Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 11.09.1961, Blaðsíða 15
Mánudagur 11. sept. 1961 V ISIR 15 Ástin sigrar allt. Mary Burchell. — Vitanlega skiftir það engu máli. — Ég skil þetta ekki, hvísl- aði hann. Hún strauk hár hans mjúk- um höndum og þrýsti honum að sér. — Ég hef alltaf vitað að þú hefur slasast á hendi, og ég hef vorkennt þér það, en það breytir engu um . . . til- finningar mínar til þin. Hvers végna skyldi það gera það? Það væri flónslegur yfirborðs háttur. — Nei, það finnst mér ekki, sagði hann dapur. — Það er fallega gert af þér að segja þetta, en flestir hugsa ekki svona. Hún fann að það var árang urslaust að pexa um þetta við hann núna, svo að hún fór út í aðra sálma. — Hendurnar þínar hafa verið þér mikils virði, -— það er líklega þess vegna, sem þú tekur þér þetta svona nærri. — Já, vitanlega, sagði hann hálf óþolinmóður, eins og hann áliti að hún hefði átt að skilja það. — Geturðu ekki sagt mér livernig þetta vildi til? — Ég er fús til þess. Ég hélt kannske að þú vissir það. Hún leit undan en hann hreyfði sig ekki úr fangi hennar. Hún sá a,ð hann var fölur.og augun voru stór og dimm, en hann var ekki jafn raunalegur og áður — Það var i stálbræðsl- unni, fyrir nálægt, s.jö árum. Þess vegna hata ég etál- bræðsluna . . . — Já, sagði Erica með við- kvæmni. — Mig langaði yfirleitt ekki til þess að ganga inn í fyrirtækið. Ég gat ekki skil- ið að föður mínum þótti svona vænt um það. Það eina sem mig langaði var að verða píanóleikari. Þetta var ekki eingöngu vanhugsaður ungl- ingsdraumur. Ég óskaði þess af öllu hjarta, og kennarar mínir sögðu að ég ætti glæsi- lega framtíð í vændum ef ég héld-i áfram. — En ógæfan var sú, að þú varst eini sonurinn, sagði SBiVTIURWAR R> R J Erica. — Já, það var einmitt meinið. Ericu fannst að nú mundi fara að greiðast úr þessu. Hún sá hvaða sameiginlegt áhugamál hefði tengt Oliver og Ericu saman — og hún skildi hvers vegna alltaf hafði verið fátt milli feðg- anna. Hann varp öndinni, óþol- inn. — Ef ég eignast nokkurn tíma son, skal hann fá að ráða framtíð sinni sjálfur. Það er hræðilegur misgán- ingur að ætla sér að ráða framtíð barna sinna. — Ég er alveg sammála þér um það, sagði Erica. En hún gat ekki stillt sig um að íhuga hvað fólst í orðunum „ef ég eignast son“. — Við vorum alltaf að rífast, hélt Oliver áfram. — En loks gerðum við málamiðl- un. Ég félst á að starfa í firm- anu í tvö ár og læra allt frá grunni. Pabbi var sannfærður um að þegar ég hugsaði „hlæilegu firrurnar mínar“ sem hann kf>,llaði svo. betur, mundi allt eanga að óskum. Mér fannst hræðilevt að o-eta ekki sinnt himðarmál’ mínu nema, í frístundunum. En bað tók.st og ég vann af kapni í firmanu. — Breyttist hugur þinn til tónlistarinnar nokkuð við bað7 — Mei, alls ekki. En ég þoldi betta í tvö ár. Ég reyndi f fullri einlægni að fá áhuga fyrir firmanu. en í hjartanu hlakkaði ég til þess dags, að árin tvö væru liðin. Kannske bafði faðir minn rétt til að. óska að ég reyndi að halda áfram — en hann hafði lofað að ef ég yrði sama sinnis og áður þegar reynslu- tíminn væri úti. mætti ég ráða R 73 mér sjálfur. — Og svo ... Hann hikaði en hélt svo áfram, röddin var hás: — Tveimur mánuðum áður en tíminn var á enda, var ég á gangi milli bræðslu- ofnanna með föður mínum. Við námum staðar um stund til að horfa á nýja vél, sem verið var að prófa. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég held varla að maðurinn hafi farið ógætilega, — en það var geta hans sem brást, eins og stundum gerist í einu eða tveim tilfellum af milljón. Það skiftir engu máli núna. Ég gat séð að eitthvað var að, og ég hafði aðeins hálfa sekúndu til að hugsa mig um. Maðurinn hefði steindrepizt ef ég hefði ekki. . . En svo fóru fingurnir í staðinn. Erica hreyfði hvorki legg né lið. — Þú fórnaðir þá hendinni sjálfviljugur til að bjarga lífi mannsins? sagði hún loks. — Ekki beinlínis það, Erica . . . Hann brosti. — Svo milda hetjudáð er ekki hægt að kalla. það. Ég mun hafa gert þetta ósjálfrátt, eins og hver annar mundi hafa gert í mínurn sporum. Ég held varla að ég hafi gert mér nokkra grein fyrir afleiðing- unum. — Ekki hetjudáð? endur- tók Erica með hæg. Hún tók höndina á honum ög bar hana upþ að munninum, — Erica! Hann starði á hana eins og hann tryði þessu ekki. Svo kippti hann hend- inni að sér og faðmaði hana. — Hvernig getur þú gert þetta? Þú ert svo óumræði- leera góð. Hún hló — og svo kyssti hann hana. — Má ég... fá að vera hérna hjá þér? Það er svo gott að vera þar sem þú ert, sagði hann ofur blátt áfram. — Já, góði bezti. . . hún lauk ekki setningunni. Hún þurfti þess ekki. Bjarminn í augum hennar var nógu skýrt svar. Það var fásinna að vera að hugsa um Dredu núna. En í allri sælunni óraði hana fyr- ir einhverju hyldýpi, sem hún gæti hrapað í. Mörgum klukkutímum síð- ar lá hún vakandi og horfði út um gluggann á fölnandi stjömurnar, sem voru að deprast við birtu dagrenning- arnar, en hann lá við hlið hennar og svaf vært eins og barn. Og hún spurði sjálfa sig hve mikið ein nótt gæti vegið móti Öllum árunum, sem hann hafði tilbeðið Dredu... — Hvar ertu, Carol? Erica stóð brosandi í gang- inum við litlu íbúðina, hún var móð og asi á henni. Carol kom hlaupandi úr eldhúsinu. — Góða mín, mikið er gam- an að sjá þig aftur. Hvenær komstu ? — 1 dag. En svo mundi ég allt í einu að ég hef lykilinn að íbúðinni okkar ennþá, og þá langaði mig til að heim- sækja þig og koma þér á ó- vart. Carol kyssti hana remb- ingskoss og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja. — Ja- æja, sagði hún. — Ég sé ekki betur en að þú hafir haft gott af hveitibrauðsdögunum. Þú ert að vísu dálítið alvarleg, en það stafar kannske af því, að þér finnst það eiga betur við í frúarstöðunni. Erica brosti. — Vertu ekki að þessu bulli. Ég er ekki vit- und alvarleg. — Víst ertu það, sagði Ca- rol. — En þú hefur reyndar alltaf verið það, svo að það er ekkert tiltökumál. Komdu og seztu og segðu mér allt ® Talið er, að nærri 4 tnllljónir Austur-Þjóðverja hafi flúið lantl frá 1945 (ófriðarlokum). Nákvæmar tölur eru fyrir henili frá 1949: 2.649.699 (til síðustu júniloka). ,,A meðan, Mylady", sagði Winter, „látið ekki þetto litla at- vik eyðileggja matarlyst yðar, maturinn er ekki eitraður, þar sem kokkurinn erfir okkur ekki, til allrar hamingju". Þetta var of mikið fyrir Mylady. Hún stökk upp og greip lítinn hníf sem lá á borðinu, en sé'r tii ennþá meiri reiði þá uppgötvaði hún að hann var úr silfri og bitlaus. Hún heyrði hlátur Winters fyr- ir utan. Næsta morgun, þegar Felton kom inn, lá Mylady i rúminu „Ég er með hita, leyfið mér að liggja i rúminu" Felton spurði hvort hann ætti að ná i læknt, en hún vissi að læknir mundi fljótlega uppgötva hvað væri að hennj svo hún frábað Felton um það og hristi höfuðið veiklulega. Hún brast i grát og Felton rétti henni litla bók. „Winter hélt kannske, þar sem þér eruð kaþólskar, að þér vilduð lesa bænir yðar " Orð- in „bænir yðar" og hvernig þau voru sögð, fékk hana ti) að lyfta höfðinu lítið eitt, og hún sá í héndi sér að Felton var fantatísk- ur púritani, Hún hafði svarið á reiðum höndum: Bænir mínar. Winter veit jú að mín trú er ekki hans né yðar, og þér vitið það ósköp vel“. li V I S T Nýi einkaritarinn er óvenjulega falleg á að líta, ég vona að hún fái laun í samræmi við það, — ég vona að þér

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.