Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Mánudagur 11. september 1901 UTGEFANDI: BLAÐAUTGAFAN VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla: IngólfsstrœtÍ 3. Áskriftargjald er krónur 45.00 á mánuði — í lausasölu krónur 3.00 eintakið. Sími 1 1660 (5 línur) — Félags- prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f. 'AW-WmVAV.V. VAV.V.VAV.V Hugarfarsbreyting? Fyrir nokkrum dögum brá svo við, að ritstjóri Tímans, Þórarinn Þórarinsson, sem ötullegast hefur unn- ið fyrir kommúnista um langt skeið, tók afstöðu gegn kjarnorkusprengingum Rússa og setti ofan í við Þjóð- viljann fyrir að ,,afsaka og samþykkja“ þetta athæfi. Kvað hann auðséð á því, „hverjir ráða húsum“ hjá íslenzkum kommúnistum og því glöggt, að almenning- ur geti ekki treyst þeim fremur en áður. En skyldi ritstjóranum vera það ljóst líka, að það eru kommúnistar, sem hafa „ráðið húsum“ hjá Tím- anum og forustuliði Framsóknarflokksins undanfarin tvö ár, svo að almenningur getur ekki treyst honum heldur. En vonandi er þetta nýja viðhorf Tímaritstjór- ans til kommúnista fyrirboði stefnubreytingar hjá blaðinu og flokksstjórninni. Eyrnamarkið er rautt. Þá hefir heyrzt hljóð úr horni frá samtökum gegn- herílandi manna. Þeir hafa komið saman á fund og gefið út yfirlýsingu um það að þeir mótmæli „sérstaklega öll- um tilraunum með kjarnorkuvopn“. Frámunalegri yfirlýsing en þessi hefir sjaldan sést. Hér er ekki aldeilis verið að nefna að það voru Rússar sem byrjuðu aftur tilraunir með kjarnorkuvopn. Það má ekki nefna snöru í hengds manns húsi! Eins og kunnugt er þá eru samtök gegnherílandi manna að megin hluta kommúnistísk. Það er háttur kommúnista um allan heim að stofna hliðardeildir, sem bera ekki kommúnistanafn opinberlega, en eru þó á mála hjá flokknum og styrkt af hans fé. Tíðkast þetta m.a. gjarn- an í menningarmálum og eru þau ótalin öll listvinafé- lögin, sem eru þannig ekki annað en kommúnistasellur. Samtök gegnherílandi manna munu ekki blekkja ís- lenzkan almenning né takast að villa á sér heimildir. Þar er eyrnamarkið rautt og sauðargæran félaga Einars Olgeirssonar. De Gaulle vill bráða- birgðastjórn í Alsír. Ben Youssef Ben Khedda, hinn nýi „for- sætisráðherra“ útlaga- stjórnarinnar serknesku, var meðal fulltrúa á ráð- stefnu hlutlausra þjóða í Belgrad. Hann flutti þar Fernhat Abbas. ræðu og lýsti yfir, að hann væri fús til við- ræðna við frönsku stjórnina um framtíð Alsír — á grundvelli þeirra skilmála, sem uppreistarmenn settu, Hann sagði og: „Þjóð vor mun aldrei afsala sér yfir- ráðarétti yfir Sahara, sem með réttu er hennar land.“ — En það var deilan um yfirráðin yfir Sahara, sem allir vita nú, að er olíuauð- ugt land, er varð þess vald- andi, að samkomulagsum- leitanirnar í Evian fóru út um þúfur. Frakkland hefur algerlega neitað að sinna kröfum uppreistarmanna, að Sahara sé hluti Alsír. Ben Khedda kvað FrakKa hafa áform á prjónunum um skiptingu Alsír, og væfi það með þeim hætti að reyna að tryggja sér framtíðaryfirráð yfir Sahara Ben Khedda kom í stað Ferrhat Abbas og er hinn nýi forsætisráðherra að flestra dómi harðari og Ferrhat Abbas og reiðubú- inn að auka skæruhernaðinn og jafnvel grípa til enn víð- tækari aðgerða hernaðar- legra, og leita stuðnings kommúnista meira en Ferr- hat Abbas gerði í barátt- unni. Ekki hafa enn borizt frétt- ir um, að samkomulagsum- leitanir verði hafnar á ný, en vitað er, að áform De Gaulle og stjórnar haps er að setja á stofn byrjunar- stigsstjórn í Alsír fyrir ára- mót og fari hún með völd þar til önnur skipan verði gerð, — og muni verða haf- izt handa um að koma slíkri stjórn á laggirnar eigi síðar en 1. nóvember, nema upp- reistarmenn fallist á sam- komulagsumleitanir um frið í Alsír innan þess tíma. f þessari stjórn yrðu Serk- ir í meiri hluta, og mun ekki fullráðið um skipulag, ef til vill væru valdir í hana menn að afstöðnum héraðskosn- ingum, eða þeir yrðu teknir úr fjórum nefndum, sem kjörnar voru á s.l. ári, til athugunar á ýmsum málum varðandi framtíð landsins. Þessi bráðabirgðastjórn mundi svo hafa yfirumsjón með kosningum, þar sem íbúar Alsír greiddu atkvæði um framtíð landsins, — „franskt Alsír“, algerlega sjálfstætt Alsír, eða Alsir í tengslum við Frakkland. Franska stjórnin er sögð hafa nokkra von um, ;að með þessu móti myndu tengslin við Frakkland haldast, og jafnvel uppreistarmenn sætta sig við það, ,að verða aðilar að hinu nýja kerfi. Fleiri halda þó, að þetta reynist gyllivonir, því að í rauninni megi fyllilega ljóst vera, að uppreistarmenn hafi alltaf verið og verði áfram algerlega andvígir slíku fyrirkomulagi. Og þeir gætu reynzt svo áhrifamikl- ir, að kunnir Múhameðstrú- armenn í landinu vilji ekkii;1 sitja í stjórn slíkri sem þess-ij ari i trássi við þá. En ef þessi yrði nú reynd-Ij in mundi franska stjórninjj hætta við þessi áform oglj stefna að skiptingu landsins.Jj — þannig að hin auðugul* strandhéruð (Algeirsborg- Oran) yrðu látin falla íj* hluta íbúanna af Evrópu-J« stofni og Múhameðstrúar-J« manna, sem vinveittir eruj. Frökkum, en uppreistar-jl menn hinn hlutann. jl Uppreistarmenn eru al-\ gerlega mótfallnir skiptingu.jl Þeir vilja algerlega sjálf-«“ stætt Alsír og yfirráð yfir Sahara. Enn sem fyrr mun torvelda eða jafnvel hindra samkomulag tvennt aðal- lega: Sahara og réttur til herstöðva. En uppreistar- menn hafa til þessa sagt, að þeir vilji ekki franskar her- stöðvar í Alsír eða Sahara og þeir hafa ekki til þessa viljað fallast á tillögur frönsku stjórnarinnar um öryggi fólki af Evrópustofni til handa. Um ein milljón landsmanna eru af Evrópu- stofni og talsvérður hluti þeirra af öðrum stofni en frönskum, aðallega ítölsk- um, og mjög hefur stofninn að sjálfsögðu blandazt. Útlagastjórnin gæti haft hag af því að samkomulags- umleitanir drægjust á lang- inn. Ýmislegt kann að gerast, segja fréttamenn, á næstu vikum, þessum málum við- komandi og því sennilegt að horfur kunni að skýrast, en Ben Khedda. um hvað ofan á verður er í .rauninni allt í sömu óviss- unni og áður. En það getur vart staðið lengi, eins og málum er komið. — 1. |".W« Kommúnistiskir skæruliðar í SuðurVietnam hafa byrjað sókn í grennd við norðurlandamærin. Aðalbardagasvæðið er um 320 km. fyrir norðan Saigon. í fyrstu lotu náðu kommúnistar 2 varnarstöðvum. Tefldu þeir fram um þúsund manna liði. Hersveitir stjórnarinnar hafa náð annarri, en barizt er heit- arlega um hina. I,t i í'j'j'. f t 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.