Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1965, Blaðsíða 5
THULX' Wö —I93S l-THULEi N$fö 1935*: . ' J •THULE' JOiö--1935' 250*X 25t->Rt fí"0 - THU L£ ~'í93S H50RO M50RE Aíjræður ó nýársdag: Séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason Séra Sigui’björn Ástvaldur Gísla Eon prestur Elliheimilisins Grund- ar er níræður á nýársdag. Hann er einn þeirra manna, sem sett hafa svip á borgina í marga tugi ára, og landskunnur varð hann snema fyr- ir kennslustörf sín, blaða- og bóka- útgáfu, forustu í trúarlegufn efn- um, bindindis- og líknarstörf. Mér er ekki unnt í þetta sinn, að gera aevistarfi séra Sigurbjarnar þau skil, sem vert er, því að til þess þyrfti ég að skrifa langa grein, en ég hef birt alllangt sam tal við hann og kom það í bók minni: „Grær undir hollri liendi” og er þó þar aðeins drepið á útlínur þess. Til þess verð ég þó að vísa. Annars er næstum óþarfi að rekja störf hans svo kunn eru þau og ber hæzt stofnun Elliheim- ilisins Grundar, árið 1922, en hann átti frumkvæðið að stofnun heim- ilisins og stýrði þvi í raun og veru öll erfiðustu byrjunarárin, en þá | munaði oft mjóu að gefizt yrði upp. En bjargföst trú , fórnfýsi hans sjálfs og meðfædd skapfesta, sigraði alla erfiðleika. Séra Sig- urbjörn hefur alla tíð verið for- maður stjórnar Elliheimilisins og er það enn. Ég skal hér aðeins drepa á starfs feril þessa níræða stríðsmanns, því að alla tíð hefur hann verið stríðsmaður og því umdeildur. Hann fæddist að Glæsibæ í Skaga- firði á nýársdag 1876, bóndasonur. Foreldrar hans fluttu snemma að Neðra-Ási í Hjaltadal og þaðan á Sigurbjörn sínar björtustu bernsku minningar. Foreldrar hans voru sæmilega efnuð á þeirra tíma mæli kvarða, og settu soninn til mennta, enda komu gáfur hans og vilja- þrek snemma í Ijós. Hann las undir skóla hjð prestum heima, en fór síðan í Latínuskólann og varð stúdent 1897. Hann hafði hug á að leggja stund á stærðfræði, enda hefur stærðfræðin alltaf verið hon- úm huglæg, og talinn snillingur í þeim vísindum. Hann fór í presta- skólann og tók guðfræðipróf alda- mótaárið. Upp frá því má segja, að hann hafi verið fremstur í flokki í trúarlegum umræðum og kirkjulegu starfi. Hann fór snemma utan og dvaldi mjög oft í ýmsum löndum. Iíann varð fyrir djúpstæðum trúarlegum áhrifum í Danmörku, og þau hafa sett svip á allt sem hann hefur sagt og gert upp frá því. Hann ritstýrði og gaf út trúmálablaðið Bjarma árum saman, gaf út og dreifði smáritum um trúarleg efni og gaf út kennslubækur í stærðfræði. Hann hefur kennt við flesta starf andi skóla borgarinnar í áratugi og alltaf teennt stærðfræði og hann hefur útvegað mikinn fjölda Irita og dreift þeim meðal presta og annarra kirkjunnar manna. Hér er fátt eitt talið. Sr. Sigurbjörn Ástvaldur kvænt- Sst Guðrúnu Lárusdóttur, prests Halldórssonar, rithöfundi og al- þingiskonu. Hún fórst af vofeif- legum slysförum sumarið 1938 ásamt' tveimur uppkomnum dætr Um þeirra hjóna, en séra Sigur björn bjargaðist. Þá reyndi á mann inn, en trúarstyrkur hans reyndist honum sá lífgjafi er enn hefur enzt en séra Sigurbjörn er, eins og ég hef sagt mikill skapfestumaður og trú hans undirstaða skapfest- unnar. Sigurbjörn Á. Gíslason. Séra Sigurbjörn Ástvaldur hefur átt heima í Ási við Sólvallagötu svo lengi, að hann vissi það, er hann var á heimleið upp Túngötu eða yfir Landakotstún á vetrum, að ef spor sáust í snjónum í vestur- átt, þá mundu gestir bíða hans heima í Ási. Séra Sigurbjörn gengur enn teinréttur, glaðlegur og lifandi af j áhuga. Hann fer daglega í póst- box sitt og sækir bréf og bækur. Þegar hann er á heimleið, stað- næmist hann oft við barnaleikvöll- inn undir glugganum mínum og ræðir við börnin svo lengi að ég verð forvitinn, langar til að heyra það, sem rætt er um, — og svo kveður hann þau og gengur tein- réttur og háleitur upp götuna og heim í Ás. Hann mun nú vera einn af elztu borgurum Reykjavíkur. Hann .hefur sett svip á borgina, — og sá svipur mun vara íengur en líf hans. Elliheimilið Grund er eilífur minnisvarði um þennan stríðsmann Guðs og slynga stærð- fræðing. VSV. * BILLINN R©iit dn Icecar í fornöld, eða á öldunum fyirir Kristsburð, höfðu menn óljósa hug mynd um löndin norðan Danmerk ur. Frá þeim tímum mun upprunn ið orðið Ultima Thule. Er talið að landkönnuðurinn gríski Pytheas, sem uppi var um 300 árum fyrir Krist, hafi notað það um hin ó könnuðu lönd í norðri, og gat þá þetta nafn, eftir því sem visinda Fræg stjarna Framhald af 6. síðu í samkvæmi var hún kynnt fyr- ir Roger Vadim. Og auðvitað, þau urðu ástfangin. Þá var Vadim enn kvæntur Brigitte. En hann fékk fljótlegá skilnað og kvæntist Annette. Þau eign- uðust dótturina Natalíu sem nú er átta ára gömul. Roger gerði Annette að frægri leikkonu með aðalhlutverki í mynd sinni, Hættuleg sambönd, en sú mynd er álitin ein af beztu myndum hans. Kvikmyndin var mjög vel tekin, en hjónabandið geltk ekki oins vel. Það varaði í þrjú og hálft ár. En Annette var kom- in irn í heim kvikmyndahna, og ekki varð aftur snúið. Hún leikur enn í kvikmyndum og leikur nú í kvikmynd, sem tek- in er í Róm. Samt er hún leið og þreytt á kvikmyndaleiknum, og segir að líf kvikmyndaleik- aranna sé óraunverulegt og ó- skemmtilegt oft, en samt verð- ur ekki aftur snúið. Og millj- ónirnar eru heillandi. En heit- asta ósk Annette er samt að setjast að einhvers staðar langt uppi í sveit, og það gerir hún sjálfsagt, þegar henni bjóðast í\lrlrj lf\«rtii menn nú á dögum álíta átt við Shetlandseyjar, Noreg, ísland. Það átti því ekki illa við, að nefna verzlunarstöð norðarlega á vestur trönd Grænlands þessu nafni.. Hún var stofnsett árið 1910 og stofnandinn var hinn kunni Græn landskönnuður Knud Rasmussen, sem þá hafði í nokkur ár verið í i ramsóknarleiðangri um Norður— Grænland. Þetta land — Grænland — er stærsta eyja í heimi. Að vísu er Ástralía stærri, en á hana verðum við að líta fremur sem meg inland, enda sérstök heimsálfa. Grænland er hluti af danska kon ungsríkinu, en hefur þó sín eig in frímerki. Það mun hafa verið ár ið 1938, sem fyrstu póstfrimerkin komu út, en áður höfðu komið út svokölluð bögglamerki (Pakke— Porto). Thule frímerkin komu út 1935 og voru gildandi aðeins i Thule héraði umhverfis verzlurtar stöðina. Annars var það svo, að á árunum fyrir 1938 fengu Græn lendingar allan póst sinn fluttan burðargjald°frft+ og jafnvel allt til árúns 1959 var póstur til Græn lands frá Danmörku fluttur ókeyp is. Eins og áður er sagt var bað Knud Rasmussen, sem stofnaði Thule stöðina 1910, og átti hún því 25 ára afmæli 1935, enda var þessi frímerkja—útgáfa það ár afmælisútgáfa verzlunarstöðvar innar. Vónt.-þá liðin tvö ár frá dauða K. Rasmussens. Hann var fæddur 1879. danskur að ætt, on uppalinn á Grænlandi. Rá-muss en stundaði nám í Kaupmanna höfn og að loknu stúdentsprófi var hann um skeið með Löppum norður á Finnmörk. Kynnti hann sér hreindýrarækt, enda varð hann síðar hvatamaður þess, að hrein dýr voru flutt til Grænlands í til rauna skyni. Knud Rasmussen gerðist áhugasamur landkönnuður á Grænlandi á fyrsta áratug þess arar aldar. Alls fór Rasmus-en 7 langar könnunarferðir um byggð ir og óbyggðir Grænlands og þá oftast á hundasleðum. Oft hafði hann vetursetu meðal Eskimóa, enda talaði hann mál þeirra vel. Hann safnaði og skriáði allmikið safn af þjóðsögum Grænlendinga og a. m.k. eina bók gaf hann út á máli Eskimóa. Knud Rasmuss en andaðist 1933. Árið 1960, 24. nóvember, var gefið út grænlenzkfe frímerki með mynd hans. Er sú út gáfa til minningar um 50 ára aí mæii Thule stöðvarinnar. Það er rautt að lit og verðgildi þess 30 autar. Um Thule merkin frá 1935 ér það að segja, að talið er, að út haft verið gefin 250 þús. sett af þeiiri Megnið af merkjum þessum mun hafa verið selt til frímerkjasafn ara því, að póstþjónusta, eða notk un frímerkja til burðargjalds mun hafa verið hverfandi lítil norður þar. „ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. des. 1965 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.