Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 2
VlSIR Mánudagur 11. septemljer 1961 2 yfirburðir færðu K.R. gegn Akurnesingum. Ötvíræðir stórsigur Það voru spcnntir áhorfend- ur, sem röðuðu sér kringum Laugardalsleikvanginn í gær og biðu þess að Ieikur ársins hæfist. Óspart var skcggrætt um hver úrslitin yrðu og virt- ist mcr af samtölum við all- marga menn, sá hópurinn stærri, sem hallaðist að sigri K.R. Margir töldu og Akurnes- inga líklegri og skírskotuðu þá til fyrri leiks þessara aðilja á sumrinu. Sem sagt mikið var skrafað og bollalagt fyrirfram, enda gat aðstaða beggja ekki verið jafnari, bæði liðin með 15 stig fyrir þennan leik. „Dómurinn ekki of strangur." Það leiðinlega atvik átti sér stað í Ieiknum, að dóm- arinn vísaði hægri innherja Akraness, Skúla Hákonar- syni út af leikvelli. Þar sem ekki allir sáu hvað olli brottrekstrinum og öðrum fnnnst dómurinn fullstrangur, náðum við í dómarann, Hauk Óskarsson, eftir leikinn og spurðum hvað skcð hefði. „Ég var aldrei í minnsta vafa með að reka manninn út af fyrir þetta brot. Dóm- urinn var síður en svo of strangur. Skúli hljóp að Bjarna Felixsyni og hrinti honum um koll á gróflegan hátt. Þetta var því verra, þar seni knötturinn var hvergi nærri.“ Leikmenn beggja liða velgdu sér góða stund fyrir leikinn með léttum knattæfing- um og kl. 15 rann upp hin langþráða stund. Akurnesingar léku undan hægri golu og voru innan tíðar komnir í stórsókn. En K.R.-ingar svöruðu þegar í sömu mynt og leikurinn var ekki gamall, þegar áhorfandinn gat gert sér grein fyrir, að all- ur leikur K.R.-inga var hnit- miðaðri og nákvæmari en þeirra Skagamanna. K.R.-ing- arnir voru fljótari á knöttinn, héldu honum stutt hver maður, en byggðu upp hraðan, falleg- an samleik, sem dreifðist um völlinn eins og þeim bezt þótti hverju sinni. Áberandi var leikið á köntunum sérstaklega fyrri hálfleik. Upphlaup Akur- nesinganna voru þróttminni og óákveðnari. Meira bar á snörp- um rispum einstakra manna með knöttinn að markinu. Sér- staklega var þetta áberandi með Þórð Jónsson, sem síðan hélt knettinum of lengi, svo allar frekari aðgerðir runnu þar með út i sandinn. Ingvar og Þórður voru virkustu menn framlinu Skagamanna, en fram- lína þeirra virtist mjög sund- urlaus ,og lítt til stórræðanna. Má þar kannske um kenna, að Jón Leósson lék sem tilbaka dreginn innherji og öll aðstoð framvarðanna Sveins og Krist- ins var í molum. Framlína K.R.-inga átti sem heild sinn bezta leik á sumrinu. Örn Steinsen lék nú aftur með sínum gömlu félögum og hann hcfir cngu gleymt, lék nú eins og hann hcfur bezt gcrt áður. Nær- vera hans var K.R.-framlín- unni eins og vítamínsprauta. Ekki má gleyma framvörð- unum Garðari og Helga, sem löngum stundum réðu gjör- samlega miðju vallarins. Leikur þessara tveggja manna var lykillinn að vel- gengni framlínunnar og varnaraðgerðir einnig með þeirri prýði, að á betra varð ekki kosið. Þórólfur var sannarlega í essinu sínu í þessum leik. Leiknin og flýt- irinn komu nú í góðar þarfir og í þessum leik afgreiddi hann knöttinn fljótar frá sér en hann er oftast vanur að gera og er það ennþá meiri styrkur fyrir liðið. Ellert átti sinn langbezta leik á sumrinu. Var óþreyt- andi tengiliður milli sóknar og varnar og byggði vel upp. Tökum svo nokkrar svip- myndir úr leiknum. Allur fyrri hálfeikurinn var leikinn á miklum hraða, sem kom fram á þeim síðari. Þegar á 5. mínútu reynir Ingvar lang- skot, sem Heimir ver auðveld- lega. K.R.-ingar reyna slíkt hið sama skömmu siðar eftir auka- spyrnu en Helgi var vel á verðinum, Á 9. mínútu kom fallegasta upphlaup leiksins. Átti það upptök sín hjá Erni á hægri kantinum. Gunnar Fel- ixson og Þórólfur blandast í leikinn við vítateiginn og Þór- ólfi tekst að senda knöttinn hnitmiðaðri sendingu til Ellerts, sem stóð illa að sendingunni, en spyrnti samt viðstöðulaust örlítið til hliðar við markið. Þarna var vörn Akurnesinga fallegast sundurleikinn, þó eigi bæri erfiðið árangur í það Framh. á 5. síðn Björgvin Sehram, form. KSÍ afhentir fyrirliða K.R., Helga Jónssyni, sigurlaunin, gamla íslandsbikarinn. AB leikslokum Stiyi eftir leikinn. Eftir leikinn í gærdag hafði KSÍ kaffiboð í hcr- bergjum vallarstjórnar á Laugardalsleikvanginum. — Þar voru komnir saman, á- samt báðum liðunum, for- ystumenn knattspyrnumál- anna, nokkrir af þátttakend um fyrsta úrslitalciks ís- landsmótsins og aðrir vel- unnarar íþróttarinnar. Þar var skeggrætt um leikinn fram og aftur, rifjuð upp gömul atvik frá liðnum dög um og kappleikjum og rak- in saga íslandsbikarsins. Allir Akurnesingarnir voru á einu máli um, að betra liðið hefði sigrað og sigur KR hefði verið fylli- lega verðskuldaður. „Þeir voru mikið betri, Vörnin lijá okkur var mjög opin og sókn arleikurinn allur í molum. Við máttum kannske skora eitt mark, en þá hefði KR einnig mátt skora eitt — tvö í viðbót“. KR-ingarnir voru auðvit- að allir í sjöunda himni yf- ir sigrinum, enda voru flest- ir sammála um að KR-liðið hefði sýnt einn sinn bezta leik í sumar. „Við vissum að fyrstu 15 mínúturnar mundu ráða úr- slitum leiksins. Fyrir okkur gilti því að ná yfirhöndinni strax í byrjun. Það tókst og eftir það var sigurinn aldrci í hættu“ ★ Af þeim 22 Ieikmönnum sem léku fyrsta úrslitaleik íslandsinótsins árið 1912 cru nú aðcins 12 á lífi. Firnrn þeirra mættu i kaffiboði KSÍ en þeir voru, frá Fram; Friðþjófur Thor- steinss., Gunnar Ilalldórss. og Pétur Hoffmann Magnússon. Frá K.R. voru Nieljóhníus Ólafsson og Kristinn Pét- ursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.