pantlð timanlera. Kt»rkiðian hf íktilarötn n _ Sfmt »*2*> 'hjá Sigurgeiri Guðmannssyni, framkvæmdastjóra í gær. Fyrstu leikirnir eftir áramót fara fram 7. og 9. janúar, það er viðureign FH og Fredensborg í Evrópubikarkeppninni. Síðan verða landsleikir við Pólland og Skotland i körfuknattleik. Þátt- taka Vals í Evrópubikarkeppni kvenna, leikir við Dani og Pól- verja í heimsmeistarakeppninni, vorheimsókn í handknattleik og hugsanlegt framhald FH í Evrópu bikarkeppninni. Þriggja manna nefnd er nú að vinna að niðurröðun leikja ís- landsmótsins, en hana skipa: — Pétur Bjarnarson, Jóhann Ein- varðsson og Hallgrímur Þorsteins- son. Niðurröðuninni er ekki lokið, enda mikið verk, en mótið hefst Jón Þ. Ólafs- son 2,01 m. Jólamót ÍR í frjálsum íþróttum fór fram í ÍR-húsinu í gærkvöldi. Jón Ólafsson sigraði í öllum grein- um mótsins. Hann stökk 2,01 m. í hástökki og átti sæmilega til- raun við 2,05 m. Nánar verður skýrt frá úrslitum í blaðinu á morgun. fljótlega eftir áramótin. Keppnin í 1. deild mun þó ekki hefjast fyrr en seint í mánuðinum vegna utanfarar landsliðsins til Dan- merkur og Póllands. Landsliðið hefur æft af kappi í íþróttahöllinni milli jóla og ný- árs, ekki mun af veita, því að erfiðir leikir eru framundan. 2 leikmenn, sem ekki æfðu með landsliðinu í haust hafa nú bætzt í hópinn, það eru þeir Hjalti Ein arsson FH og Sigurður Einarsson úr Fram. Jólamót Kefl- víkinga i handknattleik Hið árlega jólamót Keflvík inga í handknattleik fór fram á 2. jóladag í Keflavík. Keppt var alls í 7 flokkum og urðu úrslit þessi milli Knattspyrnufélags j Keflavíkur (KFK og Ungmennafé | lags Keflavíkur (UMFK.) Kvenna flokkur..... 14 4. fl. karla A.....11 4. fl. karla B.. 3. fl. karla A .....7 3. fl. karla B . 2. fl. karla........18 Meist.fl. karla .....24 14 5 11 9 .5 9 .7 10 16 17 18 20 24 36 ★ Búlgaría sigraði Belgíu í undankeppni HM í knattspyrnu í gær. 'Búlgaría leikur því í úr- slitakeppninni í Englandi næsta sumar. Leikurinn fór fram í Fir- enze. Verblauna- afhending Myndirnar eru teknar við verðlaunaafhendingu Mull- er-mótsins í gær. Á minni minni myndinni er Leif Miiller að afhenda Sigurði Einarssyni verðlaun, en hann náði beztum tíma. í keppn- inni. Á stærri myndinni sézt sigursve.it ÍR ásamt framá- mönnum skíðamála, talið frá vinstri: Stefán Kristjánsson, form. Skíðasambands ís- lands, Leif Miiller, Haraldur Pálsson, Sigurður Pálsson, Þorbergur Eysteinsson — og Stefán Björnsson, formaður Skíðafélags Reykjavíkur. — Myndir: J. Vilberg. ALÞÝÐUBLAÐID - 30. des. 1965 IJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.